Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN
47
heldur einnig iðnaðarþjóðir
eins og Ástralia og Sviss.
Mikilvægasti söluvarningur-
inn er Mystere og Mirageher-
þoturnar. Það eru Dassault-
verksmiðjurnar, sem framleiða
þessar þotur og á sl. 12 árum
hafa þær selt um 1100 slíkar
þotur og flugherir 14 ríkja nota
franskar herflugvélar.
Hin frábæra frammistaða
flughers ísraels í sex-dagastríð-
inu jók mjög á hróður frönsku
flugvélaverksmiðjanna, því að
ísraelar beittu mest Mirageþot-
um. Nú eru 1150 slíkar flug-
vélar í pöntun. Nýjir samning-
ar hafa verið gerðir við Argen-
tínu, Líbíu, Pakistan og Spán
um sölu á 200 Mirageþotum á
þessu ári. Ef þessu heldur á-
fram munu tekjur Frakka af
flugvélasölu nema um 1400
milljónum sterlingspunda á
næstu 5 árum, eða sömu upp-
hæð og þeir seldu fyrir á sl.
10 árum.
Fyrir ári létu margir franskir
ráðamenn í ljós ótta við, að
vopnasölubannið á ísrael myndi
hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér og valda óbætanlegu
tjóni^ á hergagnaiðnaði lands-
ins. ísraelar höfðu verið helztu
kaupendur vopna frá Frakk-
landi sl. áratug og keypt um
17% af allri framleiðslunni.
Franska stjórnin hefur meira
en bætt tapið upp með því að
útvega nýja kaupendur, þ.á.m.
Argemtínu og Líbíu. Debré
varnarmálai’áðherra hefur og
nýlega gert samning við V-
Þjóðverja um sölu á 20 hrað-
skreiðum varðbátum vopnuð-
um eldflaugum. Nemur and-
virði samningsins um 120 millj-
ónum sterlingspunda. Grikkir
og Malasíubúar hafa þegar
keypt sams konar skip, en
Perúmenn hafa pantað Exocet-
eldflaugakerfið.
Stefna Frakka í öllum þess-
um samningum hefur verið sú,
að láta stjórnmál ekki koma
þar nærri. Á sama tíma og
Bandaríkjamenn neituðu að
selja herforingjastjórninni í
Grikklandi vopn, lögðu Frakk-
ar sig alla fram við að ná mark-
aðnum og höfðu gert stóra
samninga við Grikki, en þá af-
léttu Bandaríkjamenn sölubann-
inu.
Gagnrýni Afrikuþjóða á
Frakka fyrir að selja vopn til
S-Afriku kom óþægilega við
frönsku stjórnina og til að
tryggja hagsmuni Frakka í Af-
ríku fullvissaði Pompidou for-
seti, Kenneth Kaunda forseta
Zambíu um að Frakkar myndu
hætta að selja S-Afríkumönn-
um önnur vopn en þau sem
ætluð eru til landvarna, og sízt
af öllu myndu þeir selja þeim
þyrlur og brynvagna. Kaunda
lýsti þetta mikinn stjórnmála-
legan sigur, er hann kom af
fundi Pompidous, en sannleik-
urinn var sá, að Pompidou var
ekki að fórna neinu, því að
Frakkar höfðu þegar afhent all-
ar þyrlur, sem um hafði verið
samið og brynvagnarnir eru
framleiddir í S-Afríku skv.
frönsku framleiðsluleyfi. Ekk-
ert bendir til að Frakkar hygg-
iö-t breyta stefnu sinni gagnvart
S-Afríku, því að Frakkar vita,
að S-Afríkustjórn ætlar að fara
að endurnýja hergögn hers síns
og Frakkar búast við feitum
bita þar. Haldi S-Afríkumenn
áfram að kaupa hergögn frá
Frakklandi á næstu fimm ár-
um, er búist við að Frakkar
hafi um 120 milljónir sterlings-
punda tekjur vegna þess samn-
ings.
Pompidou ávarpaði nýlega
franska herforingja og hvatti
þá til að nota hergögn og vopn,
sem erlendir viðskiptavinir
hefðu áhuga á.
Franskir vinstrimenn mót-
mæla öðruhverju vopnasölu til
landa eins og Grikklands, Port-
úgals og S-Afríku, en þar sem
þessi lönd eru meðal helztu við-
skiptavina Frakka, hefur aldrei
risið neitt stórmál vegna þessa.
Jafnvel kommúnistar hafa hald
ið sig á mottunni, af ótta við
atvinnuleysi, ef tekið verður
fyrir sölu til þessara landa..
Nú er áætlað að heildartekj-
ur Frakka af vopnaútflutningi
í ár nemi um 530 milljónum
sterlingspunda, sem er helmingi
meira en á sl. ári. Vopn og her-
gögn eru nú um 15% af heild-
arútflutningi Frakka.
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
BergstaSastr. 10A Sími 16995