Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Síða 23

Frjáls verslun - 01.12.1963, Síða 23
leiki er alltaf fyrir hendi, að stjórn félagsins ákveði að greiða engan arð, en nota rekstrarhagnaðinn, ef hann hefur einhver verið, til þess að færa út kví- arnar. Slíkar ráðstafanir ínundu þó venjulega leiða til þess, að gengi bréfanna hækkaði síðar, nema um væri að ræða markvissa baráttu stjórnar félagsins til þess að neyða minni hluta í félaginu til þess að selja sér bréf sín fyrir higt verð.i) Vegna þess hve áhætta hluthafans er miklum mun meiri en áhætta lánardrottinsins, nýtur hinn fyrr- nefndi ýmissa réttinda fram yfir hinn síðarnefnda.2) Er það fyrst og fremst eignarhlutdeild í eigin fé félagsins, í öðru lagi hlutdeild í ágóða þess, í þriðja lagi hlutdeild í virðisauka þess, í fjórða lagi hefur liann tillögu- og atkvæðisrétt á hluthafa- fundi, í fimmta lagi hefur hann oftast rétt til þess að skrifa sig fyrir hlutat'járauka að tiltölu við hluta- fjáreign sína, í sjötta lagi hefur hann rétt til upp- lýsinga um alla hagi og rekstur félagsins og að síð- ustu hefur hann rétt til að fá sinn hluta af eign- um félagsins, sé það leyst upp og starfsemi þess hætt. Hér hefur verið gerð grein fyrir því í stuttu máli, hvers menn krefjast venjulega, þegar þeir festa sparnað sinn í verðbréfum. Mörgum þessara skil- yrða er alls ekki fullnægt hér á landi og standa því í vegi fyrir eflingu verðbréfamarkaðarins. Ber þar mest á vöntun almenns markaðar, þar sem verzlað væri með verðbréf, þ. e. kaupþing, en segja má, að það sé frumskilyrði annarra framfara á þessu sviði. A hinn bóginn verður því ekki neitað, að fyrir liggur rökstuddur grunur um, að aðstæður hér á landi séu með þeim hætti, að kaupþing mundi eiga erfitt uppdráttar, einkum vegna smæðar þjóð- arinnar. Um kaupþing Áður hefur verið minnzt á þær tvær tilraunir, sem gerðar hafa verið með kaupþing hér á landi. Segja má, að framlíðarhorfur kaupþings séu ekki bjartar, þegar þess er gætt, að kaupþing Lands- bankans leið undir lok einmitt á þeim tíma, sem framboð fjármagns hefur verið mest í sögu þjóðar- innar. Þrátt fyrir slæmar aðstæður hefur hugmynd- in um kaupþing alltaf haldizt vakandi eins og fram kom í yfirlitinu um þróun verðbréfamarkað- arins hér að framan. Bjartsýni hefur aldrei vantað, 1) Dice og Eiteman: The Stock Market. Nevv York 1952. Í) Beine G.: Aktien, Reulen, Investment. Darmstadl J961. en svo virðist sem hugmyndir manna hafi ekki alltaf verið raunhæfar. Þrátt fyrir þetta verður ekki hjá þeirri staðreynd komizt, að verðbréfamarkaður hér á landi mun aldrei verða meira en nafnið eitt, ef ekki er gerð gangskör að því að koma á fót kaupþingi og því tryggð sæmileg starfsskilyrði. Án kaupþings er varla hægt að hugsa sér nokkrar fram- farir í þessum efnum, og flestar tilraunir til eflingar verðbréfamai’kaðinum með öðru móti væru vafa- laust dauðadæmdar frá upphafi. Þess vegna verður hér lögð áherzla á, að kaupþing sé stofnað, og aðr- ar ráðstafanir einkum ræddar með tilliti til þess, að kaupþing sé hér starfandi. Segja má, að kaupþing sé tæki til að miðla fjár- magni. Þangað leitar það fé, sem óskar eftir þátt- töku í atvinnurekstri, ýmist sem lánsfé eða eigið fé, og þangað leita þau fyrirtæki, sem óska eftir fjár- rnagni. Áhrif kaupþings eru því hin sömu og banka, en gangur mála er þar með allt öðru móti. Á kaup- þinginu er það sjálfur eigandi fjármagnsins, sem ákveður hver skuli fá það fé til umráða. Eins og áður hefur vcrið frá skýrt, er Seðla- banka Islands heimilt að stofna og reka kaupþing. Álitið er, að kaupþing geti ekki starfað sjálfstætt, og er það vafalaust rétt eins og nú er í pottinn búið. Hefur því verið horfið að því ráði að fela Seðlabankanum umsjá þess. Þetta er einnig gert. með það í huga ,að Seðlabankinn mun vafalaust verða stór aðili að viðskiptum á væntanlegu kaup- þingi og því bein þægindi fyrir hann að hafa þar hönd í bagga. Ilér verður ekki farið út í að lýsa hugsanlegu kaupþingi Seðlabankans nákvæmlega, enda verður engum getum að því leitt með hverju sniði það verður. Kaupþing Landsbankans var á sinum tíma sniðið eftir kaupþinginu í Kaupmanna- liöfn að miklu leyti, og það frumvarp til laga urn kaupþing í Reykjavík, sem áður hafði komið fram, vas sniðið eftir sænskri fyrirmynd. Sennilegt er því, að enn verði leitað fyrirmyndar til nágrannaþjóða okkar. En hér hlýtur margt að verða öðruvísi en með öðrum þjóðum, því að þjóðin er með cindæm- um fámenn. Það tekur langan tíma að aðlaga kaupþing að þessum sérstöku aðstæðum, en sé vissum skilyrð- um fullnægt, ætti kaupþing að geta orðið öflugt tæki til fjármagnsmiðlunar hér engu síður en er- lendis. Það eru áreiðanlega engir óyfirstiganlegir erfiðleikar á því að fá allan almenning til svo virkr- ar þátttöku i atvinnurekstri, að hér yrði mest unt það í heiminum, miðað við fólksfjölda. Til dæmis FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.