Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.12.1963, Qupperneq 17
Konur í síldarvinnu inn eftir Tómas Guðmundsson skáld, en frumsamd- ar ritsmíðar fyrir bókina eru eftir tvo vini Gunn- laugs, þá Eggei’t Stefánsson söngvara og rithöfund og Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Það varð skammt á milli þeirra vina, Eggert lézt nokkrum mánuðum síðar en Gunnlaugur. Þeir þekktust vel og lengi, fóru ungir utan og urðu einna mest.ir heimsborgarar íslenzkra listamanna, en aldrei fengu Jieir sig til að kveðja ísland að fullu, þeir gátu ekki án þess lifað, svo sem verk þeirra bera ljós- asta vottinn um. Eggert hefur að einkunnarorðum ritgcrðar sinnar upphafslínurnar úr Gunnarshólma: „Skein yfir landi sól á sumarvegi", og það er ekki tilviljun, því honum kom alltaf Jónas Hallgrímsson í hug, er hann kom inn í vinnustofu Gunnlaugs og fann skyldleikann í list þeirra. Margrómaðar eru mannamyndir Gunnlaugs, en hann var ekki við þá einu fjöl felldur. Undurfagr- ar eru fjölmargar sumarmyndir úr íslenzku lands- lagi, og þá ekki síður myndir hans frá sjávarsíð- unni (svo gerólíkar sem þær eru myndunum eftir nafna hans, scm valið hefur sjóinn fyrir sérsvið), og birtast hér nokkur sýnishorn þeirra mvnda lir hinni stórfögru bók. G.B. FiskaðgerS FR.TALS VFRZLTJN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.