Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 12
nota þeir hann 1 súpu, „baaccalá-súpu“, búa hana til úr sporði og uggum og öðru, sem ekki er hægt að eta öðruvísi, en er ágætt í súpu, þeir eta mikið af brauði með og þetta bragðast prýðilega. Saltfisksúpa prýðismatur — Er saltfiskur ætíð á boðstólum í veitingahús- um víðast á Spáni? — Já, ég held það sé ekki til hótel eða veitinga- stofa, að ekki sé liægt að fá þar saltfiskmáltíð, það líður ekki sá dagur, að ekki komi einhverjir, sem biðja um „baccalá“, en svo kalla bæði ítalir og aðrar rómanskar þjóðir saltfiskinn. Og til að gefa hugmynd um verðið í samanburði við aðra rétti, segjum að máltíð af saltfiski kosti 35 peseta, þá er kjötréttur um 50 peseta, cn nýr fiskur þaðan af dýrari. — En eru Suðurlandibúar ekki gefnir fyrir síld? — Nei, þeir kunna ekki að matreiða hana. Aft- ur á móti eru þeir gráðugir í allan skelfisk, ostrur og kúskeljar, einnig rækjur, krabba og humar, og það eru mjög dýrar matartegundir þar. Annars borða þeír bæði kjöt og fisk að því leyti öðruvísi en við, að þeir nota svo mikið af brauði með. Það er einkenni allra þjóðanna við Miðjarðarhafið, og einkum gerir efnaminna fólk meira af því til að drýgja matinn með, því að brauð er vita.skuld miklu ódýrara. Brauð er þeirra aðalfæða, og til að auka bragðið að því, eta þeir mjög oft bragð- sterkar súpur með brauði. Yfirleitt er bragðsterkari matur í löndunum þar syðra. Mér finnst t. d. fisk- ur þar oft betri af því að það er meira sjávarbragð af honum þar. Okkur hér heima hættir við að of- sjóða allan mat og þá t. d. fiskinn þangað til farið er af honum hið góða sjávarbragð og næringarrík- asta. Við ofsjóðum og ofsteikjum, sjóðum allan safa úr öllum mat, og meira að segja eigum við til að fleygja því bezta af matnum. Með vörubílum trá Bilbao — Hvað um útflutningsmagn saltfisks til Spánar og dreifingu þar? — Miðstöð saltfiskverzlunar og verkunar er á Norður-Spáni, og þar er ég staðsettur, í borginni Bilbao. Spánverjar hafa byggt allar sínar þurrk- unarstöðvar nyrzt í landinu og þar er svo fiskur- inn geymdur í frystihúsum, en eftir þörfum ekið í vörubílum og dreift út um landið. Það reynist bezt að flytja fiskinn í vörubílum, þannig verður harin fyrir minna hnjaski og kemst fyrr í ákvörð- unarstað en með járnbrautarlest, og er ódýrari flutningur. Útflutningsmagnið á saltfiski hefur ckki komizt upp í það, sem var fyrir borgarastyrjöldina og auk þess verðmætið miklu minna, af því sem ég áður sagði, að Spánverjar eru hættir að kaupa salt.fiskinn fullverkaðan og þurrkaðan af okkur. Samt er það álitlegt rnagn, sem þangað flyzt, svona sex til átta þúsund tonn á ári. — Var ekki sólþurrkaður saltfiskur eftirsóttastur hér áður fyrr? — Jú, ekki er því að neita. Það var gerður grein- armunur á sólþurrkuðum og húsþurrkuðum saltfiski. En eftir að við sáum okkur meiri hag í að hús- þurrka fiskinn, reyndum við að eyða þessu, urð- um að gera það, enda þótt lieldur hærra verð feng- ist fyrir þann sólþurrkaða. Og þar syðra er hús- þurrkun ráðandi. Þetta með muninn er svona sviji- að og með línufisk og netafisk. Flcstir sækjast fremur eftir línufiski, en við segjum, að það skijil i ekki máli, hvernig fiskurinn sé veiddur, heldur skipti verkun og geymsla öllu máli. Samt er sú víst raunin, að línufiskurinn sé alltaf öruggari mark- aðsvara. — Mundi ckki vera heppilegt að taka upp frjáls- an útflutning á fiski héðan? — Mér dettur í hug í sambandi við þetta, að eftir stríð var aðeins einn aðili á Spáni, innkaupa- samband, sem annaðist öll fiskkaup til landsins. Það var ólikt fyrirhafnarminna fvrir okkur, sem erum að róa þarna einir á báti, eins og segja má um okkur IJálfdán hvorn í sínu landi. En nú fyrir tveim árum var þetta gefið frjálst á Spáni. Þó eru þarna á Norður-Spáni tvær stórar innkaupa- samsteypur, í Bilbao og Barcelona. En hvað þess- ari spurningu viðvíkur, er máske ekki hægt um svar fyrir mig, þar sem ég vinn hjá fisksölusam- lagi sjálfur. En burtséð frá mínum eiginhagsmun- um verð ég að segja það, að ég er þeirrar skoðunar, að það muni affarasælast fyrir íslendinga að standa saman um útflutninginn. Því var Sölusambandið stofnað árið 1032, að hjá íslenzkum útflytjendum var hver höndin upp á móti annarri á markaðnum þar syðra. Buðu liver annan niður og enginn græddi á þessu nema kaupendurnir, sem bara hlógu að innbyrðis samkeppni okkiir. Þeir fengu fiskinn fyr- ir miklu lægra verð en annars hefði verið liægt að fá, ef þarlendir tóku fiskinn í umboðssölu. Lélu þeir okkur fá fyrir hann það sem þeim sýndist. Þetta ástand var orðið svo gjörsamlega óviðunandi og því var fisksölusamlag okkar stofnað. Og mér 12 FIÍJÁLS VEIIZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.