Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 4

Frjáls verslun - 01.07.1961, Page 4
í flokk með náttúrlega vernduðum vöruni setti nefndin nokkrar iðngreinar, sem hún taldi óyggj- andi vegna reynslu eða upplýsinga, sem fyrir lágu, að gætu staðizt erlenda samkeppni án nokkurrar verndar Má t. d. ncfna hampiðju, framleiðslu fisk- umbúða og áburð. Einnig setti liún málmiðnaðinn, sem að mestu vinnur að viðgerðum og uppsetningu í þennan flokk, svo og þann hluta trésmíðinnar, scm ekki framleiðir standard vörur heldur, t. d. innréttingar eftir pöntun. í síðari flokkinn eru svo settar allar iðnaðar- greinar, sem njóta verndar af tollum eða höftum. Þetta þýðir þó ekki, að nefndin t.eldi þessar greinar allar ósamkeppnishæfar án tolla. Ýmsar þeirra eru vafalaust færar um að standast erlenda samkeppni, eins og ég mun víkja að síðar. En það ætti að vera kostur við þessa skiptingu, að með henni er ekki verið að gera of lítið úr þeim hluta iðnaðarins, sem þarf á vernd að halda. Niðurstaða þessara athugana var sú, að í flokkinn náttúrlega verndaður iðnaður og iðnaður, sem ekki þarf á vernd að halda, komu iðnfyrirtæki með 6.301 starfsinann eða 60,2% af heildarfjöldanum, en í flokk verndaðra iðnaðargreina komu fyrirtæki með 4,173 starfsmenn eða 39,8% af heildinni. Það kom með öðrum orðum í ljós, að aðeins 40% iðnaðarins er á nokkurn hátt háður vernd tolla eða hafta. í þessum flokki eru svo áreiðanlega mörg fyrirtæki, sem gætu staðizt samkeppni að meira eða minna leyti, þótt tollverndin félli niður. Skipting á kyn sýnir einnig þá athyglisverðu niðurstöðu, að í þeim iðnaðargreinum, sem ekki þurfa á vernd að halda, eru 84, 2% starfsfólksins karlmenn og 15,8% konur, en í hinum vernduðu greinum er fjöldi karla að- eins 39,2%, en kvenna 60,8%. Nú er rétt að taka það fram, að grundvöllur þessara talna er ekki eins traustur og æskilegt væri. Engu að síður tel ég, að þær gefi nokkuð rétta mynd af aðalatriðum málsins, en samkvæmt þeim virðist hinn verndaði iðnaður ekki vera nærri því eins mikill hluti af starfandi fólki á íslandi eins og oft hefur verið álitið. Við þetta bætist svo, að hinar vernduðu iðnaðargreinar nota áreiðanlega meira af lausu eða tiltiilulega hreyfanlegu vinnuafli hcldur eu þær, sem ekki þurfa á vernd að halda, svo sem sjá má af hinu háa hlutfalli kvenfólks, sem starfandi er í þessum iðnaðargreinum. Fjöldi karla á aldrinum 18 til 50 ára í hinum vernduðu iðnaðargreinum var aðeins 1.195 eða aðeins 11% af heildarfjölda starfs- fólks í iðnaði. Af þessu má meðal annars draga tvær niðurstöður, sem máli skipta: 1) Það er augljóst, að vernd innlends iðnaðar hefur ekki átt verulegan þátt í ])ví að draga vinnu- afl frá sjávarútveginum og þá allra sízt frá útgerð- inni sjálfri. .2) í öðru lagi er augljóst, að starfsmannafjöldi í hinum vernduðu iðnaðargreinum og samsetning vinnuaflsins er þannig, að afnám tollverndar í sam- bandi við þátttöku í frívcrzlun ætti ekki að þurfa að skapa geysistórt vandamál. Áhrif gengisins á aðstöðu iðnaðarins Ég kem þá að meginþættinum í upplýsinga- söfnun nefndarinnar. Til þess að fá hugmynd um samkcppnishæfni iðnaðarins, gjaldeyrissparnað o. fl. ákvað nefndin að reyna að safna upplýsingum frá allinörgunr fyrirtækjum um framleiðslukostnað þeirra og skiptingu hans. Valdi nefndin úrtak, sem var miðað við það að fá sem bezta heildarmynd með því að taka iðnað af ýnrsu tagi. Skýrslusöfnun þessi gekk óneitanlega mjög erfiðlega' og kostaði mikla fyrirhöfn og eftirrekstur. Engu að síður tókst að lokum að fá tölur frá allmörgunr fyrirtækjum, sem ég tel að gefi nokkuð sæmilega hugmynd unr mikilvægustu greinar iðnaðarins hér á landi. Það, senr út úr þessum skýrslum konr, voru í raun og veru útreikningar á framleiðslukostnaði ýmissa mikilvægra iðnaðarvara, þar senr kostnaðinunr var skipt í erlendan kostnað, vinnuafl o. s. frv. Enn fremur fengust upplýsingar urn fjármagn, sem bund- ið var í húsum og franrleiðslutækjum. Á grundvelli þessara upplýsinga var svo hægt að gera ýmsa aðra útreikninga, svo scm frandeiðsluverðmæti á vinnueiningu, gjaldeyrissparnað, tollvernd og áhrif gengisskráningar á afkornu fyrirtækja. Skal ég nú rekja nokkrar af þeim niðurstöðum, sem nefndin komst að á grundvelli þessara upplýsinga. Eitt hið fyrsta, sem nefndin kannaði, voru áhrif gengisins á afkomu iðnaðarins. Þær skýrslur, sem nefndin byggði á, voru miðaðar við 55% yfir- færslugjald, sem þá gilti, en það samsvaraði geng- inu 25 krónur á dollar. Nú er augljóst, að hið óeðlilega lága gengi á erlendum gjaldeyri, sem ríkj- andi var, hlaut að gera samkeppnisaðstöðu iðnað- arins mun verri en ella, þar sem innlendur tilkostn- aður var tiltölulega hár miðað við verðlag hinnar innfluttu vöru, sem við var keppt. Gerði nefndin nokkra útreikninga fyrir ríkisstjórnina, er sýndu, hver áhrif mismunandi gengi hafði á samkeppnis- aðstöðu iðnaðarins. Til þess að sýna þessi áhrif reiknaði nefndin lit það, sem hún kallaði sam- keppnisvisitölur fyrir hverja einstaka vörutegund, sem hún hafði útrcikninga á. Samkeppnisvísitölurnar eru fundnar þannig: Upp í heildsöluverð hinnar íslenzku framleiðsluvöru er deilt með heildsöluverði sambærilegrar erlendrar vöru, sem hér er á markaðnum. Þetta hlutfall er síðan margfaldað með 100. Þessi vísitala er fyrir neðan hundrað, þegar íslenzka varan er ódýrari en sú erlenda, en yfir 100, þegar sú erlenda er ódýrari. 4 FH.1A LS VE RZLU N

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.