Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.1961, Blaðsíða 30
Ég liefði getað faðmað stúlkuna fyrir kvikindis- háttinn. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir svona hugarfari. Einhver hefði látið Bogesen róla í hennar sporum. Einhver hefði sagt sem svo að ekki þýddi mikið að púkka upp á Bogesen. Ég var þakklátari en orð fá lýst, og síðan þetta gerðist hefur mér alltaf verið vel til Kínverja og hjálpað þeim eftir föngum þegar þeir hafa slæðzt til Islands, þó að ég hafi stundum lijálpað Japönum í mis- gripum. Ég kom síðasta boðskortinu frá mér á hádegi. Eg, Bogesen, fór þess á leit við móttakanda bréf- spjaldsins að hann léti svo lítið að skjótast til mín í kokteilveizlu sem ég héldi til heiðurs góðvini min- um Sir Gordon Fritz-Patrick að herbergi mínu í Hótel Imperíal samdægurs klukkan fimm til sjö. Ég sírnaði eftir kokteilunum, þjónunum og brauð- ögnunum, pressaði buxurnar mínar, hafði sokka- skipti og sneri mér að Lúlla G. Kínverska stúlkan hringdi klukkan þrjú og sagðist vera búin að finna Jóhönnu og að allt væri í stakasta lagi. Það var mikill léttir. Leitarmenn kínversku stúlkunnar höfðu fundið Jóhönnu grátandi niðri á járnbrautastöð með kofortið á bakinu, og þegar þeir leituðu á henni, þá var veskið í svuntuvasa hennar. Það var mikill léttir. Iíálftíma seinna stóð hún u])pi á her- bergi, og þegar hún var búin að kasta mæðinni af því lyftan var því miður enn úti á verkstæði, þá vissi ég ekki fvrri til en hún hljón unn um hálsinn á mér og byriaði að þakka guði fvrir að eiga svona manneskjulegan mann. „Það kvað nú nokkuð við annan tón í bréfinu þínu,“ segi ég heldur þurrlega. „En elsku hiartans Bogesen minn,“ segir Jóhanna. „þá var ég ekki búin að sjá veslings stúlkuna.“ „Veslings stúlkuna?“ segi ég og hugsa til fæð- ingarblettsins. „Hvað meinarðu með veslings stúlk- una, Jóhanna?“ „Hvernig átti ég að vita að hún væri svonn skín- andi fátæk?“ segir Jóhanna. „Skínandi fátæk?“ ét ég enn eftir. „TTvað mein- arðu með skínandi fátæk, Jóhanna?“ „Nú, en útgangurinn, maður,“ segir Jóhanna, „og trúði mér þó fyrir því, blessaður þurfalingurinn, að hún væri í sparifötunum. Nei, ef fólkið í Kína þarf að ganga svona til fara eins og það þurfi út í kálgarð á hverri stundu, ]>á er það sannarlcga ekki ofhaldið af því þó að mann drevmi það svolítið huggulega." Mér datt í hug að Jóhanna væri búin að fá sól- sting cða eitthvað, því að það er mikill munur á sólskininu í Skagafirði og Sviss. Svo datt mér í hug að kínverska stúlkan hefði verið að gabba Jóhönnu, því að hún var búin að sýna mér hvað hún kunni í diplómatí. En þegar hún kemur í kokteilveizluna, þá er þetta dagsatt sem ég stend hérna. Ég sárvorkenndi henni. Hún var í bláum verkamannagalla eins og þeir ganga í á Eyrina og með húfu úr sama efni og í gúmmísóluðum stíg- vélum. Eina skrautið sem hún bar var stjarna fram- an í húfunni, og ég er viss um að hún hefur verið úr pjátri. Seinna frétti ég að þetta væri þjóðbún- ingur Kínverja síðan Maó sparkaði Sjang út í Formósu, en ég hef ekkert verið að hlaupa með það til Jóhönnu. Hún er viss með að halda að þetta með framhjáhaldið hafi þá verið satt eftir allt saman, og ég hafi orðið svona hrifinn af þjóð- búningnum. Þá væri eftir henni að byrja að dubba sig upp í nankinsbuxur á sunnudögum til þess að þóknast mér, og nóg er nú samt þegar hún skautar. Fritz-Patrick kom klukkan hálf sex og við byrj- uðum að sleikja hvor annan upp í votta viðurvist. Ég sagði honum hvað mér þætti ósegjanlega gaman að sjá hann, kæri vinur, og hann sagðist sjaldan eða aldrei hafa orðið glaðari, dear Sir, en Jiegar hann fékk boðskortið. Við töluðum um veðrið að diplómatiskum sið og löptum viský eins 02 fínir menn og reyktum Corona-Corona-Corona-Corona, stærri tegundina. Það hlakkaði í mér görnin. Ég þóttist vita að hann væri búiiín að panta handa mér kokteilveizlu daginn eftir með að minnsta kosti eins möraum þjónum og ég splæsti á hann, og ég var að hugsa hvernig unnlitið yrði á honum þegar hann frétti að ég hefði farið með morgun- lestinni, þegar hann tróð einglyrninu í augað á sér, brosti hæðnisleaa og sagði: „Kæri Bogesen, ég ætla auðvitað að halda smá kokteilveizlu til heiðurs yður strax á morgun. Ekki vænt.i ég þér gætuð komið klukkan fimm í fyrramálið?" Svínið! Það var ekki nóg með að hann væri niósnari: hann hafði augsýnilega niósnara á hverj- um fingri. Honum hafði borizt njósn um ráðagerð mína, og hvernig ég ætlaði að hunza kokteilveizl- una hans og koma því orði á að hann væri nánös sem ekki tímdi að halda skylduveizlur heldur skvti sér undan því með því að bíða þangað til heiðursgesturinn væri farinn úr bænum. Ég ætla ekki að lýsa sálarástandi mínu næstu mínúturnar. Mig sundlaði. Fólkið sem næst okkur stóð skaut upp augabrúnnnum hvert í kapp við 30 FIÍ.TÁI.S VERZPXTN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.