Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 43
26 FRJALS VERZLUN FRJÁLS VERZLUN 27 BYGGINGAMÁL Fjárhagsörðugleikar í Fossvogi Húsbyggjendur í Fossvogi gerðu sér vonir um byggingarlán strax og framkvœmdir þeirra hófust. Nú er komið á daginn að þeir verða að bíða a. m. k. eitt ár og um helmingur þeirra verður að bíða í IV2—2 ár eftir lánum frá Húsnœðismálastjóm. Á ÁRINU 1966 og að nokkiu leyti á þessu ári var úthlutað í Fossvogi lóðum undir rúmlega 720 íbúðir í einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum. Framkvæmdir við smíði þessara íbúða hófust af fullum krafti sl. vor. Óhætt er að fullyrða að meirihluti þeirra, sem hófu byggingaframkvæmdir í vor hafi reiknað með að hafa flutzt inn í hinar nýju íbúðir sínar vorið 1968 eða einu ári eftir að fram- kvæmdir hófust. Þessi von flestra húsbyggjenda í Fossvogi hefur brugðizt. Forsenda þess að áætlanir uin byggingartíma fengju staðizt var að Húsnæðismálastofnunin mundi hefja lánveitingar til Fossvogs- íbúðanna svo til jafnskjótt og framkvæmdir hæfust. Ástæða var til að ætla að sú mundi og verða raunin á, enda hafði stofnunin ver- ið þess umkomin síðustu tvö árin á undan, árin 1965 og 1966, til mikils hagræðis og sparnaðar fynr húsbyggjendur. Þetta brást með öllu. Fyrstu lánin til húsbyggjenda í Fossvogi verða ekki greidd fyrr en vorið 1968, eða um einu ári eft- ir að framkvæmdir hófust. Ail- margir verða og að bíða byrjunar- lána til haustsins og einhverjir ef til vill allar götur fram á haustið 1969. STÓRTJÓN. Afleiðingin af þessu er m. a. að milljónaupphæðir liggja vaxta- lausar í Fossvoginum lengri eða skemmri tíma. Vongóðir íbúða- byggjendur verða að seilast til léttrar pyngju sinnar eftir leigu- kostnaði, sem ekki var upphaf- lega með í dæminu. Ofan á þetta bætast verðhækkanir af völdum gengisfellingar og sú staðreynd að þeir, sem hafa fengið vilyrði fynr láni næsta vor verða að gera sér að góðu lánsupphæð, sem miðuð er við gamla verðlagið og byggingar- vísitöluna, þegar lánsloforðið var veitt. SUMIR FÁ LÁN í VOR. Húsbyggjendur í Fossvogi höfðu fyrst möguleika til að sækja um lán Húsnæðismálastjórnar sl. vor. Þegar umsóknarfresti lauk um miðjan marz lágu um 800 umsókn- ir á borðum stjórnarinnar, marg- ar frá fyrri árum. Ekki reyndist unnt að afgreiða byrjunarlán nema til 506 aðila og þá aðeins heð loforði um útborgun næsta vor. Við úthlutun er landinu skipt eftir kjördæmum og síðan reiknað út hve mörg lán skuli fara til hvers kjördæmis um sig miðað við fólksfjölda þeirra og fjölda umsókna, sem fyrir liggja. Ekki ar vitað hve margir húsbyggjendur í Fossvogi fengu loforð að þessu sinni. En lauslega áætlað er talið að um helmingur þeirrar fjárhæð- ar, sem til ráðstöfunar var, eða um 50 milljónir, renni til bygginga- framkvæmaa í Fossvogi, og aðrar 50 milljónir um haustið í samræmi við þá reglu að viðbótarlán skuli veitt við næstu úthlutun eftir að byrjunarlán hefur verið útborgað. Þótt ekki sé hægt að fullyrða með vissu um fjölda þeirra Foss- vogsmanna, sem fá byrjunarlánið næsta vor er þó óhætt að fullyrða að ekki færri en 200—250 þeirra fái fyrirgreiðslu strax á næsta ári. (Þetta er þó mjög ónákvæmlega reiknað. Miðað er við 100 milljóna króna heildarúthlutun allt árið eins og áður er getið og hámarks- lán eða 340 þúsund, en það er auð- vitað ekki endilega rétta talan, þar sem margir fá mun minni upphæð út á íbúð sína annars vegar vegna íbúðarstærðar og hins vegar vegna þess að mjög margir fá einnig lán úr lifeyrissjóði, það lækkar láns- upphæð þeirra hjá Húsnæðismála- stjórn.) Allavega er augljóst að margir verða að bíða lengur en eitt ár eft- ir byrjunarláni, eða a. m. k. um helmingur húsbyggjenda í Foss- vogi. ORSÖKIN. Hver er orsök þeirra vandræða, sem húsbyggjendur í Fossvogi verða nú að glíma við? Augljóst er að fjöldi umsókna um lán Hús- næðismálastjórnar hefur aukizt gífurlega miðað við árin áður svo og að upphæðir lána hafa hækk- að vegna hækkandi byggingar- vísitölu. Þannig hafa hámarkslan hækkað um 100 þúsund króna frá 1965, en tekjustofninn er hins veg- ar sá sami öll árin 1965, 1966 og 1967. Þá hafa Breiðholtsfram- kvæmdir tekið til sín nokkurn hluta þeirra tekna Húsnæðismáia- stofnunarinnar, sem til ráðstöfun- ar voru. Gert er ráð fyrir að í lok þessa árs verði búið að veita 350 milljónir samtals til íbúðabygg- inga annars staðar en í Breiðholti. Hliðstæð upphæð var hins vegar 10 milljónum króna hærri árið áð- ur, 1966. Gert er ráð fyrir að um 70 milljónir renni til Breiðholts- framkvæmda á þessu ári og er sú upphæð fengin með yfirdráttar- láni hjá Seðlabankanum, og vezð- ur að greiðast af tekjum Húsnæð- ismálastjórnar næsta ár. Er því augljóst að lánamöguleikar þeirra, sem fá byggingarleyfi utan Breið- holts munu fara enn versnandi, nema nýtt fjármagn verði lagt til. Raunar má búast við því að allt að 100 milljónir fari til Breiðholts- framkvæmda af opinberu fé og fjármagni Húsnæðismálastjórnar áður en árið er liðið þar sem geza má ráð fyrir að ríkisstjórnin leggi fram allt að 30 milljónir til við- bótar yfirdráttarláninu. Hefði því fé, sem varið er á þessu ári til Breiðholtsframkvæmda úr sjóðurn Húsnæðismálastjórnar verið veitt til framkvæmdanna í Fossvogi hefði lánum þangað fjölgað um a. m. k. 120 hámarkslán. Eins og fyrr greinir frá heíur umsóknum um lán Húsnæðismáia- stjórnar fjölgað mikið. Með nú- gildandi tekjustofnum var gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.