Frjáls verslun - 01.12.1967, Side 15
FRJÁLS VERZLUN
n
Unnið við saltfisk. Verkstjórinn með hattinn er Ólafur Ófeigsson.
á sambærilegum togurum erlend-
is. Auk þess verður togaraútgerð-
in að fá bættar ýmsar kvaðir, sem
á hana hafa verið lagðar, og haft
hafa og munu hafa í för með ser
útgjöld fyrir útgerðina umfram
það sem eðlilegt getur talizt.“
Þá bendir Tryggvi á eitt atriði,
sem gæti stuðlað að betri afkomu
togaranna en það er bætt aðstaða
í Reykjavíkurhöfn. „Reykjavíkur-
höfn er frá sjónarmiði togaraút-
gerðarmanns einhver hin lakasta
ef miðað er við togarahafnir í
Bretlandi. Togurunum er haldið
einn til tvo tíma fyrir utan höfn-
ina, þegar þeir koma úr siglingum
frá útlöndum, meðan tollþjónar
rannsaka farangur skipverja.
Þetta þekkist hvergi, sem ég
þekki til, r.ema hér. Og svo er
höfnin opin fyrir öllum öðrum.
Losunarmei h eru tíðum alltof fá-
ir, enda þótt margir þeirra séu
ágætir. Þeir verða að vinna allt á
bersvæði. í togarahöfnunum í
Hull, Grimsby og Aberdeen er
höfnin afgirt, og ágætt skjól í
kring. Engin hætta er á að
skemmdarverkamenn fái að koma
þar nærri, eða að aðrir fái að
koma nálægt íbúðum skipverja en
þeir sjálfir. Vaktmenn eru hér oft-
ast eldri menn, sem fá ekki rönd
við reist, gegn alls konar mönn-
um, sem eru að flækjast hér um
borð í togarana.“
Eins og kunnugt er hefur verið
mikill hörgull á hæfum mönnum
til starfa á togurum íslendinga.
Léleg aflabrögð eiga sinn þátt í
þessu, einnig auknir atvinnu-
möguleikar og betri kjör í landi.
Stundum lá við borð að togararn-
ir væru ekki veiðifærir vegna þess
að mannafla skorti eða að hann
væri ófullnægjandi sökum getu-
leysis. En síðan togurunum fækk-
aði er þó auðveldara að manna þá
sem eftir eru. Góður hópur manna
hefur gert það mögulegt að togar-
arnir eru sjófærir og þeir hafa
haldið tryggð við togarana þótt
það hafi í vissum tilfellum skað-
að þessa menn fjárhagslega,“ seg-
ir Tryggvi Ófeigsson. „Það eru
þessir menn, sem hafa komið í
veg fyrir að togaraútgerð leggð-
ist niður á íslandi. Þjóðin má vera
þessum mönnum þakklát og hún
ætti að bæta kjör þeirra.“
Tryggvi hefur aldrei farið dult
með þá skoðun sína að útgerð tog-
ara á vegum bæjarfélaga hafi ver-
ið hið mesta glapræði og spillt fyr-
ir togaraútgerðinni og vaxtar-
möguleikum hennar þegar á heild-
ina er litið. „Um árabil var þvi
haldið fram að togaraútgerðar-
menn væru stórfelldir arðræningj-
ar. Til þess að sannprófa þetta
og raunar til að hirða þennan í-
myndaða stórgróða útgerðar-
manna, voru bæjarútgerðir settar
á fót. Saga þeirra út um allt land
hefur afsannað þessar fullyrðing-
ar. Bæjarútgerðir Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar hafa fest ca. 300
milljónir af útsvörum bæjarbúa
til samans í rekstur sinn. Samt eru
félögin alltaf rekin með botnlausu
tapi. Þeim mun meiri ástæða er
til að Alþingi tryggi framhald á
rekstri þeirra 15 togara, sem enn
eru í eigu hlutafélaga. Þessi sam-
anburður er dreginn fram hér til
þess að sýna fram á hve mikils
virði togarahlutafélög eru og
hvaða vandræða starfsgrundvöil
þau hafa haft.“
Mikil saga fer af flestum tog-
urum, sem reknir hafa verið und-
ir stjórn Tryggva Ófeigssonar. Á
þeim hafa og verið margir mestu
aflamenn íslenzka veiðiflotans og
er Bjarni Ingimarsson þeirra fræg-
astur enn og á sér lengsta sögu.
Skipstjórarnir á skipum Tryggva
nú eru ungir menn, enda hefur
skipt svo ört um menn á togara-
flotanum að Markús Guðmunds-
son ,sem nú er á Júpíter og er rétt
rúmlega fertugur, mun vera elzt-
ur í starfi allra togaraskipstjóra.
En allir eru skipstjórar á togur-
um undir stjórn Tryggva ágætir
aflamenn.
Auk þess að reka togara með
frábærum árangri stjórnar
Tryggvi einu afkastamesta og full-
komnasta frystihúsi landsins. Það
er á Kirkjusandi og var byg'gt á
árunum 1954—56. Þar er og fram-
leiddur skelís fyrir togarana og
frystihúsið með vélum frá Vél-
smiðjunni Héðni hf., nokkur þús-
und tonn á ári. Frystihúsið er
sameign Júpíters hf. og Marz hf.
Árið 1960 keyptu félögin fuil-
komna og að mörgu leyti sjálf-
virka sjólaxaverksmiðju frá
Þýzkalandi, eina nýtízkulegustu
verksmiðju, sem til er hér á landi.
Hún var keypt og sett upp sam-
kvæmt ráðleggingum tveggja ser-
fræðinga. Tildrög þess að verk-
smiðjan var keypt voru að ríkis-
stjórnin hafði árið 1960 fengið
hingað norskan niðursuðusérfræð-
ing, sem ráðlagði m. a. að tekin
yrði upp niðurlagning á söltuðum
ufsa til sölu á erlendum mörkuð-
um. Enn fremur skrifaði Sigurð-
ur Pétursson gerlafræðingur grein
þar sem hann benti á að salt-
aðan ufsa ætti ekki að selja úr
landi öðru vísi en unninn í sjo-
lax. Verksmiðjan þarf 50—60
manna starfslið, aðallega konur.
Verksmiðjan getur afkastað full-