Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.12.1968, Qupperneq 25
FRJÁLS VERZLUN 13 FYRIRTÆKI MIKILL KOSTUR AD REKA VERZLUN SAMHLIDA FRAMLEIDSLU Óskir neytenda í beinu sambandi við framleiðsluna. ÞEIR eru ekki svo fáir íslending- arnir, sem ganga í Kóróna fötum í dag, og þeim fjölgar sjálfsagt til muna á næstunni, því fyrirtækið Sportver hf. er enn að auka fjöl- breytni í litum og áferð. Sportver hf. er fyrirtæki, sem er vel rekið og rösklega, enda eru ungir menn við stjórnvölinn og þeir vita, hvað þeir vilja. Frjáls verzlun hitti tvo af eigendunum, Guðgeir Þórarins- son og Björn Guðmundsson, að máli fyrir skömmu og ræddi Iítil- lega við hann um verksmiðjuna og verzlunina Herrahúsið, sem rekin er í tengslum við liana. „Okkur finnst vera mikill kost- ur að reka jafnframt verzlun, þar sem við seljum framleiðslu okkar, ekki sízt, þegar hún nær vinsæld- um og gengur vel. Það hjálpar líka til við að komast að því, hvað viðskiptavinir okkar vilja, hvers- konar föt, hverskonar snið og hvaða liti. Og við reynum auðvit- að eftir beztu getu að verða við þessum óskum. Við gei'um líka ráð fyrir að geta það í enn ríkara mæli hér eftir. Þótt gengisfelling- in komi líklega til með að minnka fatakaup, þá er einnig trúlegt, að innflutningur minnki. Við ættum þannig að fá stærri hluta af mark- aðinum og getum þá leyft okkur meira í fjölbreytni.“ „Nú finnst mér íslenzkar verzl- anir hafa fremur lítið úrval á boð- stólum, um 90% af fatnaði eru líklcga þessi eilífu dökkgráu föt. Haldið þið, að þetta sé að breyt- ast?“ „Örugglega, við höfum orðið á- þreifanlega varir við það. Það eru auðvitað ýmis tízkufyrirbrigði, sem skjóta upp kollinum, og koll- varpa allri hefð í klæðaburði, en við skulum ekki reikna með því. Við höfum jafnan reynt að fara milliveg. En við höfum tekið eftir því, að smekkur fólks er mjög að breytast, og efni, sem við hefðum ekki vogað okkur að setja á mark- aðinn fyrir nökkrum árum, seljast nú vel. Þetta á einkum við um liti. Það er að verða léttara yfir klæðaburði fólks hér, enda var það óhjákvæmilegt. Menn ferðast mikið í dag og sjá einnig fjöldan allan af tízkublöðum svo það er ó- hjákvæmilegt, að það eigi þátt í að skapa smekk þeirra.“ „Nú er slæmt hljóðið í mörg- um iðnaðar- og verzlunarmönnum, — hvernig lízt ykkur á?“ „Verksmiðjan er nú orðin fimm ára gömul ,og Herrahúsið einu ári yngra. Þótt á ýmsu hafi gengið í efnahagslífi þjóðarinnar hefur Guðgeir Þórarinsson og Björn Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.