Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 26
1B
FRJAL5 VERZLUN
Læt ég þetta nægja um skipulag
útflutningsverzlunarinnar.
Staða útflutningsverzlunarinnar
er á hverjum tíma annars veg-
ar háð erlendum mörkuðum og
hins vegar innlendum aðstæðuin.
— Oft hafa markaðsaðstæður ver-
ið íslendingum hliðhollar og þeir
hafa kunnað að nota sér möguleik-
ana, sbr. eins og gert hefur verið í
Bandaríkjunum. En hins vegar
hefur því miður oftar gætt meira
bráðlætis hér heima um að skipta
öllum ávinningi strax og láta
hann tafarlaust renna út í allar
æðar þjóðfélagsins. Innan viss
ramma er gott og æskilegt að
þjóðin njóti öll þess afraksturs,
sem útflutningsatvinnuvegirnir
skapa, en sé gengið of nærri þeim
í þessum efnum, er voðinn vís.
Því miður hefur slík þróun att
sér stað á síðustu árum. Tekjustig
og tekjuskipting hefur verið mið-
uð við hámarksárangur í afla-
brögðum og söluverði, þannig að
þegar samdráttur verður í hvoru
tveggja brestur þessa grundvall-
aratvinnuvegi allt bolmagn til að
mæta afleiðingum minnkandi afla
og lækkaðs afurðaverðs. Erum við
nú að súpa seyðið af þessari
skamrpsýnu stefnu í kjaramálum
og er alls ekki enn vitað, hvort
gengislækkun sú, er nú hefur orð-
ið að grípa til, nægir til að mæta
skakkaföllum.
Reynsla undanfarinna tveggja
áratuga í þessum efnum gefur
tæpast tilefni til mikillar bjart-
sýni, nema því aðeins að þjóðin
sjái að sér og einskorði sig í kröí-
um sínum við það, sem þessir at-
vinnuvegir geta staðið undir. Ella
vofir sú hætta yfir, að allt þrótt-
mikið einstaklingsframtak gefist
upp á að standa í þeim fjárhags-
lega lífsháska, sem þessi atvinnu-
grein hefur verið. Og hvar stönd-
um við þá? — Eða efast nokkur
um, að sjávarútvegurinn eigi um
ófyrirs j áanlegan tíma eftir að
vera meginstoðin undir efnahags-
legri velferð þessarar þjóðar?
RAFKNÚNAR OG HANDKNÚNAR SAMLAGNINGARVÉLAR,
M ARGFÖLDUN ARVÉL AR, REIKNIVÉLAR,
FÆRSLUVÉLAR, BÓKIIALDSVÉLAR, RAFEINDAVÉLAR,
RAFRITVÉLAR, FERÐARITVÉLAR.
FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Á EIGIN
VERKSTÆÐI TRYGGIR LANGA ENDINGU.
G. HELGASON & MELSTEÐ H.F.
RAUÐARÁRSTÍG 1 - SÍMI 11644