Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 9
FRJALS VERZLUN
7
Óstaðfestar fregnir 111
A FLAKKI Dýr myndi Hafliði allur Um þessar mundir fögnum við nýju j| rannsóknarskipi, „Bjarna Sæmundssyni“, sem lengi hefur verið á döfinni og á að | bæta úr brýnni þörf varðandi haf- og i| fiskirannsóknir Ekki eru menn þó á eitt i| sáttir um ágæti þeirrar ráðstöfunar, að | smíða þetta skip. Það er sagt kosta 2-10 milljónir og árlegur reksturskostnaður ( áætlaður 30 milljónir. Heyrzt hefur að | þessar tölur séu báðar í rauninni miklu | hærri. Hvað sem því líður, er það stao- reynd, að fjárfestingin í þessu skipi ei meiri en í allri annarri rannsóknarstarf- semi okkar Islendinga til samans, og rekst- j urskostnaðurinn skv. áætlun einnig meiri j: en áætlað er verja til allra annarra j rannsóknarstarfa. Skuttogararnir ævintýraduggur? Margt bendir til þess, að nú sé að hefj- j ast nýtt ævintýri í íslandssögunni, með j kaupum á 6 1000 tonna skuttogurum fyrir j atbeina ríkisvaldsins. Þetta hugsanlega ævintýri byggist á því, að ekki hefur fundizt rekstursgrundvöllur fyrir þessi ; skip, enda þótt mikið hafi verið reiknað. Meðan hafin er smíði þessara stóru — en þó jafnframt litlu — skuttogara, eru keyptir hingað helmingi minni skuttogarar fyrir þriðjunginn af verði þeirra stóru. Engum dettur í hug, að þeir stærri afli svo miklu meira en þeir minni, að þeir geti nokkurn tímann staðið undir mismunin- um. ísland miðstöð olíudreifingar? Eins og kunnugt er, liggur fyrir Alþingi tillaga um stofnun féíags til athugunar og undirbúnings að stofnun olíuhreinsunar- stöðvar hér á landi. Enda þótt málið sé á algeru frumstigi, er auðvitað strax farið að rífast um staðsetningu og mengunar- hættu, enda í tízku um þessar mundir að rífast um þessi atriði, einkum mengunar- hættuna. Nú hefur fundizt olía í Norður- sjónum og óvíst hvaða áhrif það hefur á málið. Enn er þó rætt um olíuflutninga hina svokölluðu Norðurleið, nú með risa- kafbátum undir ísinn. Yrði olíunni þá e. t. v. umskipað á Grænlandi eða íslandi. Og ýmsir aðilar vilja nú rannsaka, 'hvort olía finnist í landgrunni íslands. Hver veit nema hér verði áður en varir miðstöð olíudreifingar?
ipiliílíiilili tliillillil t ÍÍÍIH ~ - t at nt~a t 't uttul n i 1 i
T"
Ta
V.
Innlegg
■ er Qp
áSangi c&>
(atL&tupyU ýuutttíd áatHdátd j
MÁNAt.iARLBOT INXLKliO Á BANKABÖK MEÐ 9%
VÖXTOM ER* EPTIR STt'TTAN TÍMA ORÖINN UIUDUB KJÓÐUR
ÖL
1 ÁR
2 ÁR
5 ÁR
10 ÁR
Kr. 100,00
2.630,00
7.532,00
19.120,00
2.517,00
5.261,00
38.241,00
500,00
6.293,00
13.151,00
37.659,00
95.602,00
12.585,00
75.318,00
191.203,00
— 1500,00
18.578,00
286.804,00
— 2000,00 25.170,00
52.606,00
150.636,00
382.406,00
1 TAFLAN SÝNIR JÖFN MÁNAÐARLEG INNLEGG í 1 TIL 10 ÁR