Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 52
32 FRJÁLS VERZLUN bókaforlögin mest upp ur því að koma bókum sínum út á jólamark- aðinn og verða að miða verk sín við þær kröfur, sem gerðar eru um útlit þeirra. Hinn þröngi mark- aður verður til þess, að bókafor- lögin reyna að senda frá sér eitt og eitt ,,kassastykki“ inn á milli, sem þau vita, að kemur til með að skila arði. Þetta er nauðsyn- legt til að bókaforlögin geti einnig gefið út bækur, sem þau telja að eigi erindi á markað, jafnvel þótt fyrirfram sé vitað, að þau koma aldrei til með að skila nokkrum hagnaði. Þannig geta undir fall- egri kápu leynzt verk, sem án jólamarkaðarins myndu aldrei líta dagsins ljós á bókamarkaðinum, nema þá í óvandaðri útgáfu. En nú er reynslan sú, að jóla- markaðsfyrirkomulagið hefur leitt til þess, að upplög bóka fara sí- minnkandi, sem aftur hlýtur að leiða af sér hærra verð á bókun- um. Talið er, að upplög bóka muni vera 500 til 1000 eintökum minni nú, en var fyrir tuttugu árum og eftir því sem næst verður komizt má áætla upplag bókafélags 500 til 1000 eintökum meira, en upp- lag bókaforlags, sem hefur enga félagsmenn, nema einhver sér- stök bók eigi í hlut. Jólamarkaðurinn bannar svo alla útgáfu bókmenntanna í 'heft- um eða ódýru bandi, en bókbands- kostnaðurinn er einmitt sá liður í innlendri bókagerð, sem hvað mest dregur hana niður kostnaðar- lega séð. Erlendir útgefendur á íslenzkum markaði. Innrás erlendra alfræðisafna sýnir, að útgefendur erlendis vita vel, hversu raunhæfur íslenzki markaðurinn er fyrir þá. Við get- um því gert okkur í hugarlund, hvaða þróun á hér eftir að verða. Ef til vill hætta erlendu útgefend- urnir að bjóða íslenzkum bókafor- lögum samvinnu og fá sér þess í stað umboðsmenn á íslandi, sem stofna sitt fyrirtæki og flytja bók- ina inn. Fordæmið er fyrir hendi í undanþágunum til AB, „ef bók- in getur talizt hafa menningarlegt gildi.“ Tungumálakunnátta er orðin það almenn meðal íslendinga, að alls kyns erlend rit um hitt og þetta efni eiga sér eins vísa kaup- endur hér á landi sem annars stað- ar. Það sýnir geysilegt magn, sem inn er flutt. íslenzk vikublöð verða að minnka upplag sitt meðan t. d. dönsk vikublöð seljast hér í æ rik- ara mæli. Og íslenzkir bókaútgef- endur geta ekki staðizt t. d. Ai- fræðisafni AB snúning, ef þeir láta vinna svipaðar bækur hér heima að öllu leyti. Ein hliðin á þessu máli eru kennplubækurnar. Ríkisútgáfa námsbóka sér að vísu lægri skól- unum fyrir innlendum kennslu- bókum, en notkun erlendra kennslubóka í æðri skólunum fer stöðugt vaxandi. Á það kannski fyrir okkur að liggja, að eina inn- lenda framleiðslan á námsbókum verði kennslubækur í móðurmál- inu sjálfu og þær bækur, sem til þarf áður en nemandinn er orð- inn stautfær á erlend tungumál? Vissulega er hér við mjög al- varlegan vanda að etja og því fyrr. sem allir viðurkenna hann því betra er það fyrir okkar „sjálf- stæðu og þjóðernisríku“ íslend- ingsvitund. Menningarsjóður og alfræðibókin. Það getur vart talizt til annars en vanza, að ekki skuli vera tii al- frælibók með íslenzkum texta. Það er því mikið nauðsynjaverk, sem Menningarsjóður beitir sér nú ' “ i&r. Þetta eru jólabækurnar í glugga einnar bókaverzlunarinnar. Þessar bækur hverfa úr glugganum að afloknum jólamarkaði. Flestar þcirra sjást ekki aftur frammi á borðum verzlananna og þær hætta að seljast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.