Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 26
1B FRJAL5 VERZLUN Læt ég þetta nægja um skipulag útflutningsverzlunarinnar. Staða útflutningsverzlunarinnar er á hverjum tíma annars veg- ar háð erlendum mörkuðum og hins vegar innlendum aðstæðuin. — Oft hafa markaðsaðstæður ver- ið íslendingum hliðhollar og þeir hafa kunnað að nota sér möguleik- ana, sbr. eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum. En hins vegar hefur því miður oftar gætt meira bráðlætis hér heima um að skipta öllum ávinningi strax og láta hann tafarlaust renna út í allar æðar þjóðfélagsins. Innan viss ramma er gott og æskilegt að þjóðin njóti öll þess afraksturs, sem útflutningsatvinnuvegirnir skapa, en sé gengið of nærri þeim í þessum efnum, er voðinn vís. Því miður hefur slík þróun att sér stað á síðustu árum. Tekjustig og tekjuskipting hefur verið mið- uð við hámarksárangur í afla- brögðum og söluverði, þannig að þegar samdráttur verður í hvoru tveggja brestur þessa grundvall- aratvinnuvegi allt bolmagn til að mæta afleiðingum minnkandi afla og lækkaðs afurðaverðs. Erum við nú að súpa seyðið af þessari skamrpsýnu stefnu í kjaramálum og er alls ekki enn vitað, hvort gengislækkun sú, er nú hefur orð- ið að grípa til, nægir til að mæta skakkaföllum. Reynsla undanfarinna tveggja áratuga í þessum efnum gefur tæpast tilefni til mikillar bjart- sýni, nema því aðeins að þjóðin sjái að sér og einskorði sig í kröí- um sínum við það, sem þessir at- vinnuvegir geta staðið undir. Ella vofir sú hætta yfir, að allt þrótt- mikið einstaklingsframtak gefist upp á að standa í þeim fjárhags- lega lífsháska, sem þessi atvinnu- grein hefur verið. Og hvar stönd- um við þá? — Eða efast nokkur um, að sjávarútvegurinn eigi um ófyrirs j áanlegan tíma eftir að vera meginstoðin undir efnahags- legri velferð þessarar þjóðar? RAFKNÚNAR OG HANDKNÚNAR SAMLAGNINGARVÉLAR, M ARGFÖLDUN ARVÉL AR, REIKNIVÉLAR, FÆRSLUVÉLAR, BÓKIIALDSVÉLAR, RAFEINDAVÉLAR, RAFRITVÉLAR, FERÐARITVÉLAR. FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Á EIGIN VERKSTÆÐI TRYGGIR LANGA ENDINGU. G. HELGASON & MELSTEÐ H.F. RAUÐARÁRSTÍG 1 - SÍMI 11644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.