Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 67
iFRJÁLS VERZLUN 39 BLÖÐ — BÆKUR Islendingasögurnar koma út á nýjan ieik 42 bindi foinsagna seld með hagkvœmum greiðsluskilmálum. ÍSLENDINGASÖGURNAR í út- gáfu Guðna Jónssonar prófessors og að nokkru Bjarna Vilhjálrns- sonar magisters eru nú aftur að koma á markaðinn eftir að hafa verið nær ófáanlegar í 10 ár. Hef- ur verið myndað nýtt fyrirtæki utan um íslcndingasagnaútgáfuna, sem hefur gefið kost á 42 bindum með mjög hagstæðum kjörum Þsssar bækur eru Islendinga- sögurnar í 12 bindum og nafna- skrá með þeim í einu bindi, Forn- aldarsögur Norðurlanda, 4 bindi, Snorra-Edda, Eddukvæði og Eddu- lyklar, 4 bindi, Konungasögur, 3 bindi, Biskupasögur og Sturlunga ásamt Annálurn og nafnaskrá, 7 bindi samtals, Riddarasögur, G bindi, Karla-Magnús-saga, 3 bindi og Þiðriks saga af Bern 2 bindi. Samtals eru þetta 42 bindi, sem verða boðin á 16 þúsund krónur fram til 31. deserjiber nk. Eftir pað getur verið að verðið breytist. Greiðsluskilmálar eru þeir að við undirskrift samnings greiðast 4 þúsund krónur og eru 11 bindi aí- hent um leið. Síðan er gert ráð fyr- ir mánaðarlegum afborgunum, eitt þúsund krónum, þar til söluverð- ið er að fullu greitt. Gert er ráð fyrir að 18 bindi verði afhent á tímabilinu jan.—febr. 1968 og 13 bindi fyrir lok júlí 1968. Gegn staðgreiðslu er veittur 10% aí- sláttur. Utgáfa íslendingasagnanna, sem nú er endurprentuð, hófst í stríðslok og kom öll út á næstu árum nema Konungasögurnar sem voru gefnar út árið 1957. Þá var heildarverkið að seljast upp og voru síðustu fimmtán eintaka- flokkarnir bundnir 1960. Má segja cð þessi útgáfa hafi verið illfáan- leg síðan 1957. Bækurnar eru í Crown-broti og skinnbandi, meðalstærð er 29 ark- ir. Prentun annast Offsetmyndir s.f. og Félagsbókbandið annaðist bókband. í stjórn íslendingasagua- útgáfunnar eru nú Gunnar Þor- leifsson form., Jón B. Hjálmars- son og Björn Jónsson, sem jafn- frarnt er framkvæmdastjóri. Hin nýja útgáfa verður aðallega til sölu hjá bókaverzlunum úti um allt land en sennilegt er að hún verði til sölu hjá einstaka söiu- mönnum bóka. Utanáskrift Islend- ingasagnaútgáfunnar er pósthólf 73, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.