Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Side 44

Frjáls verslun - 01.12.1968, Side 44
24 FRJAL5 VERZLUN „EG BIÐ MÉR ENGRAR MISKUNNAR" Rœtt við Óskar Halldórsson í Dúna. ÓSKAR í Dúna er hann neíndur í daglegu tali. Almenningur setur nafn hans í samband við falleg og skemmtileg húsgögn; það gera keppinautar hans líka og þeir hrukka gjarnan ennið um leið, því fyrir þeim merkir nafnið Ósk- ar í Dúna einnig harða sam- keppni, sem er daus við alla með- almennsku. Þeir vita, að því flcyi, sem Óskar í Dúna stjórnar, er siglt að óskum skipstjórans eins. Fyrir skömmu opnaði Óskar í Dúna útibú að Ármúla 5 í Reykja- vík. í tilefni þess hcimsóttum við hann í höfuðstöðvarnar að Auð- hrekku 59 í Kópavogi. Þetta var snemnia að morgni dags og þegar við komum, er Óskar önnum kaf- inn við að skera íil áklæði. „Áour en ég stofnaði Dúna,“ segir Óskar, „var ég verkstjóri hjá Ragnari Björnssyni h.f. í Hafnarfirði. Á þeim tíma ríkti hér algjör kjallara- og bílskúra- hugsunarháttur í húsgagnafram- leiðslu sem öðrum iðngreinum, en ég' gat aldrei sætt mig við hann, og því sigldi ég utan til að kynna mér húsgagnaframleiðslu, eink- um dýnuframleiðslu, eins og hún gerðist bezt með öðrum þjóðum. Úr þeirri ferð kom ég svo upp- íullur af nýjum hugmyndum og til að hrinda þeim í framkvæmd, ákvað ég að stofna eigið fyrir- tæki. Það er kannski ekki úr vegi að útskýra nafnið á því; margii hafa spurt. Dúna merkir eitthvað, sem er mjúkt, sbr. dúnn, og ég valdi nafnið með hliðsjón af því, að ég ætlaði mér fyrst eingöngu að framleiða dýnur. Dúna fór af stað i 160 íermetra húsnæði að Súðavogi 7 og fvrst í stað störfuðu þrjár manneskjur hjá fyrirtæk- inu. En þegar ég var að komast í gang, urðu tafir, mér óskiljanleg- ar, á fjöðrum tii dýnuframleiðsl- unnar, svo ég varð að venda mínu kvæði í kross og byrjaði þá að framleiða bólstruð húsgögn. Vend- ingin tókst með ágætum og eftir „Dæmin sanna, að íslenzk iðnfyr- irtæki eiga ekki möguleika á nema vissri stærð.“ fjóra mánuði flutti ég fyrirtækið hingað, í 600 fermetra húsnæði. og hafði þá átta manns i vinnu. Vöxturinn hélt áfram og á skömmum tíma rauk ég upp í það að vera einn stærsti einkafram- leiðandi í minni iðngrein á land- ínu. Eg framleiddi þá húsgögn fyrir nokkrar stærstu og glæsi- legustu húsgagnaverzlanirnar í Reykjavík. Stærstu viðskiptamenn mímr fóru svo illu heilli á haus- mn og ég varð að ganga að al- gjörum nauöungarsamningum við þá, sem kipptu undan mér fótun- um. En það varð mér til happs, að ég kynntist ágætum mönnum, sem höfðu trú á minni starfsemi og eínnig sýndu forsvarsmenn bank- anna mér mikinn skilning. Dúna var gerð að hlutafélgi og þannig tókst að bjarga málunum og síðar meir að sigrast á erfiðleikunum. Nú má segja, að Dúna sé fjöl- skylduíyrirtæki. Þegar erfiðleikarnir höfðu ver- ið sigraðir, tók við mikið blóma- skeið. Dúna framleiddi húsgögn og dýnur og seldi i verzlanir um allt iand. Þátttaka okkar í Iðn- sýningunni 1966 vakti svo mikla athygli, að við fórum að selja íramleiðslu okkar sjálfir; fyrst í smáum stíl, en þessi sala gaf okk- ur byr undir báða vængi og í ágústmánuði 1967 opnuðum við verzlunina hérna. Hún er á tveim- ur hæðum, á neðri hæðinni sýnum við aðallega dagstofuhúsgögn og á efri hæðinni svefnherbergishús- gögn, svefnbekki og stök húsgögn alls konar.. — Heyrðu! Tala ég of hratt? Ekki það? — Nú, 1967 var glæsilegt ár fyrir okkur og lukkan stóð fram á þetta ár, allt þar til einn góðan veður- dag, að miklar vegaframkvæmdir hefjast á Kópavogshálsi. Við þess- ar vegaframkvæmdir lokuðumst við alveg af og þess urðu dæmi, að hingað kom fólk, sem var búið að þvælast um Kópavog í tvo klukkutíma í leit að verzlun okk- ar. Stórminnkandi sala sýndi, að við þetta yrði ekki búið og í ágúst fórum við, atvinnurekendurnir við Auðbrekku, þess á leit við bæj- arráð Kópavogs, að þeir opnuðu leiðina til okkar aftur. Bæjarráðið brást vel við beiðni okkar og tók málið strax til athug-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.