Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 12
FRJALS VERZLUN Þegar bjórmálið bar á góma, bárum við það undir Tómas, hvort möguleiki væri á að framleiða hér á landi bjór til útflutnings. „Sumir láta sig dreyma um það“, svaraði Tómas, „en það eru draumar einir saman. Slíkt er með öllu ógerlegt, eins og málin standa nú, því til framleiðslunnar þarf að flytja allt inn nema vinnuna og vatnið. Erlend ölgerðarfyrirtæki hafa öll sín hráefni og umbúðir við hendina í heimalandi sínu og þar að auki hafa þau aðalmarkaðinn þar. Þessi munur gerir það að verkum, að við þurfum ekki að láta okkur dreyma um, að við sé- um samkeppnisfærir á þessu sviði“. — 0 — Og áttræður getur Tómas Tóm- asson vissulega litið um öxl með nokkurri velþóknun. Hann hefur séð ávöxt síns erfiðis í því, að litla ölgerðin, sem hann setti á stofn fyrir fimmtíu árum með litilli kunnáttu og ennþá minni fjárhags- getu, er nú orðin stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í landinu. Það eitt gefur manninum góða einkunn. I riti því, sem Gísli Guðmunds- son gerlafræðingur skrifaði í fimmtán ára minningu um Ölgerð- ina Egil Skallagrímsson, segir hann svo um Tómas vin sinn: „Það bar þegar í stað á því, þegar hann kom austan úr Rangárvallasýslu árið 1906, að hjer yrði ekki um meðalmann að ræða. Tómas var áræðinn, framúrskarandi þraut- seigur og góður drengur; en það eru þeir kostir, sem koma mönn- um jafnan langt áleiðis. Má vel heimfæra upp á Tómas það, sem sagt var um Jacobsen bruggara, en það var, að hann væri svo slyngur að stjórna ölgerð, eins vandasamt verk og það er, eitt af erfiðustu hlutverkum. sem for- stjóra verða fengin, að ekki mundi völ á öðrum slíkum manni nema einu sinni á öld hverri“. Þegar við spyrjum Tómas, hverju hann þakki fyrst og fremst viðgang fyrirtækis síns, svarar hann án minnsta hiks: „Það hefur alla tíð verið mín gæfa að hafa prýðis starfsfólk í minni þjónustu. Viðgangur Ölgerðarinnar byggist framar öllu öðru á góðu og dyggu starfsfólki“. Lagerkjallarinn hjá Ölgerðinni. Þverholt stækkað og þar kom upp vélaviðgerðarverkstæði, skömmu síðar umbúðaverksmiðja og bíla- verkstæði. En þegar að þrengdist, var bílaverkstæðið flutt í leigu- húsnæði. Síðari hluta árs 1967 reis svo enn ein byggingin á Þórs- lóðinni og verða þar til húsa nýj- ar og fullkomnar átöppunarvélar, sem notaðar verða við alla ölfram- leiðslu fyrirtækisins. Hf. Ölgerðin Egill Skallagríms- son framleiðir nú þrjár tegundir öls og margar tegundir gos- drykkja. Hjá fyrirtækinu starfa milli 80—90 manns og margt skólafólk bætist í þann hóp yfir sumartímann og um jól, þegar mestu annirnar eru. — 0 — Ekki verður svo skilið við þetta stutta ágrip af framkvæmdasögu Tómasar í Ölgerðinni, að ekki verði minnzt á Egil sterka, eða Polar Beer, eins og verksmiðju- heiti hans er. „Á seinni stríðsárunum“„ segir Tómas, ,fengum við leyfi til að framleiða sterkt öl fyrir herinn og erlendu sendiráðin. Bjórinn líkaði vel, en þegar fram liðu stundir reyndist okkur ókleyft að keppa við erlendar ölgerðir um verð og dróst þá bjórframleiðsla okkar saman. íslenzku flugfélögin buðu farþegum sínum í eina tíð upp á Polar Beer, en nú þykir þeim hann ekki lengur henta vegna umbúð- anna. Nú framleiðum við bjórinn að- eins í litlum mæli og seljum hann í sendiráðin“.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.