Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 8
B
FRJALS VERZLUN
Bv. Júpiter (eldri). Keyptur 1929.
mcðir hans Jóhanna Frímanns-
dóttir Björnssonar bónda í
Hvammi í Langadal og Helgu Ei-
ríksdóttur.
Foreldrar Tryggva byrjuðu bú-
skap fyrir norðan en fluttust suð-
ur um aldamótin, fyrst í Keflavik,
þá að Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd, því næst í Vesturkot á
Hvaleyri, en síðan (1906) í Ráoa-
gerði í Lsiru þar sem þau bjuggu
í tvo áratugi. Það kemur viða
fram hjá samtíðarmönnum þeirra
Jóhönnu og Ófeigs að þau hafa
verið atgervisfólk, en bjuggu við
fátækt, því að það hlóðst á þau
ómegð. Börnin urðu tíu, þar af
komust átta til fullorðins ára. Hag-
ur manna á Suðurnesjum var um
þessar mundir e^fiður. Árabáta-
útvegurinn var að syngja sitt sið-
asta. Ensku togararnir fylltu Fló-
ann og þrengdu fast að útnesja-
mönnunum á árabátunum. Byggð
var að ganga saman um Suðurnes,
t. d. á Vatnsleysuströndinni, og
voru þetta miklir breytingatímar
við Faxaflóa og um margt örðug-
ir; gamall atvinnuvegur var að
líða undir lok, en ekki komin festa
í nýjan útveg.
Tryggvi nefnir það sjálfur sem
sitt fyrsta starf, að hann var mjóik-
urpóstur og bar mjólk til Hafnar-
fjarðar þegar þau voru í Vestur-
koti. Hann segist einnig snemma
hafa stundað fiskvinnu hjá Sig-
fúsi Bergmann og fékk þá 8 aura
um tímann.
Árið 1910 byrjar Tryggvi róðra
á árabáti og hann er á árabátum
og mótorbátum næstu fimm árin
að uijdanskilinni einni vertíð a
litlum hollenzkum togara, Ocean I.
Á þessum árum er hann fjögur
sumur á Austfjörðum og reri á
Bv. Marz, keyptur 1948.
Bv. Neptúnus, keyptur 1947.
Bv. Júpiter (áður Gerpir), keyptur 1960.