Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 32

Frjáls verslun - 01.12.1963, Page 32
gæti reynt að afla sér betri hagsmuna með öðru móti. Setja yrði ákvæði um, að sérhver ákvörðun stjórnar eða hluthafafundar væri ógild, ef áhrif hennar væru þau að auka hagsmuni sumra hlut- hafa á kostnað annarra, eða hún væri í þágu hags- muna, sem væru andstæðir eða óviðkomandi hags- mimurn félagsins, hvort sem hún miðaði að því að auka hagsmuni meiri lilutans eða þriðja manns.-) Með slíku ákvæði mætti tvímælalaust auka áhuga manna á hlutabréfakaupum. Þegar um ný eða óreynd fyrirtæki er að ræða, eru menn oft ófúsir til að leggja fram fé til þeirra með því að kaupa hlutabréf, vegna þeirrar áhættu, sem slíkri fjárfestingu fylgir. Hins vegar kann svo að fara, að vöxtur fyrirtækisins og viðgangur verði með þeim ágætum, að hlutabréfakaup væru mjög arðsöm fjárfesting, og væri því hin upphaflega áhætta ríkulega bætt um síðar. En erfitt getur reynzt að sjá fyrir um, hvernig viðgangur fyrir- tækja verður í framtíðinni, og hugmyndir manna í þeim efnum að sjálfsögðu mjög mismunandi. Sumir mundu fúsir til að kaupa hlutabréf í von um að eignarheimild verði síðar mikils virði, en aðrir vilja takmarka áhættu sína með því að láta sér nægja að kaupa skuldabréf. í Bandaríkjunum hefur sú leið verið farin til þess að sætta þessi sjónarmið og auka fjármögnunarmöguleika nýrra fyrirtækja, að gefa út sérstök skuldabréf, sem síðar má skipta fyrir hlutabréf eftir nánari ákvcðnum reglum. Slík skuldabréf eru kölluð „skiptanleg" (convertible bonds). Venjulega cru reglur um skipt- in þannig, að fyrst eftir útgáfu skuldabréfanna má skipta þeim fyrir hlutabréf með sama nafnverði, en eftir því, sem tímar líða, verða skuldabréfaeig- endurnir að greiða einhvern gengisauka, sem er ákvcðinn strax i upphafi og fer hækkandi. Ef hluta- bréfin eru skráð á kaupþingi, geta eigendur skulda- bréfanna auðveldlega séð, hvort það borgar sig fyr- ir þá að skipta, en það mundi verða þeim hagkvæmt, ef gengi hlutabréfsins væri hærra en sá gengisauki, sem þeir verða að greiða sjálfir. Þó koma hér einnig til greina hugmyndir þeirra um gengi hlutabréf- anna í framtíðinni.2) Svipuð aðferð hefur oft verið notuð af fyrirtækj- um, sem í byrjun verða að festa mikið fjármagn í 1) Borum O.: Punktcr vedrörende mmoriletsbeskyUelsen i aktieselskaber, Tímarit lögfræðinga 1958. 2) Prochnow H. (Ed.): American Financial Institutions, New York 1962. mannvirkjum, en tekjur af þeim koma ekki fyrr en síðar (t. d. raforkuver). Þá er nauðsynlegs fjár- magns aflað með því að gefa út tvenns konar skuldabréf, önnur til langs tíma en hin til fárra ára, og eru þau síðarnefndu greidd út á gjalddaga með hlutabréfum í fyrirtækinu. Menn eru ófúsir til að kaupa hlutabréf í fyrirtæki, sem vitað er, að ekki getur greitt neinn arð fyrstu árin en mundu hins vegar fúslega kaupa skuldabréf með ákveðn- um vöxtum. Síðar bætir fyrirtækið aðstöðu sína með því að breyta hluta lánsfjárins í eigið fé, og kemst þannig hjá því að endurgreiða liið upphaflega fjárframlag. Fjölmargar aðrar aðferðir koma til greina og reyndar eru möguleikarnir næstum ótæmandi til að bjóða fjármagnseigendum mismunandi kjör til að fá þá til að leggja fram fé sitt. Vafalaust má reyna útgáfu einhverra ofannefndra verðbréfa hér á landi, ef skilyrði til verðbréfaverzl- unar eru tryggð. Og takist að auka sparnaðar- hneigðina í þjóðfélaginu, með því að lokka menn til kaupa á margvíslegum tegundum verðbréfa, er tilganginum náð. ★ Eiginkona hafði veitt því eftirtekt, að manni hcnnar varð starsýnt á fótleggi kvenna, sérstak- lega ef þær voru ungar og fallegar. Hún varð ofsa- reið og skammaði hann fyrir þetta. „Hvað þá,“ sagði hann, „má maður ekki einu sinni líta á mat- seðilinn, þegar maður er á „kúr“? ★ Hvernig á maður að hafa betur í viðræðum við konu? Taka hennar málstað. ★ Útlendingur var að skoða Pentagon-bygginguna í Washington og spurði leiðsögumann sinn: „Hvað vinna margir hér?“ „Um það bil helmingurinn,“ var svarið. ★ Þannig hljóðaði forystugrein í tímaritinu National Rewiew, sem er málgagn íhaldsmanna í Banda- ríkjunum, nokkrum vikum eftir að Lyndon B. Johnson hafði tekið við forsetaembætti: „ltitstjórum National Rewiew þykir leitt að til- kynna, að þolinmæði þeirra með Lyndon B. John- son, forseta, er þrotin.“ 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.