Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 12
betur. — Þessi samtök eru stór og sterk. Þau eiga sjálf flutningaskipin, tryggingarfélagið, innkaupa- stofnanir og jafnvel kaupendurna að nokkru leyti, og selja í vaxandi mæli alla leið til verzlananna, sem fiskinum dreifa, eða jafnvel upp í ginið á neyt- andanum í „sjoppunum“ sínum í Englandi. — Ég geri sannaiiega ekki lítið úr styrk þeirra og sam- heldni, en er það samt ckki veikleikamerki, að þau skuli standa svo strangan vörð gegn því, að aðrir en þau sjálf fái að spreyta sig og fái á það reynt, hvort einhvers staðar sé hægt, þrátt fyrir allt, að ná betri árangri og skila hærra nettó-andvirði inn í landið fyrir hvert pund af fiski. Ef einhverjir aðilar, sem dirfðust að Ieggja út á þá hálu braut að takast á hendur útflutning á þess- um vörum, en með veikan bakhjall, miðað við hin stóru samtök, gætu ekki skilað sæmilegum árangri, yrðu þeirra dagar fljótlega taldir, en að því cr snertir tímabundinn „rugling“, sem þeir kynnu að skapa, þá er svo gott með það hér á landi, að þeir fengju ekki útflutningsleyfi nema verð þeirra væri a. m. k. í samræmi við hina stóru. IJndirboð þarf því ekki að óttast. — Gamalt máltæki segir, að betur sjái augu en auga, og hæpið verður að telja, að sami aðili rati á öll tækifæri. Ennfremur er náttúrlega engin trygging fyrir því, að cdlir hinir færustu menn á þessu sviði lendi í fararbroddi slíkra samtaka. Hvað verður svo Ioks um hið gullna lögmál frjálsrar samkeppni? Er það kannske misskilningur, að forustumenn S. H. líti á það sem eitt helzta leiðarljós sitt gegnum erfiðleika þessa heims? Guðmundur H. Garðarsson: Sú kynslóð, sem nú er uppi, lifir á tímum félaga og samtaka, eins og flestum er kunnugt um. Gott dæmi slíks er sá fundur, sem hér er nú haldinn í Verzlunar- ráði íslands. Einkarekstrar- kaupmanni um aldamótin, eins og t. d. Geir Zoega, scm bæði átti verzlun, skip og fiskverkunarstöðvar hér í Reykjavík, hefði þótt óþarfi að bindast samtökum svipuðum þeim og Verzlunarráð íslands er í dag. Hann og aðrir athafnamenn um aldamótin voru einstaklingshyggjumenn síns tíma og breyttu sam- kvæmt því. Ör þróun, tækni, breyttir hættir í ut- anríkEviðskiptuni þjóða í milli, hafa skapað ný viðhorf, innanlands sem utan, sem gert hafa það nauðsynlegt að stofna til samtaka, ekki aðeins sam- taka vinnuveitenda í sambandi við sérsvið þeirra, heldur einnig launþega, sem leitast við að gæta hagsmuna sinna gagnvart vinnuveitendunum og samtökum þeirra. Öllum þykir þetta sjálfsögð þró- un, og býst ég við, að þeir séu fáir, sem mundu vilja hverfa til hins garnla forms, og enda þótt svo væri, er enginn grundvöllur fyrir slíkt, En sam- takaþróunin hefur átt sér stað á fleiri sviðum eu hinu félagslega. Eðli samtakanna er mismunandi, og hafa þau þar af leiðandi oft óskildan tiigang. Sumir bindast samtökum til að sjá sér sem bezt farborða í samkeppni og átökum hér innanlands, og aðrir hafa bundizt samtökum til þess að ná sem beztum árangri erlendis, þ. e. a. s. á erlendum mörkuðum. Þjóðfélagslega séð má segja, að samtök, sem mynduð eru í þeim einum tilgangi að skapa óeðli- lega gróðamöguleika örfárra framleiðenda og selj- enda á innlendum markaði, geti orkað tvímælis. Megimnarkmið frjálsra viðskipta er að fyrirbyggja, að mynduð séu slík samtök, sem tekst að ná óeðli- lega miklum ágóða vegna sölu til neytenda innan- lands. Hins vegar eru hagsmunir okkar íslendinga gagnstæðir þessar meginreglu, jicgar um er að ræða sölu íslenzkra afurða á erlendum mörkuðum. Þá hljótum við að hafa það að meginmarkmiði að geta selt afurðirnar við sem hæstu verði, — með sem mestum ágóða. í samræmi við þá þróun, sem átt hefur sér stað á þeim mörkuðum, þar sem við íslendingar höfuni þurft að selja okkar afurðir, hafa verið mynduð hér á landi útflutningssamtök, ýmist frjáls eða Iög- bundili. Við, sem aðhyllumst sem frjálsust viðskipti, hljót- um að viðurkenna, að æskilegt sé að samtök sem þessi, séu sem frjálsust, og ekki bundin með lands- lögum, þannig að einstakir framleiðendur eigi nokk- urt valfrelsi um. hverjir selja þeirra afurðir. Aður en ég sný mér nánar að því að rekja nokk- uð þróun þá, sem átt hefur sér stað í sambandi við sölu og dreifingu hraðfrystra fiskafurða á erlendum mörkuðum, vil ég rétt aðeins minnast á það, sem ég sagði í upphafi máls míns um þróun seinni tíma varðandi samtök, samsteypur eða svokallaða „hringa“. 12 F U •! A I, S VRRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.