Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 30

Frjáls verslun - 01.12.1968, Page 30
1Q FRJALS VERZLUN að vilja bækur í góðu bandi. Þeir- ekki aðeins lesa bækurnar, sem er örugglega satt og annað ekkert nema hótfyndni, — heldur vilja þeir líka prýða heimili sín bók- um. Þess vegna seljast ekki 'heft- ar bækur hér á landi eins og í Ameriku, enda undrast Banda- ríkjamenn fegurð bóka hér.“ Og loks getum við líka spurt: Eru bækur óþarflega dýrar? Og því svara allir ofangreindir heiðursmenn játandi. Og það er eðlilegt. Efni til bókagerðar og bókagerðarvélar eru hér tollaðar 35—40%, þótt innfluttar bækur séu tollfrjálsar. Og er þá að undra þótt fyrir hafi komið, að íslenzkar bækur hafi verið prentaðar er- lendis? Og síðan fluttar inn toll- frjálst. f Noregi er meira að segja eng- inn söluskattur á bókum. Og bóka- gerðarmenn fá þar norskan papp- ír, sem er gæðavara, 10% undir heimsmarkaðsverði. Gefum nú Baldvin Tryggvasyni orðið: „Hið eina, sem hefur veru- lega hækkað, er pappír og annað efni til bókagerðar. Verður því 35% tollurinn enn þyngri á met- unum og er orðinn mjög þungur baggi. Auk þess er það svolítið ski-ýtið, að bókaútgefendur skuli vera skyldaðir til að gefa hinu opinbera 12 eintök að hverri bók. Mér er ekki kunnugt um, að aðrir þurfi að gefa ríkinu neitt. — Þó má ekki skilja þetta svo, að ég sjái eftir þessum eintökum tii Landsbókasafnsins. En við hljót- um að ihuga þá aðstöðu, sem okk- ur er búin, bókaútgefendur.“ En hvað svo sem um þessa að- stöðu má segja ,vantar bókaútgef- endur a. m. k. ekki rithöfunda á íslandi. Og meðan við veltum fyrir okkur, hversu ódrepandi á- hugi okkar íslendinga er á því, hvað náunganum líður og hvernig honum segist frá og hvað hann hefur reynt, skulum við spyrja bókamennina, hvernig jólasalan muni ganga: Baldvin Tryggvason: Ég hef ekki þurft að kvarta í ár og það er ekki ástæða til að vera með svartsýni í þeim efnum. Bóksalan virðist ganga vel. En síðustu dag- arnir fyrir jól skera úr. Geir Björnsson: Ég er frekar bjartsýnn. Það er svo ríkt í fs- lendingum að kaupa bækur, að ég held þeir fari ekki að hætta því allt í einu. Lárus Bl. Guðmundsson: Ég hef óljósan grun um, að bóksalan verði góð núna. Eins og horfir virðist hún ekki ætla að verða minni en sl. ár. hún er svipuð í krónutölu, enda bækurnar i sama verði. Fólk- ið talar líka um, að bækur séu ó- dýrari til gjafa, og það hefur það ekki gert lengi. Oliver Steinn: Ég vil meina, að bóksalan sé að fara í gang, en bókaútgáfan byggist ákaflega mik- ið á sölunni fyrir jólin. Hún er dreifð ennþá, en um næstu helgi fara línurnar að skírast. í þessu fyrsta bindi eru eftirtaldar sögur: Egils saga, Hœnsna-Þóris saga, Gunnnlaugs saga ormstungu, Bjarnar saga Hítdœlakappa og Gisls þóttur lllugasonar. ÍSLENDINGASÖGUR mcð nútíma stafsetningu Grímur M. Helgason mag. art. og Vésteinn Olason cand. mag. bjuggu lil prenlunar. Oft heyrist það, einkum hjá ungu fólki, að erfitt sé að lesa íslendingasogurnar vegna hinnar samrœmdu fornu stafsetningar. Á seinni árum hafa menn því fremur hallazt að þy.í að prenta Islendingasögurnar með nútíma stafsetningu, enda er hún oft sízt fjœr stafsetningu handritanna en samrœmd stafsetning forn og hefur þann ótvírœða kost að vera auðveldari í lestri fyrir þá, sem henni einni eru vanir. — Þessi heildarútgáfa íslendingasagna með nútíma stafsetningu verð- ur átta bindi. Ný bindi koma út í apríl og nóvember 1969 og síðan tvö og þrjú bindi árin 1970 og 1971. Er því kjörið tœkifœri að eignast þetta safn á þann hátt að kaupa bindin jafnótt og þau koma út, — það verður engum tilfinnanleg fjárfesting, en hinsvegar verðmœt og varanleg eign. ÍSLENDINGASÖGUR með nútíma stafsetningu eru sjálfsögðustu bœkur í bókaskáp hvers Islendings, því allir geta lesið Islend- ingasögur með nútíma stafsetningu sér til gagns og skemmtunar. Takmarkið er: Ekkert íslenzkt heimili án íslendingasagna með nútíma stafsetningu Verð kr. 645,00. SKIIGGSJA

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.