Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 24
16
FRJÁLS VERZLUN
er mismunandi mikil innan ein-
stakra útflutningsflokka. Mest er
hún í útflutningi frystra sjávar-
afurða, en þar er um að ræða eitt-
hvað um 400 mismunandi tegund-
ir, umbúðir o. þ. h. — Er þá um
að ræða skiptingu eftir fiskteg-
undum, mismunandi vinnslu og
þyngd afurðanna í einstakar uni-
búðir eftir kröfum markaðanna.
í þessu tilfelli, þ. e. a. s. frystu
sjávarafurðunum, getur verið um
flókna framleiðslu- og sölufram-
kvæmd að ræða, sem ekki er t. d.
til að dreifa í sölu síldarlýsis eða
síldarmjöls, þar sem vörurnar eru
tiltölulega einhæfar og staðlaðar.
íslenzkar sjávarafurðir eru seld-
ar til tuga landa og til flestia
heimsálfa, jafnvel til Ástralíu.
Segja má, að frekar unnar ai-
urðir, eins og t. d. hinar frystu,
séu einkum seldar til háþróaðra
landa, þar sem lífskjör fólksins
eru há og kaupgeta góð. Mætti
sem dæmi nefna Bandaríki Norð-
ur-Ameríku, sem er stærsti kaup-
andi frystra sjávarafurða, þar sem
hins vegar lægra þróaðar þjóðir,
eins og t. d. í Afríku, kaupa grófari
vöru eins og skreið. Þá er eftir-
spurn þeirra landa, þar sem kjöt-
neyzla er á háu stigi, mikil eftir
mjöli, þar sem það er notað til
gripafóðurs, en af þeim sökum er
síldar- og fiskimjölssala íslend-
inga mikil til Vestur-Evrópu.
f stað þess að greina frá mikil-
vægi einstakra landa í útflutn-
ingnum ætla ég að skýra skiptingu
hans til landa innan hinna þ^kktu
markaðssvæða, sem útflutningur-
inn beinist einkum til.
Útflutningurinn árið 1966 skipt-
ist sem hér segir eftir markaðs- svæðum (f.o.b. verðmæti):
Fríverzlunarbandal. 2.447 40%
Efnahagsbandalagið 1.239 20%
Austur-Evrópulönd 710 11%
Önnur Evrópulönd 304 5%
Norður-Ameríka 1.019 15%
Aðrir 318 5%
Innan Fríverzlunarbandalags-
ins var Bretland stærsta viðskipta-
landið með 997 millj. kr. Keyptu
Bretar einkum síldarmjöl (489
millj. kr.), ísfisk (85 millj. kr.)
og heilfrystan fisk (66 millj. kr.)
Af Efnahagsbandalagslöndunum
var Vestur-Þýzkaland stærsta við-
skiptalandið með 524 millj. kr.
Keyptu Vestur-Þjóðverjar eink-
um síldarlýsi (144 millj. kr.), síld-
armjöl (110 millj. kr.) og ísfisk
(65 millj. kr.).
í Austur-Evrópu voru Sovétrík-
in stærsti viðskiptaaðilinn með
427 millj. kr. Voru frystar sjávar-
afurðir yfirgnæfandi hluti þessara
innkaupa eða 350 millj. kr.
Hið sama er að segja um Norð-
ur-Ameríku, þar voru svo til öll
viðskiptin við Bandaríkin eða fyr-
ir 1.001 millj. kr. og voru frystar
afurðir þar af um 777 millj. kr.
í öðrum löndum var Nígería
stærsta viðskiptalandið með 214
millj. kr., sem var skreið.
Hvernig er svo útflutningi þess-
ara afurða háttað?
Se,gja má, að stærsti hluti út-
flutningsins sé í höndum tiltölu-
lega fárra útflytjenda eða útflutn-
ingssamtaka. Er það nokkuð mis-
munandi eftir vöruflokkum. —
Skipulag útflutningsmálanna á
sér bæði ákveðnar sölulegar or-
sakir, sem rekja má til innlendra
og erlendra kringumstæðna allt
aftur til kreppuáranna í kringum
1930 og einnig er þeirra að leita í
nútíma aðstæðum, sem stafar af
ákveðinni þróun í heimsviðskipt-
um, sem óhjákvæmilegt hefur
verið að taka tillit til.
Heimskreppan í kringum 1930
og þær hörmungar, sem í kjölfar
hennar fylgdu og síðari heims-
styrjöldin ásamt meðfylgjandi
byltingu í tækni og samgöngum
gjörbreyttu heimsmyndinni og við-
skiptaviðhorfunum. Upp var ris-
inn heimur fjöldaframleiðslu, risa-
fyrirtækja í öllum greinum, sem
höfðuðu til eftirspurnar neytenda
hvar sem var í heiminum, hvort
sem var í afdal eða milljónaborg.
Frjáls samkeppni í skilningi „mer-
kantílistanna“, þar sem einstakl-
ingurinn, umboðssalinn og smá-
kaupandinn gátu ráðið úrslitum
um sölu á dreifingu varningsins,
varð að víkja fyrir nýrri tegund
samkeppni, sem var og nú er eink-
um sölu og dreifingu varningsins,
samsteypanna, sem keppa hver
við aðra. Selt er undir heims-
þekktum vörumerkjum, sem aug-
lýst eru og kynnt fyrir milljómr
dollara, sterlingspunda og króna í
alls kyns fjölmiðlunartækjum, svo
sem í sjónvarpi, útvarpi, dagblöð-
um o. s. frv.
Það er þessi nútímaveröld, sem
Út&Úr*
Allt
til
útgerðar
Heildsala - Smásala
Verzlun 0. Ellingsen hf.
Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins.
Símnefni: „Ellingsen Reykjavík".