Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 54
34
FRJÁLS VERZLUN
ENDURMINNINGAR
ÚRVALSBÆKUR FRÁ
HÁMARK HEIMSSTYRJALDARINNAR
Fyrir dögun mánudaginn 16. apríl 1945 hófu herir Rússa
óskaplegustu stórskotahríð, sem nokkru sinni hefur verió
haldið uppi, á hersveitir Þjðverja, sem voru til varnar á
austurvígstöðvunum, ncest Berlín, og þar með var hafin
lokaatlagan að Berlín, höfuðborg Þriðja ríkisins, sem œtlað
hafði verið að standa í 1000 ár. Hersveitir Rússa voru þá
aðeins 60 km. frá miðbiki Berlínar. — Fjórtán dögum síðar
var Hitler dauður og 21 degi síðar var styrjöldinni lokið
í Evrópu.
SlÐASTA ORUSTAN er saga þeirra þriggja vikna, þeg-
ar Þýzkaland nazismans — 1000 ára ríki Hitlers — var í
fjörbrotunum. Berlín var að kalla öll í rústum, en samt
var vörninni haldið áfram. unz Rússar höfðu lagt borgina
alla undir sig. — Þessi bók er stórfengleg lýsing á síðustu
andartökum hins mikla harmleiks — nákvœm lýsing á því,
sem bar fyrir augu manna í borginni og utan hennar, til-
finningum þeirra og hugrenningum, er ragnarökin dundu
yfir. — Enginn höfundur hefur haft sömu aðstöðu og Corn-
elíus Rvan til að skrifa slfka lýsingu á falli Berlínar,
því að Rússar opnuðu fyrir hann skjalasöfn sín og létu
honum í té gögn, sem þeir höfðu aldrei veitt neinum út-
lendingi aðgang að áður.
Þetta gefur bókinni ba3 gildi, að hún er í sérflokki
þeirra bóka, er fjallað hafa um heimsstyrjöldina.
OSVIKNAR BOKMENNTIR
Það leikur ekki á tveim tungum, að bók Svetlönu
Allilujevu, 20 BRÉF TIL VINAR, er umrœddasta bók árs-
ins 1967. Hennar var hvarvetna beðið með mikilli eftir-
vœntingu, og það er löngu ljóst orðið, að eftirvcenting
manna var ekki að ástœðulausu.
Hér skulu aðeins tilfœrð ummœli tveggja merkra lsiend-
inga, sem hafa skrifað um þessa bók.
Matthías Jóhannessen segir í Morgunblaðinu 1. október:
„Form bókarinnar er i hœsta máta eðlilegt, eitt bréíið
tekur við af öðru, án þess að efnisskipun raskist. Minning-
arnar streyma fram, hún skilur við þœr, svo koma þœr
aftur. Stíllinn er breiður og rússneskur. Undirstraumurinn
þungur. Og náttúru- og umhverfislýsingar í anda mikilla
rússneskra bókmennta.
Satt að segja gœti ég imyndað mér, að þessi bók sé
merkasta framlag Stalínsœttarinnar til heimsmenningar-
innar — og ótvírœðasta framlag til húmanismans ...”
Gunnar Benediktsson segir 19. nóvember í Þjóðviljanum:
„En það er skemmst frá að segja, að bréfin hennar
Svetlönu hef ég lesið mér til óblandinnar ánœgju. Og þar
sem mér er kunnugt um, að allmargir trúa þvi staðfast-
lega, að hér muni ekki um merkilega bók að rœö'a, þá
finn ég mér skylt, að vekja eftirtekt á því, að hér er um
að rœða ósviknar bókmenntir”.
FÍFILSÚTGÁFUNNI
CORNELIUS RYAN
Höfundur bókarinnar
LENGSTUR DAGUR