Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 33
F RJALS verzlun 21 GEIVGISFELLIIVGIINl Gera verður víðtækar hliðar- ráðstafanir til þess að tryggja að gengisfellingin komi að tilætluð- um notum, og þeir baggar, sem þjóðfélagsborgararnir verða að taka á sig', komi sem réttlátast nið- ur. Á þessu hefur ríkisstjórnm fullan vilja, og ef dæma má eftir því sem á undan er gengið, munu launþegasamtökin einnig hafa hann. Fyrsta hiiðarráðstöfunin sem gerð var, var nýskipun verðlags- nefndar. Þar virðist nú stefnt að auknu verðlagseftirliti og víðtæk- ari reglum um álagningu en verið hafa í gildi undanfarin ár. Margar aðrar hliðarráðstafanir eru nauðsynlegar og mætti þar til nefna m. a.: Nauðsynlegt er að hagur aldraðs fólks og öryrkja verði ekki skert- ur, því að þá væri höggvið í þann knérunn er sízt skyldi. Mun vera unnið að því innan ríkisstjórnar- innar að finna úrlausn á þessu máli. Svo sem ymprað var á í síð- asta blaði F. V., virðist ekki óeðli- legt að tilfærsla verði á fjármagni innan Tryggingastofnunarinnar. T. d. á þann hátt að hætt verði greiðslu fjölskyldubóta með fyrsta barni, en þær hækkaðar til aldr- aðs fólks, öryrkja og barnmargra fjölskyldna. Toilalækkun virðist óhjákvæmi- ieg, enda augljóst að íslendingar verða að stíga stór skref í þá átt á næstu árum, ef þeir ætla ekki að einangrast viðskiptalega frá stór- um hluta Evrópuþjóða. Væri eðli- legt að nota það tækifæri sem nú gefst til að samræma betur tolla- löggjöfina og færa tolla niður á mörgum vörutegundum. Á undan- förnum árum hafa verið gerðar miklar leiðréttingar á tollskránni, þótt telja megi, að mikið skorti enn á. Við ákvörðun búvöruverðs kem- ur greinilega fram það vandamál, hvort bændur skuli fá greitt verð á haustafurðum sínum með tilliti til gengisfellingarinnar. Hafa bændur sérstöðu í þessu máli cg óhjákvæmilegt virðist, að greiða á einhvern hátt fyrir þeim, ekki sízt ef tekið er tillit til þess hversu mjög illa áraði fyrir íslenzkan landbúnað á s.l. sumri. Enn fremur þyrfti að bæta spari- fjáreigendum upp á einhvern hátt það tap er gengisfellingin skapar þeim. Verðrýrnun spari- fjár er í sjálfu sér alvarlegt mál og ekki vænlegt til að hvetja til sparnaðar. Hins vegar er augljóst að mjög erfitt verður að leysa þetta á viðunandi hátt. Þá virðist einnig óhjákvæmilegt að tryggja þeim er standa þurfa við miklar fjárskuldbindingar í löndum þeim er ekki felldu gengi sitt, möguleika til að standa við gerða samninga. Á þetta einkum við um útgerðina, þar sem keypt- ur hefur verið til landsins mikiil bátafjöldi t. d. frá Noregi á s.l. ár- um. Einnig á þetta við um mörg fjárfestingarlán og víxlaviðskipti verzlunarinnar. Á þeim vikum sem eftir eru til jóla mun það skýrast sem ríkis- stjórnin hyggst aðhafast í þessum málum. Núverandi ríkisstjórn hefur haft gott samstarf við samtök laun- þega og tekið tillit til óska þeirra, svo sem framast hefur verið unnt. Vonir standa til að svo verði hér eftir sem hingað til og foryscu- menn launþegasamtakanna láti ekki brýna sig til þess að taka flokkshagsmuni fram yfir þjóðar- hagsmuni. Ef svo fer er vegið að lýðræðinu í landinu og vilji meiri- hluta þjóðarinnar víkur fyrir á- kvörðun ákveðinna samtaka. SMITH CORONA ritvélar Ferðaritvélar með 30 sm. valsi Rafknúnar skrifstofu- vélar með 30 og 38 sm. valsi Úrval lita og leturgerða Véladeild SÍS Ármúla 3 — Sími 38900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.