Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 29

Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 29
færð í það horf ,að afkomu sæmilega rekinna fyrir- tækja sé ekki stefnt í voða. Ef ekki er fallizt á þessa kröfu, má ætla, að erfitt muni að fá almenn- ing til virkrar fjárliagslegrar þátttöku í atvinnu- rekstri. Oft, þegar rætt er um almenningshlutafélög, dett- ur mönnum í hug, að þau geti orðið lausn á þeim deilum, sem ríkja um livort sum fyrirtæki skuli rekin af opinberum aðilurn eða einkaaðilum. Það er vafalaust rétt, að einkafyrirtæki gætu tekið að sér margháttaðan rekstur, scm hið opinbera hefur annazt, vegna þess að einkaaðilar hafa ekki getað ráðizt í hann vegna fjármagnsskort. Rekstur þess- ara opinberu fyrirtækja hefur oft sætt harðri gagn- rýni, og er því haldið fram, að hann yrði hagkvæm- ari ef einkaaðilar önnuðust hann. Almenningshluta- félög mundu leysa þennan vanda að því leyti, að nægilegs fjármagns yrði aflað með fjárframlögum fjöhnargra einstaklinga, og krafa þeirra um hæfi- legan arð af þessum fjárframlögum yrði stjörnend- um fyrirtækisins hvöt til þess að gæta hagkvæmni við reksturinn. í þessu sambandi inætti liugsa sér, að ákveðinnar lágmarkseignarhlutdeildar væri kraf- izt af stjórnendum fyrirtækisins, þ. e. forstjórum og framkvæmdastjórum, fremur en þeim stjórnar- meðlimum, sem kosnir væru á aðalfuudi. Þó mundi sú stjórn hafa meiri afskipti af rekstrinum en al- mennt tíðkast hér á landi, ef um almenningshluta- félag væri að ræða. Þessi lágmarkseignarhlutdeild mundi liafa þau áhrif, að stjórnendur félagsins hefðu beinna hagsmuna að gæta af góðiú afkomu og hagkvæmum rekstri. Þó mætti vafalaust ná sama árangri með því að greiða þeim sérstakar þóknanir í viðbót við venjuleg laun (tamtiemer) er væru beinlínis tengdar rekstrarafkomu fyrirtæk- isins. Þegar talað er um nauðsyn þess að breyta rikis- fyrirtækjum hér á landi í almenningshlutafélög, er oft á mönnum að skilja, að allur meiri háttar rekst- ur liér á landi sé í höndum ríkisins og lilutdeild þess í atvinnurekstrinum langtum of mikil. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að hér eru þó í rauninni næsta fá opinber fyrirtæki sem hæf mundu til breytingar í almenningshlutafélög. Aðeins þrjú fyrirtæki í ríkiseign virðast koma til greina, nefni- lega Sementsverksmiðjan, Landssmiðjan og Síldai- verksmiðjur ríkisins. Einnig mætti breyta sunium bæjarfyrirtækjum í hlutafélög, t. d. mörgum bæjar- 1) Dice og Eiteman: The Stock Markel, New York 1952. útgerðanna, — ef nokkur fengist þá til þesS að leggja fram fjármagn til þess konar fyrirtækja. — Einnig væri hugsanlegt að fá rekstur strætisvagn- anna í hendur hlutafélagi og má telja fullvíst, að þjónusta þeirra mundi ekki versna, en sú hætta, að fyrirtækið yrði aftur gert að opinbei'ri eign mundi veita stjórnendum þess og hluthöfum hæfi- legt aðhald. Loks má benda á, að núna eru 60% hlutafjár í Áburðarverksmiðjunni i ríkiseign. IJm leið hafa miklar deilur staðið um ábui'ðarverðið, og virðast bændur álíta, að það sé of hátt. Þessar deilur mætti leysa með því, að ríkið seldi bændum sinn hluta hlutabréfanna. Ef áburðarverðið er of hátt, mundu bændurnir fá mismuninn að einhverju leyti endur- greiddan með arði af bréfunum og að sumu leyti sem virðishækkun þeirra. Nú eru bændur landsins um eða yfir 4000 en hlutdeild ríkisins í verksmiðj- unni 6 millj. kr. Hver einstakur bóndi mundi því geta fengið hlutabréf að nafnverði 1.500 kr. og munu fáir bændur svo illa staddir, að þeir gætu ekki keypt svo lítinn hlut .Nú er raunvirði þessara bréfa vafalaust allmiklu meira, þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því nákvæmlega. Til þess að hvetja bændur til þátttöku má hugsa sér, að ríkið selji bændum bréfin talsvert undir raunvirði. Þá yrði um leið að setja ákvæði um leyfileg hámarkshluta- bréfakaup hvers einstaklings við þessum kjörum og banna endursölu bréfanna um nokkurn tíma, en annars að gera söluhagnaðinn upptækan að vissu marki til ríkisins. Þá yrði um leið að afnema það ákvæði í lögunum um Aburðarverksmiðjuna, að arðgreiðsla megi aldrei verða hærri en 6%. Slíkt ákvæði kemur auðvitað í veg fyrir að nokkur skyn- samur maður kaupi hlutabréf, nema þá í von um ríflegar skattfrjálsar vei'ðhækkunartekjur við end- ursölu. Akvæði sem þetta ber að forðast, ef nokk- urn tíma á að takast að efla tiltrú manna á þessu rekstursfyrirkomulagi, því að það setur gangvei'ði bréfanna á frjálsum markaði óraunhæft hámark. Enn er þeirri spurningu ósvarað, hvernig ti'yggja eigi að hlutabréf dragist ekki saman hjá fáum að- ilum, þannig að fyrirtækið yrði ekki lengur almenn- ingshlutafélag. Koma hér einkum t.vær leiðir til greina. Annars vegar mætti hugsa sér, að hluta- félög með ákveðinni dreifingu hlutafjár nytu ein- hverra skatthlunninda, t. d. lægri álagningarpró- sentu eða þeim yrði heimilað að draga hærri arð- greiðsluprósentu frá skattskyldum tekjum. Vafa- samt er þó, að slík mismunun rekstrarforma við FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.