Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 56

Frjáls verslun - 01.12.1968, Síða 56
32 FRJALS VERZLUN laði og öðru sælgæti, sem við framleiðum, að suðusúkkulaði undanskildu. Mjólkurduít verðum við að kaupa á óniðurgreiddu verði. Síðast þegar við keyptum duft, greiddum við 91,20 kr. fyrir kílóið. Útflutningsverð er hins vegar 21,75 kr. fyrir hvert kíló- Svo er 40% tollur á aðalhráefn- um til súkkulaðigerðar s. s. kak- ao-baunum og kakao-smjöri og 70 —90% tollur á mörgum öðrum hráefnum. Af vélum, sem notað- ar eru til framleiðslunnar, er 25% tollur og að auki 7,5% söluskatt- ur, sem leggst á heildsöluverð- mæti. Fólk kvartar oft undan háu verði á sælgæti og það er ekki að ástæðulausu. Og það veit hamingj- an, að við vildum gjarnan hafa lægra verðlag og selja þá meira, en það er bara ekki i okkar hönd- um. Ef við höldum áfram að ræða um tolla get ég sagt þér, að mikið af hráefnunum, sem við notum til konfektgerðar eru tolluð 70— 90%. Tökum til dæmis páskaegg, sem eru tiltölulega dýr. Það er auð- vitað að hluta vegna hráefnis- tolla og tollvörugjaldsins, en þar kemur annað til. Allt skraut, sem við setjum á þau, er í hæstu toli- flokknum. Páskaeggjaframleiðsl- an er lítið vélvædd og vinnuþátt- urinn því hár hluti verðmyndun- arinnar. Og kaupið síðastliðin sex ár hefur hækkað um 112—154%, svo að þú sérð, að það er ýmislegt, sem við þurfum að fást við. Þar við bætist svo, að smásöluálagn- ing hér er hærri en í nágranna- löndum okkar, af ýmsum ástæð- um. — Hverjir eru aðrir helztu erf- iðleikar ykkar? — Þá er líklega að telja mjög lítinn markað, sem aftur tak- markar fjöibreytni í framleiðsl- unni. Stærsti samfelldi markaður- inn er auðvitað Reykjavík og ná- grenni, en það selst einnig mikið úti á landi. Við höfum okkar eig- ið sölukerfi hér á Reykjavíkur- svæðinu og svo umboðsmenn úti á landi. Innanbæjar höfum við okk- ar eigin bíla í útakstri, en varn- ingurinn út á land fer annaðhvort með skipum, flugvélum eða bílum. Sölukerfið er sameiginlegt fyrir allar þi'jár verksmiðjurnar. — Hvernig farið þið að því að búa til nvtt sælgæti? — Oft kaupum við uppskriftir erlendis og framleiðum sælgætið hér heima. Ég fer alltaf út a. m. k. einu sinni á ári til að fylgjast með nýjungum. Svo höfum við okkar eigin litlu efnarannsóknar- stofu. Hennar hlutverk er einkum að fylgjast með framleiðslunni og annast gæðaeftirlit. Þess í milli eru kannaðar nýjar vörur, en það tek- ur langan tíma, svo að það verður að fylgjast með því, sem kemur á markað erlendis. Auk þess nota ég svo tækifærið til að kynna mér markaðsmál, verðsveiflur og ým- islegt fleira. Ef svo fer, að við göngum í EFTA, þýðir ekkert annað en að vera búinn að búa sig undir það og semja um nægi- lega langt aðlögunartímabil. Að lokum má nefna, að hráefni til súkkulaðiframleiðslu, kakao-baun- ir og kakao-smjör, fara síhækk- andi á heimsmarkaðinum vegna aukinnar eftirspurnar á þessum vörum. En þótt erfiðir tímar séu fram- undan, er enginn uppgjafartónn hjá þeim í Nóa, Hreini og Siríusi. Þvert á móti stælast þeir við raun- ina. í stað þess að draga saman seglin og reyna að spara og spara eins og margra er siður, þegar illa árar, leggur Hallgrímur út í mikinn kostnað til að auka hag- ræðingu og nýtni. Á þessu ári voru t. d. ráðnir tæknifræðingur, sem á að sjá um hagræðingu í verksmiðjunni, og viðskiptafræð- ingur, sem á að snúa sér að við- skiptahliðinni. Sem fyrr segir eru Nói, Hreinn og Siríus rekin sameiginlega og hafa ennfremur sameiginlegt sölu- og dreifingarkerfi. Hallgrímur er forstjóri allra fyxártækjanna, en hvert þeirra um sig hefur sérstaka stjórn. Til þess að auka enn hag- ræðinguna er nú verið að undir- búa að færa allt aðalbókhald og viðskiptabókhald í tölvu, og gerist það með stækkun húsnæðisins. Fyrii'tækin voru löngu búin að sprengja af sér upphaflegt hús- næði, og því var ákveðið að stækka. Eru nú skrifstofurnar þegar fluttar í nýja álmu og til stendur að stækka verksmiðjuna. Búið er að fá leyfi til að byggja tvær viðbótaihæðir ofan á gamla vei’ksmiðjuhúsið og teikningar liggja þegar fyrir. Þá er ætlunin að bæta við vélum til að lækka framleiðslukostnað og einnig að auka fjölbreytni í framleiðslu. Þá verður að sjálfsögðu einnig að bæta við það 65—85 manna starfs- lið, sem fyrii'tækin hafa í þjónustu sinni. Sælgætisframleiðslan hefur aukizt töluvei't á síðustu áratug- um. Árið 1935 var t. d. heildar- framleiðsla í landinu á suðusúkku- laði 10,5 tonn, en árið 1965 var hún orðin 108,2 tonn. Þetta er í sjálfu sér ekki mikil aukning mið- að við fólksfjölgun, en átsúkku- laði átti betra gengi að fagna. Ái'- ið 1935 voi'u aðeins framleidd rúmlega 5,6 tonn, en 1965 voi’u þau orðin rúml. 95 tonn. Á næstu árum jókst framleiðslan enn mjög ört þannig, að 1967 voru fram- leidd 138 tonn af átsúkkulaði. Þá má einnig nefna bi'jóstsykur. Ái'- ið 1935 voru framleidd tæp 30 tonn af honum, en 1965 voru fram- leidd rúmlega 111 tonn. íslendingar borða sífellt meira og meira sælgæti, svo að þetta er enn að aukast. Og Nói. Hi'einn og Siríus stefna að því fullum fetum að fá sinn skei'f af þeirri aukn- ingu. Verktakar — Verkfræðistörf ALMENNA BYEGiNGAFÉLAGIÐ SUÐURLANDSBRAUT 32 5ÍMI 3B59D

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.