Frjáls verslun - 01.12.1963, Blaðsíða 7
árlega um skeið til þess að semja um verzlunarvið-
skipti. Allt var þetta gert í góðri samvinnu við
utanríkisstjórn Dana, sem greiddi fyrir sendimönn-
unum ef þess var óskað. Hcr var um störf að ræða,
sem voru mjög þýðingarmikil fyrir ísland, og fram-
kvæmd þeirra sýndi, að það var engum vandkvæð-
um bundið fyrir Islendinga að gegna sjálfir þess-
um erindisrekstri, heldur þvert á móti.
Það liggur í hlutarins eðli að Danir gátu ekki
gætt hagsmuna íslands gagnvart sjálfum sér. Þess-
vegna var svohljóðandi ákvæði sett í 15. grein
sambandslaganna: „Hvort land fyrir sig ákveður
hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli
nánar gætt í hinu landinu.“
Sendiherraskipti við Danmörku
í framkvæmd varð þetta svo, að þegar árið 1919
ákvað ríkisstjórn Danmerkur að senda stjórnarfull-
trúa til íslands, og var svo ákveðið, að hann skyldi
bera sama embættisheiti og framkvæma sams konar
störf og diplómatískum stjórnarfulltrúum er ætlað
samkvæmt þjóðarétti, en eins og orðalag 15. grein-
ar sýnir var hvoru ríki um sig alveg í sjálfsvald
sett hvernig það vildi skipa þessum málum. Þessi
skipun var þó af Dana hálfu að nokkru leyti frá-
brugðin venjulegri skipun útsendra diplómatískra
fulltrúa. Það mun hafa verið gert vegna þess, að
þjóðhöfðinginn var sá sami í báðum ríkjum og því
ekki þótt rétt að fylgja almennu þjóðréttarreglunni,
að þjóðhöfðingi sendiríkis skipi sendiherrann hjá
þjóðhöfðingja viðtökuríkis. Það var danski forsætis-
ráðherrann sem tilkynnti íslenzku stjórninni, að
fyrsti sendiherrann, J. E. Böggild, sem raunar var
af íslenzkum ættum, væri skipaður „den danske
regerings repræsentant pá ísland ined stilling som
overordnet og befuldmægtige minister hos den is-
landske regering.“ Samkvæmt þeirri venju, sem
fylgt er í alþjóðaviðskiptum mundi þessi titill rétti-
lega hafa átt að vera orðaður á dönsku „ovef-
ordentlig gesaiult og befuldmægtiget minister“.
Þessi 1 ítilfjörlegi orðamunur hafði þó engin áhrif á
stöðu sendiherrans. Hér var litið á hann sem dipló-
matískan fulltrúa sinnar þjóðar með öllum réttind-
um og skyldum sem slíku fylgja að þjóðarétti. Þessi
orðamunur var leiðréttur þegar Danir skipuðu sinn
næsta sendiherra 1923.
Eins og kunnugt er var einnig nf íslands hálfu
skípaður sendiherra í Danmörku og valdist til þess
Svcinn Björnsson, eins og áður er getið. Konungur
íslands skipaði hann í cmbættið og forsætisráðherra
skrifaði með honum undir skipunarskjalið og var
þar viðhöfð nákvæmlega sama aðferð og tíðkaðist
um íslenzkar embættisskipanir, sem konungsveit-
ing var fyrir. Hinsvegar var umboðsskjalið, eða
trúnaðarbréfið, eins og það er nú nefnt, gefið út af
forsætisráðherra Islands til utanríkisráðherra Dan-
merkur. í skjalinu var tekið fram, að sendiherrann
hafi verið skipaður fulltrúi íslenzku ríkisstjórnar-
innar í Danmörku með fullu sendiherraumboði. Af
íslands hálfu var lögð áherzla á, að sendiherrann
hefði í orði og reynd öll sömu réttindi sem sendi-
herrar annarra ríkja í Danmörku, og svo varð
einnig um öll störf hans, réttindi og skyldur, en
ekki gekk það alveg orðalaust að koma þessu í gegn.
Þá er þess enn að geta, að í athugasemdunum
að sambandslagauppkastinu hafa samningsnefnd-
irnar báðar tekið fram, að til þess, að ákvæðin í
7. grein um gæzlu Dana á utanríkismálum íslands
geti komizt í fulla framkvæmd, sé þess að vænta,
að íslendingar frekar en verið hafi að undanförnu,
sæki um og fái stöður í utanríkisráðuneytinu danska
til þess að afla sér þeirrar fullkomnunar, sem þörf
er á. Úr þessu varð líka, því á því tímabili, sem
hér er um að ræða, gerðust fimm ungir íslendingar,
allir lögfræðingar að menntun, starfsmenn utan-
ríkisþjónustunnar og gengu þeir síðar allir í utan-
ríkisþjónustu íslenzka ríkisins þegar tímabært var.
Hér hefur þá verið lýst nokkuð þeim ákvæðum
sambandslaganna sem fjölluðu um gæzlu íslenzkra
utanríkismála frá því að sambandslögin tóku gildi
og þar til íslendingar tóku þessi mál í eigin hend-
ur vorið 1940. Danir voru í hópi þeirra Evrópu-
þjóða sem einna fyrstar tóku upp diplómatísk sam-
skipti við aðrar þjóðir. Utanríkisþjónusta þeirra
stóð því á gömlum og traustum merg, þeir höfðu
öðlazt mikla reynslu í meðferð utanríkismála og
áttu um þesar mundir ágætu starfsliði á að skipa.
Að heimsstyrjöldinni lokinni skipuðu þeir nefnd
til þess gð gera tillögur um brcytingar á öllu
skipulaginu til þess að utanríkisþjónustan gæti sem
bezt svarað kröfum tímans og leyst þau verkefni
af hendi sem breytt viðhorf í heiminum á eftirstríðs-
árunum höfðu skapað. Tillögur nefndarinnar, sem
voru mjög til bóta, einkum á sviði verzlunarvið-
skipta komu til framkvæmda á næstu árum. í ut-
anríkisþjónustu Dana störfuðu um þessar mundir
á annað hundrað diplómata. Danir höfðu diplómat-
ískt samband við 40—50 ríki og alls um 400 ræðis-
mannsskrifstofur um allan heim. Allt þetta starfs-
lið með góðri þjálfun og mjkilji reynslu var nú
FRJÁLS VERZLUN
7