Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 59
FRJÁLS VERZLUN
35
Á MARKAÐINUM
Tré til yndisauka
JÓLATRÉSNOTKUN íslend-
inga hefur vaxið nokkuð jafnt,
um 2 til 5%, síðan 1955. Þá voru
notuð um 10.000 tré í landinu öllu,
en í fyrra var notkunin komin upp
í rúmlega 14.000 tré, og reiknaö'
er með mjög svipaðri notkun í ár.
Það skal strax tekið fram, að þeg-
ar rætt er um jólatré í þessum
greinarstúf,eru gervijólatré und-
anskilin, en þau eru nú á stöðugu
undanhaldi.
í fyrra voru flutt inn um 15.000
jólatré alls og þar af flutti Skóg-
rækt ríkisins inn rúmlega 12.000
tré, en nokkrir smáinnflytjendur
um 3.000. Eftir árið 1955 var
Skógræktin lengi vel eini innflytj-
andinn, en á síðustu árum hafa
nokkrir smáinnflytjendur bætzt
við, þótt enn séu þeir langt frá því
að vera hálfdrættingur á við
Skógræktina, hvað innflutning
jólatrjáa snertir.
í ár verða flutt inn rúmlega
17.000 jóiatré alls og flytur Skóg-
ræktin ein inn á þrettánda þús-
und þeirra. Hlutur íslenzku jóla-
trjánna er enn ósköp smár. í ár
verða felld 300—400 tré á Hall-
ormsstað og á Stálpastöðum í
Skorradal. Trén frá Haaormsstað
fara niður í austurfirðina, en
Borgnesingar sitja einir að trjám
frá Stálpastöðum.
Allur ágóðinn af jólatrésinn-
flutningi Skógræktarinnar renn-
ur til Landgræðslusjóðs og heíur
hann numið mili tvö og þrjú
hundruð þúsund krónum undan-
farin ár, en ekki seldust nema
14.000 tré í fyrra og skilaði inn-
flutningur Skógræktarinnar þá
aðeins um 100.000 króna hagnaði.
Allur innflutningurinn á jóla-
trjám er frá Danmörku og lang-
stærsti hluti þeirra kemur frá Jót-
landi — frá Heiðarfélaginu, sem
er sölusamband danskra bænda á
heiðunum. Danir hafa lagt mikið
kapp á ræktun jólatrjáa og selja
þau suður um alla Evrópu, allt
suður á Ítalíu, en stærsti markað-
urinn er í Þýzkalandi.
Tollur af jólatrjám er nú 125%,
en var hæstur 250% fyrir nokkr-
um árum.
Rauðgreni og þinur.
Aðeins er um tvær tegundir
jólatrjáa að ræða: Annars vegar
rauðgreni (íslenzku jólatrén eru
rauðgreni) og hins vegar þin.
Þinurinn heldur barrinu snöggt-
um lengur en rauðgrenið, en hann
er líka sex sinnum dýrari i inn-
kaupum. í ár verða flutt inn á
annað þúsund þintré.
Jólagreinar.
Jólagreinarnar eru aðeins af
tveim tegundum eins og jólatrén:
Furugreinar og þingreinar. Áður
fyrr voru furugreinarnar mjög
vinsælar, en hafa síðustu árin þok-
að mjög fyrir þingreinunum, sem,
eins og trén, haldast lengur græn-
ar.
í fyrra voru flutt inn um 35
tonn af þingreinum, en af íslenzku
furugreinunum voru notuð milli
5 og 10 tonn.
Tízkan.
Allt lýtur lögmálum tízkunnar
— einnig jóiatrén og jólagreinarn-
ar. Fyrir 10 árum eða svo voru
lægri trén (upp í 1.50 m.) mest
í tízku og voru þá notuð innan-
húss. Síðan komst í tízku að láta
jólatréð standa úti í garði og nú
eru hærri trén (upp í 2 m.) vin-
Unnið við afgreiðslu á jólatrjám.