Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN n Unnið við saltfisk. Verkstjórinn með hattinn er Ólafur Ófeigsson. á sambærilegum togurum erlend- is. Auk þess verður togaraútgerð- in að fá bættar ýmsar kvaðir, sem á hana hafa verið lagðar, og haft hafa og munu hafa í för með ser útgjöld fyrir útgerðina umfram það sem eðlilegt getur talizt.“ Þá bendir Tryggvi á eitt atriði, sem gæti stuðlað að betri afkomu togaranna en það er bætt aðstaða í Reykjavíkurhöfn. „Reykjavíkur- höfn er frá sjónarmiði togaraút- gerðarmanns einhver hin lakasta ef miðað er við togarahafnir í Bretlandi. Togurunum er haldið einn til tvo tíma fyrir utan höfn- ina, þegar þeir koma úr siglingum frá útlöndum, meðan tollþjónar rannsaka farangur skipverja. Þetta þekkist hvergi, sem ég þekki til, r.ema hér. Og svo er höfnin opin fyrir öllum öðrum. Losunarmei h eru tíðum alltof fá- ir, enda þótt margir þeirra séu ágætir. Þeir verða að vinna allt á bersvæði. í togarahöfnunum í Hull, Grimsby og Aberdeen er höfnin afgirt, og ágætt skjól í kring. Engin hætta er á að skemmdarverkamenn fái að koma þar nærri, eða að aðrir fái að koma nálægt íbúðum skipverja en þeir sjálfir. Vaktmenn eru hér oft- ast eldri menn, sem fá ekki rönd við reist, gegn alls konar mönn- um, sem eru að flækjast hér um borð í togarana.“ Eins og kunnugt er hefur verið mikill hörgull á hæfum mönnum til starfa á togurum íslendinga. Léleg aflabrögð eiga sinn þátt í þessu, einnig auknir atvinnu- möguleikar og betri kjör í landi. Stundum lá við borð að togararn- ir væru ekki veiðifærir vegna þess að mannafla skorti eða að hann væri ófullnægjandi sökum getu- leysis. En síðan togurunum fækk- aði er þó auðveldara að manna þá sem eftir eru. Góður hópur manna hefur gert það mögulegt að togar- arnir eru sjófærir og þeir hafa haldið tryggð við togarana þótt það hafi í vissum tilfellum skað- að þessa menn fjárhagslega,“ seg- ir Tryggvi Ófeigsson. „Það eru þessir menn, sem hafa komið í veg fyrir að togaraútgerð leggð- ist niður á íslandi. Þjóðin má vera þessum mönnum þakklát og hún ætti að bæta kjör þeirra.“ Tryggvi hefur aldrei farið dult með þá skoðun sína að útgerð tog- ara á vegum bæjarfélaga hafi ver- ið hið mesta glapræði og spillt fyr- ir togaraútgerðinni og vaxtar- möguleikum hennar þegar á heild- ina er litið. „Um árabil var þvi haldið fram að togaraútgerðar- menn væru stórfelldir arðræningj- ar. Til þess að sannprófa þetta og raunar til að hirða þennan í- myndaða stórgróða útgerðar- manna, voru bæjarútgerðir settar á fót. Saga þeirra út um allt land hefur afsannað þessar fullyrðing- ar. Bæjarútgerðir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa fest ca. 300 milljónir af útsvörum bæjarbúa til samans í rekstur sinn. Samt eru félögin alltaf rekin með botnlausu tapi. Þeim mun meiri ástæða er til að Alþingi tryggi framhald á rekstri þeirra 15 togara, sem enn eru í eigu hlutafélaga. Þessi sam- anburður er dreginn fram hér til þess að sýna fram á hve mikils virði togarahlutafélög eru og hvaða vandræða starfsgrundvöil þau hafa haft.“ Mikil saga fer af flestum tog- urum, sem reknir hafa verið und- ir stjórn Tryggva Ófeigssonar. Á þeim hafa og verið margir mestu aflamenn íslenzka veiðiflotans og er Bjarni Ingimarsson þeirra fræg- astur enn og á sér lengsta sögu. Skipstjórarnir á skipum Tryggva nú eru ungir menn, enda hefur skipt svo ört um menn á togara- flotanum að Markús Guðmunds- son ,sem nú er á Júpíter og er rétt rúmlega fertugur, mun vera elzt- ur í starfi allra togaraskipstjóra. En allir eru skipstjórar á togur- um undir stjórn Tryggva ágætir aflamenn. Auk þess að reka togara með frábærum árangri stjórnar Tryggvi einu afkastamesta og full- komnasta frystihúsi landsins. Það er á Kirkjusandi og var byg'gt á árunum 1954—56. Þar er og fram- leiddur skelís fyrir togarana og frystihúsið með vélum frá Vél- smiðjunni Héðni hf., nokkur þús- und tonn á ári. Frystihúsið er sameign Júpíters hf. og Marz hf. Árið 1960 keyptu félögin fuil- komna og að mörgu leyti sjálf- virka sjólaxaverksmiðju frá Þýzkalandi, eina nýtízkulegustu verksmiðju, sem til er hér á landi. Hún var keypt og sett upp sam- kvæmt ráðleggingum tveggja ser- fræðinga. Tildrög þess að verk- smiðjan var keypt voru að ríkis- stjórnin hafði árið 1960 fengið hingað norskan niðursuðusérfræð- ing, sem ráðlagði m. a. að tekin yrði upp niðurlagning á söltuðum ufsa til sölu á erlendum mörkuð- um. Enn fremur skrifaði Sigurð- ur Pétursson gerlafræðingur grein þar sem hann benti á að salt- aðan ufsa ætti ekki að selja úr landi öðru vísi en unninn í sjo- lax. Verksmiðjan þarf 50—60 manna starfslið, aðallega konur. Verksmiðjan getur afkastað full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.