Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 24
16 FRJÁLS VERZLUN er mismunandi mikil innan ein- stakra útflutningsflokka. Mest er hún í útflutningi frystra sjávar- afurða, en þar er um að ræða eitt- hvað um 400 mismunandi tegund- ir, umbúðir o. þ. h. — Er þá um að ræða skiptingu eftir fiskteg- undum, mismunandi vinnslu og þyngd afurðanna í einstakar uni- búðir eftir kröfum markaðanna. í þessu tilfelli, þ. e. a. s. frystu sjávarafurðunum, getur verið um flókna framleiðslu- og sölufram- kvæmd að ræða, sem ekki er t. d. til að dreifa í sölu síldarlýsis eða síldarmjöls, þar sem vörurnar eru tiltölulega einhæfar og staðlaðar. íslenzkar sjávarafurðir eru seld- ar til tuga landa og til flestia heimsálfa, jafnvel til Ástralíu. Segja má, að frekar unnar ai- urðir, eins og t. d. hinar frystu, séu einkum seldar til háþróaðra landa, þar sem lífskjör fólksins eru há og kaupgeta góð. Mætti sem dæmi nefna Bandaríki Norð- ur-Ameríku, sem er stærsti kaup- andi frystra sjávarafurða, þar sem hins vegar lægra þróaðar þjóðir, eins og t. d. í Afríku, kaupa grófari vöru eins og skreið. Þá er eftir- spurn þeirra landa, þar sem kjöt- neyzla er á háu stigi, mikil eftir mjöli, þar sem það er notað til gripafóðurs, en af þeim sökum er síldar- og fiskimjölssala íslend- inga mikil til Vestur-Evrópu. f stað þess að greina frá mikil- vægi einstakra landa í útflutn- ingnum ætla ég að skýra skiptingu hans til landa innan hinna þ^kktu markaðssvæða, sem útflutningur- inn beinist einkum til. Útflutningurinn árið 1966 skipt- ist sem hér segir eftir markaðs- svæðum (f.o.b. verðmæti): Fríverzlunarbandal. 2.447 40% Efnahagsbandalagið 1.239 20% Austur-Evrópulönd 710 11% Önnur Evrópulönd 304 5% Norður-Ameríka 1.019 15% Aðrir 318 5% Innan Fríverzlunarbandalags- ins var Bretland stærsta viðskipta- landið með 997 millj. kr. Keyptu Bretar einkum síldarmjöl (489 millj. kr.), ísfisk (85 millj. kr.) og heilfrystan fisk (66 millj. kr.) Af Efnahagsbandalagslöndunum var Vestur-Þýzkaland stærsta við- skiptalandið með 524 millj. kr. Keyptu Vestur-Þjóðverjar eink- um síldarlýsi (144 millj. kr.), síld- armjöl (110 millj. kr.) og ísfisk (65 millj. kr.). í Austur-Evrópu voru Sovétrík- in stærsti viðskiptaaðilinn með 427 millj. kr. Voru frystar sjávar- afurðir yfirgnæfandi hluti þessara innkaupa eða 350 millj. kr. Hið sama er að segja um Norð- ur-Ameríku, þar voru svo til öll viðskiptin við Bandaríkin eða fyr- ir 1.001 millj. kr. og voru frystar afurðir þar af um 777 millj. kr. í öðrum löndum var Nígería stærsta viðskiptalandið með 214 millj. kr., sem var skreið. Hvernig er svo útflutningi þess- ara afurða háttað? Se,gja má, að stærsti hluti út- flutningsins sé í höndum tiltölu- lega fárra útflytjenda eða útflutn- ingssamtaka. Er það nokkuð mis- munandi eftir vöruflokkum. — Skipulag útflutningsmálanna á sér bæði ákveðnar sölulegar or- sakir, sem rekja má til innlendra og erlendra kringumstæðna allt aftur til kreppuáranna í kringum 1930 og einnig er þeirra að leita í nútíma aðstæðum, sem stafar af ákveðinni þróun í heimsviðskipt- um, sem óhjákvæmilegt hefur verið að taka tillit til. Heimskreppan í kringum 1930 og þær hörmungar, sem í kjölfar hennar fylgdu og síðari heims- styrjöldin ásamt meðfylgjandi byltingu í tækni og samgöngum gjörbreyttu heimsmyndinni og við- skiptaviðhorfunum. Upp var ris- inn heimur fjöldaframleiðslu, risa- fyrirtækja í öllum greinum, sem höfðuðu til eftirspurnar neytenda hvar sem var í heiminum, hvort sem var í afdal eða milljónaborg. Frjáls samkeppni í skilningi „mer- kantílistanna“, þar sem einstakl- ingurinn, umboðssalinn og smá- kaupandinn gátu ráðið úrslitum um sölu á dreifingu varningsins, varð að víkja fyrir nýrri tegund samkeppni, sem var og nú er eink- um sölu og dreifingu varningsins, samsteypanna, sem keppa hver við aðra. Selt er undir heims- þekktum vörumerkjum, sem aug- lýst eru og kynnt fyrir milljómr dollara, sterlingspunda og króna í alls kyns fjölmiðlunartækjum, svo sem í sjónvarpi, útvarpi, dagblöð- um o. s. frv. Það er þessi nútímaveröld, sem Út&Úr* Allt til útgerðar Heildsala - Smásala Verzlun 0. Ellingsen hf. Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins. Símnefni: „Ellingsen Reykjavík".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.