Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN
25
Unnið að uppgjöri.
Egill og' Þorvaldur áttu sæti í
stjórn Verzlunarsparisjóðsins all-
an starfstima hans og síðan í
bankaráði frá stofnun hans. Þriðji
stjórnarmaður Verzlunarspan-
sjóðsins var Pétur Sæmundsson,
bankastjóri og skipaði hann það
sæti út fyrsta starfsár bankans, er
Magnús J. Brynjólfsson tók við af
honum. Þannig skipa nú banka-
ráðið menn úr hópi reyndustu
kaupsýslumanna landsins en ungt
fólk skipar allar helztu ábyrgðar-
stöður innan bankans og er starís-
lið hans þegar á heildina er litið
í aldursflokkum ungra karla og
kvenna.
Fyrir forgöngu Verzlunarbank-
ans flutti ríkisstjórnin frumvarp
á Alþingi um myndun Stofnláns-
deildar verzlunarfyrirtækja við
Verzlunarbankann. Frumvarpið
varð að lögum í apríl 1966. Lögin
heimila bankanum að stofna við
hann sérstaka deild, er hefur það
markmið að styðja verzlun lands-
manna með hagkvæmum stofnlán-
um. Deild þessi tók til starfa síðari
Árni H. Bjarnason,
skrifstofustjóri.
hluta þessa árs. Þá er unnið að því
að bankinn fái heimild til við-
skipta með erlendan gjaldeyri, en
þessi viðskipti eru nú eingöngu í
höndum Landsbanka íslands og
Útvegsbanka íslands. Hafa við-
ræður um þetta mikilsverða mál
staðið yfir um nokkurt skeið. Á
fundi Verzlunarráðs íslands fyrir
skömmu lýsti Gylfi Þ. Gíslason,
viðskiptamálaráðherra því yfir, að
hann myndi beita sér fyrir lausn
á þessu máli.
Nái þetta hagsmunamál verzl-
unarstéttarinnar fram að ganga,
Björgúlfur Bachmann,
aðalféhirðir.
er fyrirsjáanlegt að viðskipti bank-
ans munu aukast til stórra muna.
Starfsemi Verzlunarsparisjóðsins
og Verzlunarbankans hefur orðið
lyftistöng fyrir íslenzka verzlun,
stuðlað að síauknum vexti og
auknu gildi hennar í íslenzkum
þjóðarbúskap. Framtíðarliorfur
bankans eru hinar glæsilegustu
undir farsælli og dugmikilli stjórn
og er augljóst, að hann hefur ver-
ið og mun verffa til mikils sóma
fyrir verzlunarstéttina, ekki sízt
með brautryðjandastarfi sínu í
bankarekstri.
Lárus Lárusson,
aðalbókari.