Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Síða 2

Frjáls verslun - 01.12.1963, Síða 2
Agnar Kl. Jónsson, ráðmieytisstióri: Utanríkismál íslands 1918-1940 Fyrir 1918 töldust íslendingar hafa sameiginleg utanríkismál með Dönum, en þegar sambandslög- in gengu í gildi hinn 1. desember 1918 varð á þessu gagngerð breyting. I 1. mgr. 7. gr. sbl. segir svo: „Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði þess.“ Með þessu ákvæði var því slegið föstu og það í fyrsta skipti viðurkennt, að íslendingar hefðu sín eigin utanríkismál, en sú takmörkun var á þessu gerð, að Danir skyldu fara með þessi mál í umboði íslands. Gert var ráð fyrir, að þessi skipan myndi haldast svo sem næstu tutlugu og fimm ár, eða þann tíma sem sbl. var ætlað að gilda skv. 18. grein þeirra, en á þessu varð snögg og óvænt stöðvun vorið 1940, er Danmörk var hertekin af Þjóðverj- um á fyrsta ári heimsstyrjaldarinnar síðari og þar með öll tengsl milli íslenzku stjórnarinnar og þeirr- ar dönsku rofin. íslenzka stjórnin gat því ekki kom- ið fyrirmælum til dönsku stjórnarinnar um utan- ríkismálin og Danir voru hindraðir af hernáms- stjórninni að fara með utanríldsmálin fyrir íslend- inga. Alþingi tók þá skjótt til sinna ráða og sam- þykkti hinn 10. apríl, eða daginn eftir hernámið, þingsályktunartillögu um, að ísland skyldi að svo stöddu taka meðferð utanríkismálanna í sínar hendur. Þótt ætlunin væri sú, að láta þetta bráða- birgðaástand gilda til stríðsloka, fór svo, eins og alkunnugt er, að íslendingar hafa upp frá þessu sjálfir gætt hagsmuna sinna á erlendum vettvangi, en afskiptum Dana af utanríkismálum íslands var þar með endanlega lokið. Það er ætlunin í þessu erindi að gera stuttlega grein fyrir skipan utanríkismálanna á þessu tíma- bili, 1918—1940, er Danir fóru með þau í umboði íslands samkvæmt ákvæðum sambandslaganna. Yfirstjóm utanríkismála í höndum íslendinga Fyrst eftir að sambandslögin gengu í gildi var því stundum haldið fram, að utanríkismálin væru sam- eiginleg með Islendingum og Dönum, en svo var vitanlega ekki. Fyrst og fremst sýnir orðalag 1. mgr. 7. gr laganna það ljóslega, því eigi hefði þurft að veita Danmörku umboð til þess að fara með sam- eiginleg mál, en auk þess er sérstaklega tekið fram í 4. ingr. þessarar sömu greinar, að samningar sem Danmörk gerir eftir 1. desember 1918 séu Islandi óviðkomandi og skuldbindi það ekki nema sam- þykki islenzkra stjórnarvalda komi til. Hér var því aðeins um framkvæmd tiltekinna mála að ræða fyrir hönd annars aðila, svo sem og var í upphafi um fleiri málefni, t. d. gæzlu landhelginnar, sem dönsk varðskip önnuðust fyrst í stað þar til ís- lendingar lýstu því yfir, að nú tækju þeir þessi mál í eigin hendur. Það ríkið, sem fer með mál hins, er umboðsmaður þess, en mál umboðsmanns og umbjóðanda verða að sjálfsögðu ekki sammál þeirra þótt sömu tegundar sé. Milli ríkisstjórna Íslendinga og Dana var þó enginn ágreiningur um þetta atriði og kom það glöggt í ljós þegar í upp- hafi eins og sjá mátti af því, að Danmörk gerðist aðili að Þjóðabandalaginu í Genf, en ísland átti aldrei aðild að því bandalagi. Ilitt var svo annað mál að þetta ákvæði sambandslaga.nna takmarkaði nokkuð athafnafrelsi íslendinga á sviði utanríkis- málanna, en á þessu voru þó gerðar þýðingarmiklar undanþágur, eins og ég mun nánar víkja að hér á eftir. Yfirstjórn utanríkismálanna var því alveg tví- mælalaust hjá Islendingum sjálfum og Danir gátu þar engu ráðið. Illutverk þeirra var eingöngu að framfylgja þeim fyrirmælum eða óskum, sem ts- lendingar fólu eða báðu þá um fyrir sína hönd að koma á framfæri gagnvart öðrum þjóðum. Ef t. d. um íslenzkar athafnir eða lagaákvæði var að ræða sem snertu ákveðna stefnu í utanríkismálum þjóð- arinnar bar íslenzku ríkisstjórninni að senda dönsku stjórninni fyrirmæli og upplýsingar um slíkt og 2 I'HJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.