Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN 47 heldur einnig iðnaðarþjóðir eins og Ástralia og Sviss. Mikilvægasti söluvarningur- inn er Mystere og Mirageher- þoturnar. Það eru Dassault- verksmiðjurnar, sem framleiða þessar þotur og á sl. 12 árum hafa þær selt um 1100 slíkar þotur og flugherir 14 ríkja nota franskar herflugvélar. Hin frábæra frammistaða flughers ísraels í sex-dagastríð- inu jók mjög á hróður frönsku flugvélaverksmiðjanna, því að ísraelar beittu mest Mirageþot- um. Nú eru 1150 slíkar flug- vélar í pöntun. Nýjir samning- ar hafa verið gerðir við Argen- tínu, Líbíu, Pakistan og Spán um sölu á 200 Mirageþotum á þessu ári. Ef þessu heldur á- fram munu tekjur Frakka af flugvélasölu nema um 1400 milljónum sterlingspunda á næstu 5 árum, eða sömu upp- hæð og þeir seldu fyrir á sl. 10 árum. Fyrir ári létu margir franskir ráðamenn í ljós ótta við, að vopnasölubannið á ísrael myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og valda óbætanlegu tjóni^ á hergagnaiðnaði lands- ins. ísraelar höfðu verið helztu kaupendur vopna frá Frakk- landi sl. áratug og keypt um 17% af allri framleiðslunni. Franska stjórnin hefur meira en bætt tapið upp með því að útvega nýja kaupendur, þ.á.m. Argemtínu og Líbíu. Debré varnarmálai’áðherra hefur og nýlega gert samning við V- Þjóðverja um sölu á 20 hrað- skreiðum varðbátum vopnuð- um eldflaugum. Nemur and- virði samningsins um 120 millj- ónum sterlingspunda. Grikkir og Malasíubúar hafa þegar keypt sams konar skip, en Perúmenn hafa pantað Exocet- eldflaugakerfið. Stefna Frakka í öllum þess- um samningum hefur verið sú, að láta stjórnmál ekki koma þar nærri. Á sama tíma og Bandaríkjamenn neituðu að selja herforingjastjórninni í Grikklandi vopn, lögðu Frakk- ar sig alla fram við að ná mark- aðnum og höfðu gert stóra samninga við Grikki, en þá af- léttu Bandaríkjamenn sölubann- inu. Gagnrýni Afrikuþjóða á Frakka fyrir að selja vopn til S-Afriku kom óþægilega við frönsku stjórnina og til að tryggja hagsmuni Frakka í Af- ríku fullvissaði Pompidou for- seti, Kenneth Kaunda forseta Zambíu um að Frakkar myndu hætta að selja S-Afríkumönn- um önnur vopn en þau sem ætluð eru til landvarna, og sízt af öllu myndu þeir selja þeim þyrlur og brynvagna. Kaunda lýsti þetta mikinn stjórnmála- legan sigur, er hann kom af fundi Pompidous, en sannleik- urinn var sá, að Pompidou var ekki að fórna neinu, því að Frakkar höfðu þegar afhent all- ar þyrlur, sem um hafði verið samið og brynvagnarnir eru framleiddir í S-Afríku skv. frönsku framleiðsluleyfi. Ekk- ert bendir til að Frakkar hygg- iö-t breyta stefnu sinni gagnvart S-Afríku, því að Frakkar vita, að S-Afríkustjórn ætlar að fara að endurnýja hergögn hers síns og Frakkar búast við feitum bita þar. Haldi S-Afríkumenn áfram að kaupa hergögn frá Frakklandi á næstu fimm ár- um, er búist við að Frakkar hafi um 120 milljónir sterlings- punda tekjur vegna þess samn- ings. Pompidou ávarpaði nýlega franska herforingja og hvatti þá til að nota hergögn og vopn, sem erlendir viðskiptavinir hefðu áhuga á. Franskir vinstrimenn mót- mæla öðruhverju vopnasölu til landa eins og Grikklands, Port- úgals og S-Afríku, en þar sem þessi lönd eru meðal helztu við- skiptavina Frakka, hefur aldrei risið neitt stórmál vegna þessa. Jafnvel kommúnistar hafa hald ið sig á mottunni, af ótta við atvinnuleysi, ef tekið verður fyrir sölu til þessara landa.. Nú er áætlað að heildartekj- ur Frakka af vopnaútflutningi í ár nemi um 530 milljónum sterlingspunda, sem er helmingi meira en á sl. ári. Vopn og her- gögn eru nú um 15% af heild- arútflutningi Frakka. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf BergstaSastr. 10A Sími 16995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.