Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 20
Otto Schopka, viðskiptaíræðingur:
Kaupþing á íslandi
(Grein sú, sem hér fer ú eftir, er kafli úr prófritgerð Olto
Schopka, viðskiptafjrœðings, um verðbréfaverzlun á Islandi. Rit-
gerð þessi birtist í heilcl sinni í tímaritinu Hagmál, sem gefið
er út af Félagi viðskiptafræðinema við Háskóla Islands.)
H ér á eftir verður nett í meginatriðum um kosti
aukinna verðhréfakau]>a einstaklinga og stofnana.
Um gallana þarf varla að ræða, bæði er, að nokkuð
hefur þegar verið á þá drepið, og eins verður þeirra
síðar getið, þegar tilefni gefst, einkum þar sem
rædd eru skilyrði þess, að einstaklingar og aðrir
festi fé sitt í verðbréfum.
Eins og áður var minnzt á, nemur sparifé lands-
manna nú um hálfum fjórða milljarð króna. Mjög
lítill hluti þessarar upphæðar er þó bundinn, en
úttökubær hvenær sem er, fyrirvaralaust. Trú
manna á framtíðarverðgildi peninganna er því ckki
meiri en svo, að binding sparifjárinnstæðna er alls
ekki talin ráðleg, þrátt fyrir ])að að hærri vextir
eru í boði. Vaxtamunurinn er svo óverulegur, að
fólk er sannfært um, að hann vegur engan veginn
upp þær verðhækkanir, sem gera má ráð fyrir, að
verði í framtíðinni, hvað þá, að nokkuð verði eftir
t.'l greiðslu fyrir það óhagræði sem leiða kann af
innistæðubindingunní. Langmestur hluti sparnaðar
Iand manna er því algerlega óbundinn og til ráð-
stöfunar fyrirvaralaust. Sparifjársöfnun hér á landi
cr að mestu leyti alveg ósamningsbundinn, þ. e.
menn safna sparifé með frjálsum innlögum í banka
cða sparisjóði. Undantekning er þó skyldusparnaður
ungs fólks, en hann mun vera mjög óverulegur og
virðist ekki skipta miklu máli. Samningsbundinn
sparnaður er hins vegar fólginn í greiðslum lil eft-
irlauna- eða lífeyrissjóða, iðgjaldagreiðslum lil l:f-
trygginga, endurgreiðslum lána o. s. frv. Greiðslur
til eftirlauna- og lífeyrissjóða eru þó nú orðnar
rnjög algengar, en þeir ávaxta venjulega fjármagn
sitt með lánum til íbúðahúsabygginga, og njóta
þá þeir, sem greiða til sjóðsins, forgangsréttar við
lánveitingar. Hefur það orðið til þess að gera þátt-
töku í þessum sjóðum mjög eftirsóknarverða. Líf-
tryggingar hafa hins vegar minnkað verulega og
á verðbólgan þar drýgstan hlut að máli, en hún
hefur dregið verulega úr áhuga manna á þessum
tryggingum. Hinn ósamningsbundni sparnaður, í
því fornri, sem liann er nú, er óheppilegur að því
leyti, að hann er háður allmiklum sveiflum, sem
m. a. orsakast af breytingum á tekjum manna og
hugmyndum þeirra og verðlagsþróun í framtíðinni.
Ef hér væri fullkominn verðbréfamarkaður, þar
sem hver sem er gæti selt verðbréf með litlum
fyrirvara, mundi fjármagnið, sem varið hefði verið
til kaupa á verðbréfinu, vera óbundið frá sjónar-
miði einstaklingsins, en bundið frá sjónarmiði þjóð-
félagsins í heild. Þessi tvíþætti eiginleiki verðbréfa
leiðir til þess, að verðbréfakaup eru tvímælalaust
bæði hyggileg og æskileg við viss skilvrði. Og það
eru einmitt þessi skilyrði, sem leitast verður við
að skapa hér á landi.
Meginorsakir þess, hve treglega hefur gengið að
selja verðbréf hér á landi að undanförnu, eru eink-
um tvær. Annars vegar sírýrnandi kaupmáttur
krónunnar en liins vegar lágir vextir. En þessar
óhagstæðu aðstæður hafa haft miklu víðtækari áhrif
en lítil verðbréfakaup. Hjaðnandi verðgildi krón-
unnar hefur ýtt mjög undir, að menn legðu spari-
fé sitt beinlínis í alls konar fjárfestingu og komið
þannig i veg fyrir, að það yrði vcröbólgunni að
bráð. Þetta leiddi til mikillar og vaxandi fjárfest-
ingar á öllum sviðum, og í kjölfar hennar kom auk-
in þörf fyrir lánsfé. Bankavextir hafa lengst af verið
mjög lágir og alls ekki í neinu samræmi við hið
litla framboð sparifjár og hina miklu eftirspurn
20
FRJÁPg ypZfcUN