Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 24

Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 24
má geta þess, að í bæklingi, sem New York Stock Exchange gaf út á sl. ári um hlutabréfaeign ein- staklinga í ýmsum löndum, kom fram, að í Banda- ríkjunum var fjöldi þeirra sem átti hlutabréf, um 15 niillj. eða nálægt 8% af þjóðinni. A Bretlands- eyjum voru þeir um 3,1 millj. eða um (i%, í Frakk- landi, Þýzkalandi, Italíu og Japan kringum 4% og um 2,5% í Svíþjóð.l) Til samanburðar má benda á, að árið 1955 voru hluthafar Eimskipa- félags íslands skv. skrá þess samtals 12107 eða ná- lægt 8% af öllum landsmönnum. Það ár voru hluta- bréfaeigendur í Bandaríkjunum um 8,5 millj. eða um 5% þjóðarinnar. Þessi furðulega staðreynd verð- ur þó skiljanlegri, þegar þess er gætt, að allt önnur sjónarmið en gróðavon lágu upphaflega að baki þátttöku manna í hlutafélaginu, og að meginhluti hluthafanna hefur verið alveg óvirkur allan tím- ann og jafnvel ekki sinnt því að hirða áfallinn arð af hlutabréfunum. Eimskipafélaginu verða gerð nánari skil hér á eftir, þegar rætt verður um al- menningshlutafélög, en þá kemur í ljós, að þessi samanburður við Bandaríkin er mjög óraunhæfur. Þó er hér um fordæmi að ræða, sem gefur nokkrar vonir um, að leita megi aftur til almennings um fjárhagslega þátttöku í atvinnufyrirtækjum. Ivaupþing er fyrst og fremst nauðsynlegt og þýð- ingarmikið vcgna þess, að þar ákveðst vaxtafótur- inn af frjálsri samkeppni fjármagnsins, bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það er þessi „mekanismi“, sem aldrei Jiefur fcngið að starfa hér á landi, en bankarnir hafa ákveðið vextina — með takmörkunum okurlaganna — án þess þó að kom- ast nokkurn tíma nálægt því að færa þá til jafn- vægis. Ástæðan fyrir því, að hámarksvöxtum skv. okui'lögunum hefur ekki verið breytt, er tvímæla- laust tillitið til atvinnuveganna. Þessi mótbára er síðar tekin til nánari athugunar en telja má full- vist, að vaxtahækkun sé mjög áhrifamikið tæki til að hamla á móti verðbólguþróun, enda þótt rétt sé að varast misnotkun þess. Ástæða er til þess að líta svo á, að verðbréfa- eign muni aldrei verða almenn hér á landi, nema hér sé starfandi kaupþing, þar sem menn geti auð- vcldlega keyjit og selt verðbréf. Sjálft fyrirkomu- lag kaupþingsins skijitir engu meginmáli fyrir verð- bréfamarkaðinn. Framboð og eftirspurn fjármagns ákvarðast af öðrum þáttum en sjálfu kaupþinginu. Það þarf alls ekki að vera viðamikil stofnun, og starfi það sem deihl í Seðlabankanum ætti kostn- aðurinn við það alls ekki að þurfa að vera mikill. Þeir, sem áhuga hafa haft á því að leggja fram fé Vil atvinnureksturs í því skyni að fá arð af því og um leið að vernda það frá rýrnun af völdum verðbólgu, hafa í rauninni átt engra kosta völ í þeim efnum. Það kemur örsjaldan fyrir, að hluta- félög séu stofnuð með því að leita til almennings um fjárframlög, og sú litla reynsla, sem Islendingar hafa haft af þess konar starfsemi, er langt frá því að vera til þess fallin að örva menn til frekari dáða á þvi sviði. Ætla má því, að fyrst um sinn mundi starfsemi kaujjþingsins einkum ná til vaxtabréfa. Tilvera kaupþings lilýtur að vera nauðsynleg forsenda allrar eflingar verðbréfamarkaðarins. En um leið verður að hafa í huga, að það mundi aldrei verða nein allsherjarlausn á vandamálinu. Tryggja verður, að nægilegt framboð fjármagns sé fyrir hendi. En á meðan verðlagsþróun verður með þeim hætti, sem hún er nú, er hætt við, að erfitt geti reynzt að koma á jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar fjármagns. Þess vegna er ekki síður nauð- synlegt að gera einhverjar ráðstafanir, sem mundu vernda eigendur skuldabréfa fyrir verðrýrnun. Vísitölutrygging verðbréfa Segja má, að það skijjti lánardrottinn litlu rnáli, hvernig hann fái rýrnandi kaupmátt höfuðstólsins bættan. Ef vextir eru t. <1. 15% cn almennar verð- lagshækkanir 10% p. a. fengi eigandi skuldabréfs- ins kaupmáttarrýrnunina endurbætta með hverri vaxtagreiðslu. Þá upphæð gæti hann svo fest aftur með sömu vaxtakjörum. Þegar lánið væri fallið í eindaga, væri kaupmáttur höfuðstóls þess að vísu miklu minni en upphaflega, en hann ætti önnur lán útistandandi, sem hann hafði veitL eftir ])ví sem hann fékk vexti af hinu, og mundi samanlagð- urhöfuðstóll þessara lána vera jafn höfuðstól upp- haflcga lánsins að kaupmætti. Ef ákveðið vísitöluálag væri lagt á höfuðstólinn í samræmi við verðhækkanirnar, mundi lánardrott- inninn fá lánið endurgreitt með upphæð, sem vævi jöfn upphaflega láninu að kaupmætti. En greiða þyrfti árlega vexti af höfuðstólnum eins og hann væri að viðbættri vísitöluviðbótinni, því að annars færu raunverulegir vextir af láninu lækkandi og lánardrottínninn mundi taj)a. Eins og skýrt var frá hér að framan, hafa vcrið gefin út hér á landi vísitölutryggð verðbréf, en áhugi almennings á þeim hefur lengst af verið enginn. Höfuðorsakir þess eru einkum þær, að vextir eru aðeins greiddir af upp- haflegum höfuðstól og vísitalan hefur orðið fyrir 24 FR.TÁLS YERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.