Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 18
14 FRJÁLS VERZLUN um tekin mikilvæg veiðisvæði hér á heimamiðum. Um álit mitt á reksturserfiðleik- um togaranna get ég að öðru leyti vísað til kafla í ávarpi þar um, er ég flutti á aðalfundi Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna 2. desember 1966, og erfitt er að skýra í fáum orðum. Endurnýjun togaraflotans þarf að eiga sér stað með stöðugri þró- un en ekki með þeim stökkum sem hefur viljað brenna við hjá okkur og með of löngum hléum á milli, sem hefur það í för með sér að beztu tækninýjungar geta farið fram hjá skipum okkar. Sérstök nefnd undir forystu Da- víðs Ólafssonar, Seðlabankastjóra vinnur nú að tillögugerð um fyr- irkomulag og smíði á 3—4 togur- ,um eftir ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá sl. vetri. Álits nefndar- innar er að vænta áður en langur tími iíður. FV: Hyggst ríkisstjórnin ekki gera neinar gagngerðar ráðstafan- ir í landhelgismálinu, þar sem vit- að er, að landhelgisbrot keyra úr hófi og það orð liggur á, að smærri togbátar veiði innan landhelginn- ar fyrir lokuðum augum Land- helgisgæzlunnar? RÁÐHERRA: Ríkisstjórnin hef- ur mjög reynt á þá möguleika að skapa þingmeirihluta fyrir aukn- um togveiðiheimildum án tillits til þess hvort um vélbáta eða tog- ara er að ræða og vil ég í því til- efni ennþá vísa til kafla í fyrr- greindu ávarpi mínu þar um. Hins vegar virðist svo, sem aii- ir þingflokkar séu klofnir í mái- inu og að ekki sé til þingmeiri- hluti fyrir málinu í þessu formi a. m. k. — Sjálfsagt verður áfram haldið tilraunum til lausnar þessu vandamáli enda er það knýjandi. Um það atriði spurningarinnar hvort veiðar smærri báta séu stundaðar íyrir lokuðum augum landhelgisgæzlunnar vísa ég til dómsmálaráðuneytisins en undir það ráðuneyti heyrir landhelgis- gæzlan. Á móti þessu atriði vitn- ar a. m. k. allur sá fjöldi báta sem með stuttu millibili er staðinn að ólöglegum veiðum. FV: Finnst yður ekki, að upp- bygging síldveiðiflotans sé of ein- hliða, þar sem mikill hluti hinna nýju skipa miðast svo til ein- göngu við veiðar með nót? RÁÐHERRA: Ég hef oft heyrt þessari spurningu haldið fram, en tel hana á misskilningi byggða a. m. k. hvað meginþorra hins nýja flota áhrærir. — Þeir bátar geta hæglega stundað línu- og neta- veiðar á vetrarvertíð og langflest- ir með tiltölulega litlum breyting- um einnig togveiðar. Ágóðavonin í þessari starfsgrein eins og öðrum ræður hins vegar miklu um hvert veiðunum er beint hverju sinni og það vart talið ó- eðlilegt. Fyrir þjóðarbúið sem heild er hins vegar æskilegast að sem allra mest fjölbreytni í veiði og vinnslu aflans verði ávalit a- stunduð og allir mögulsikar til aukinnar verðmætasköpunar að fullu nýttir. FV: Verður haldið fast við þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram um endurskipulagningu frystiiðnaðarins og hafa verið orðaðar í ræðu hjá dr. Gylfa Þ. Gíslasyni viðskiptamálaráðherra ? RÁÐHERRA: Um þá athugun eða kannanir sem hér er átt við, var samkomulag við frystiiðnað- inn um að láta fara fram. Gagna- söfnun er nú lokið og fer úrvinnsia þeirra nú fram. Þegar henni er lokið, sem vænta verður fljótlega, verður næsta verkefnið bein til- lögugerð. — Tel ég að hiklaust eigi að halda sig að framkvæmd þess sem rannsóknin sýnir að til bóta horfi fyrir þennan mikilvæga atvinnuveg. Þetta er nauðsynlegt fyrir fiskiðnaðinn sjálfan og ætti að stuðla að aukinni getu hans til greiðslu hærra fiskverðs til sjo- manna og útgerðarmanna, og þar með gerð tilraun til að bæta rekst- ursafkomu beggja, sem er þjóðar- hagur. — Við framkvæmd slíkrar endurskipulagningar er nauðsyn á nánu samstarfi við alla hlutað- eigandi aðilja og þá ekki sízt lána- stofnanir landsins. Án einlægs samstarfs um úr- bætur í þessum efnum er lítils ár- angurs að vænta og munu þá fram- lengjast þeir erfiðleikar sem við er að etja og gengisbreyting lækn- ar ekki. FV: Eru til nokkrar tölur um það, ráðherra, að hve miklu leyti frystíhúsin nýttust árin 1960, 1964 og 1965? RÁÐHERRA: Já, frá Fiskifé- lagi íslands eru til tölur yfir árin 1960, 1964 og 1965 og sýna þær nýtingu afkastagetu frystihúsanna eftir landshlutum: 1960 1964 1965 % % % Austfirðir . . 11,6 12,6 15,9 Suðurland . . . 15,6 22,5 28,4 Faxaflói . . 18,6 17,1 17,5 Breiðafj. ... 16,1 16,8 14,9 Vestfirðir . . 19,8 17,0 19,2 Norðurland . 20,6 14,2 16,6 Vegið meðaltal 17,6 17,3 19,0 FV: Hvaða þættir íslenzks sjáv- arútvegs þarfnast helzt endur- skoðunar og aðstoðar að dómi ráðherrans? RÁÐHERRA: Svo sem fyrr er fram komið tel ég mestu mögu- leikana til aukinnar framþróunar felast í bolfiskveiðunum. Þetta sannast í því að þrátt fyrir gífur- legt stökk fram á við í síldveið- unum á síðustu árum þá er þorsk- og skelfiskafli meir en helmingur af útflutningsverðmæti sjávaraf- urða. Þessir auknu möguleikar snerta m. a. veiðiheimildirnar innan nú- verandi fiskveiðilögsögu, aðhæf- ingu stærri fiskibátanna að bol- fiskveiðum, fjölgun landróðrabát- anna og síðast en ekki sízt bætta aðstöðu togaranna. í þess- um efnum er sífelld og stöðug endurskoðun, sem áfram verður að halda. FV: Hvernig verður þessari end- urskoðun hagað og hver er fram- tíðarstefnan í málefnum sjávar- útvegsins? RÁÐHERRA: Umfram þá stöð- ugu endurskoðun einstakra þátta sjávarútvegsins, sem ávallt er við- höfð af ýmsum ástæðum m. a. vegna verðlagningar þessara af- urða, þá tel ég eðlilegt að slík end- urskoðun fari fram í nánu sam- starfi við hlutaðeigandi samtök undir forystu ríkisvaldsins. I fáum orðum verður framtíðar- stefnan í málefnum sjávarútvegs- ins vart sögð. Eðlileg nýting fiskveiðilögsög- unnar í þágu lands og þjóðar, stöð- ug endurnýjun fiskveiðiflotans af öllum stærðum með beztu þekkj- anlegum tækninýjungum, — betri meðferð og frágangur aflans á- samt stöðugri markaðsleit fyrir sem allra fjölbreytilegasta vöru eru atriði sem mér eru nú efst í huga, andspænis þessari spurn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.