Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 15

Frjáls verslun - 01.07.1961, Side 15
ingssamsteypur. Meðal þeirra má nefna Cement Makers’ Federation, en frá Englandi fluttu íslend- ingar um tírna mjög mikið af sementi. Leathcr Industries Corporation Ltd., British Kipper Ex- porters Ltd., Unilever og Imperial Chemical Ind- ustries, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þýzkaland Þar má t. d. ncfna Stahlswerksverband, A. G. og Deutscher Fischkonserven Fabrikken G. m. b. H., en þau samtök flytja út eitthvað um 30% af allri síld og makríl. Noregur Þar má t. d. nefna Norges Hvalfangst forbund, en í því eru allir, sem stunda hvalveiðar í Suður- höfum, Sildermelutvalget og Fiskerutvalget. Enn- fremur Norges Sildesalgslag og Norsk Frosen Fisk A. L., en það var stofnað árið 1946. í því eru 63 meðlimir, sem framleiða og selja frosinn fisk og starfrækja eigin skrifstofur og verksmiðjur í ýms- um löndum. Þetta fyrirtæki á einnig eigin kæliskip. Það selur vöru sína undir merkinu Frionor, sein er orðið þekkt um Vestur-Evrópu og N.-Ameríku. Norðmenn selja megnið af sínum hraðfrysta fiski gegnum ein sölusamtök, en að þeim samtökum standa fyrirtækin Norsk Frosen Fisk A/L í Osló, Norsk Frosen Sild í Álaborg og Norsal A/L í Ála- sundi. Þessi þrjú fyrirtæki hafa með sér ein sölu- samtök, sem annast sölu á afurðum norskra fram- leiðenda hraðfrysts fisks. Auk þess hefur fyrirtækið Findus komið sér upp hraðfrystihúsi í Noregi og selur ]iar ásamt sænska Findus og Marabou sam- eiginlega afurðir þessara þriggja fyrirtækja og einn- ig eins dansks fyrirtækis. í Englandi selja t. d. 22 fyrirtæki hraðfrystan fisk. Þar á meðal eru Dan- mark (Danish Frosted Foods Ltd.), Frionor, norska fyrirtækið, Icelandic (Frozen Food Ltd.), þ. e. ís- lenzka fyrirtækið, svo og Findus, sem starfar í sam- bandi við Manuels Frosted Foods Ltd., og sænska fvrirtækið Felix, sem starfar einnig í sambandi við brezka aðila. Að öðru leyti ráða yfir markaðnum sterk, brezk fyrirtæki, sem eiga bæði fiskiskip, vinnslustöðvar, dreifingartæki og verzlanir víðs vegar um England, eins og t. d. fyrirtækin Ross, Eskimo, Birds Eye og fleiri. Að þessum brezku fyrirtækjum standa stórir og mjög voldugir auð- hringar. Þrátt fyrir það, hafa bæði Danir, Norð- menn og íslendingar ráðizt í það að koma sér upp sínum eigin fyrirtækjum og leitazt við að selja sínar eigin afurðir undir eigin merkjum. Hafa framleið- endur talið sér það hagkvæmt, þegar til lengdar léti. Af skýrslum, sem tekizt hefur að afla frá þess- um norrænu fyrirtækjum, cr greinilegt, að framleið- endur bæði í Noregi og Danmörku telja sér hag í því að hafa samtök um söluna. Norðmenn hafa gert sér þetta Ijóst frá upphafi, cins og íslendingar, en Danir crn nú fyrst að sjá það. í útdrætti úr skýrslu um rekstrarárangur hjá Norsk Frozen Fisk A/L fyrir árið 1959—’60 kemur fram, að reynslan af skipulagningu sölu- og dreit'- ingarkerfisins í liöndum þeirra sjálfra hafi sýnt, að þar sem Frionor og eigin fyrirtæki hafa sjálf hönd í bagga mcð dreifingu hafi náðst tryggustu mark- aðsaðstæðurnar, bæði hvað snertir verð og sölu- magn. Er það í samræmi við reynslu S. H. Stjórn Frionor lætur það álit einróma í ljós, að slík eigin uppbygging verði að halda áfram. 5. Að selja sjólfir er þjóðernisleg skylda Tilgangur þessa fundar var sá, að ræða útflutn- ing á hraðfrystum fiski á breiðum grundvelli. Af þeim ástæðum var mér kleift að verða við þeim tilmælum af hálfu forráðamanna S. H. að taka þátt í þeini sem frummælandi og umræðuaðili, þótt ég liafi ekki unnið þar nema skamman tíma. t fyrri störfuin mínum átti ég þess kost að kynnast allvel markaðs- og dreifingarmálum Vestur-Evrópu og ýmsum forystumönnum á því sviði, bæði evrópsk- um og bandarískum. Störfuðu þeir ýmist á veg- um Framleiðniráðs Evrópu eða hjá samtökum iðn- rekenda og kaupsýslumanna í löndum Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu. Eitt aðalstarf þessara manna var að stuðla að auknum framförum í dreif- ingu matvæla, þar á meðal fisks. Starfsemi þeirra hefur borið allgóðan árangur, eins og bezt sést á hinuin nýju, nýtízkulegu sjálfsafgreiðsluverzlunum, sem risið hafa upp í Vestur-Evrópu á undanförnuni 7—8 árum. Einn þessara manna var Daninn Oiva Rydeng, en hann var aðstoðarframkvæmdastjóri í Framleiðniráði Evrópu í mörg ár. Eftir að hann liætti að starfa hjá EPA fór hann aftur heim til Danmcrkur til að vinna að markaðsmálum Dana. Skrifaði hann mikinn fjölda greina um markaðs- málin og þá þróun, sem framundan var, og lagði hann Dönum til mörg góð ráð á grundvelli þeirrar þekkingar, sem hann hafði fengið sem starfsmaður EPA. í grein, sem hann skrifar í blaðið Ingeniörens Ugeblad hinn 1. ágúst 1959, segir hann m. a.: „Áður fyrr gat maður að mestu litið svo á, að •w FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.