Frjáls verslun - 01.12.1967, Blaðsíða 46
3D
FRJÁLS VERZLUN
BÓKAÚTGÁFA
Vaxandi erfiðleikar
íslenzkrar bókaútgáfu
Þröngur markaðun úrelt vinnubrögð, samkeppni við erlenda
útgefendur og hœkkandi útgófukostnaður er að skapa íslenzkri
bókaútgáfu mikil vandamál.
ÍSLENDINGAR hafa löngum tal-
ið sig meðal mestu bókmennta-
þjóða heims og vissulega var svo á
sínum tíma. En vandkvæði is-
lenzkrar bókaútgáfu í dag eru
mörg og þar er mestur þyrnir i
augum sú stefna ríkisvaldsins að
vernda erlendan útgáfuiðnað gegn
ósamkeppnisfærum útgáfuiðnaði í
landinu sjálfu. Allt efni og véla-
kostur til bókagerðar á íslandi er
tollskylt, en erlendar bækur, blöð
og tímarit eru flutt tollfrjálst inn
í landið. Erlendis eykst tæknin í
bókagerð stöðugt og allt beinist
að því að lækka framleiðsluverðið
án þess að spilla gæðunum. En ís-
lenzkur bókamarkaður er þröng-
ur fyrir sérútgáfu og þar hefur
stöðnun ríkt í sumum þáttum
bókagerðarinnar, t. d. bókbandi, í
nokkurn tíma.Þegar það svo bæt-
ist ofan á, að íslenzkir bókakaup-
endur vilja vart annað en inn-
bundnar bækur, verður raunin sú,
að meðan íslenzkar bækur hækka
í verði þá lækkar verðið á erlenda
lesefninu.
Tvenns konar bólcaútgáfa.
Bókaútgáfu á Íslandi má skipta
í tvo meginþætti. Annars vegar er
sú bókaútgáfa, sem að mestu eö'a
öllu leyti er bundin við jólamark-
aðinn, en hins vegar eru bókafé-
lögin, sem hafa félagsmenn innan
sinna vébanda, og gefa út bækur
árið um kring.
Bókaforlögin, sem miða útgáfu-
starfsemi sína við jólamarkaðinn
eru mörg og misjöfn að stærð, en
verða ekki talin upp hér. Bókaié-
lögin hins vegar eru aðeins þrjú
starfandi nú og að baki þeirra
vilja menn greina pólitíska liti: Ai-
menna bókafélagið undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, en stutt af
Alþýðu- og Framsóknarflokknum,
Mál og menning með Sósíalista-
flokkinn að bakhjarli og Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs, sem styrkt
er af ríkisfé og stjórnað af mennta-
málaráði.
Á starfsemi bókafélaganna og
hinna forlaganna er sá munur, að
bókafélögin nota ekki almennar
bókaverzlanir við dreifingu bóka
sinna, nema að litlu leyti, heldur
hafa þess í stað umboðsmenn á
sínum snærum. Umboðsmennirmr
koma bókunum til félagsmann-
anna, sem fá þær með félagsverði,
sem er 20—30% lægra en utan-
félagsmenn verða að greiða fyrir
þær. Hin bókaforlögin dreifa bÓK-
um sínum til kaupenda í gegn um
bókabúðirnar úti um land allt.
Vegna þessa fyrirkomulags geta
bókafélögin yfirleitt selt bækur
Það er úr mörgu að velja um þessi jól, en verður úrvalið jafnmikið um næstu jól?