Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 10
B
FRJÁLB VERZLUN
Bréf frá lesendum
ORÐ í BELG
Dýr verzlunarrekstur
Þið ágætu menn eruð sífellt
að kvarta yfir kjörum verzlun-
arinnar. Ég get tekið undir
það, að ekki er heil brú í
verðlagsmálum. En hitt er ann-
að mál, að engu að síður gæti
verzlunin fengið meira fyrir
sinn snúð. Mér finnst útilokað
að horfa framhjá þeirri ringul-
reið, sem ríkjandi er í þessari
atvinnugrein, allar þessar hol-
ur hver oní annarri og sölu-
tími með ólíkindum langur í
mörgum verzlunum. Ef við
horfum til annarra landa, sem
oft er hollt, finnum við enga
hliðstæðu þessarar sundrung-
ar og þessa skipulagsleysis.
Þetta hlýtur að kosta mikla
peninga, sem hægt væri að
spara, ef rétt væri á haldið.
Þarft innlegg í húsnæðis-
málin
Greinar í Frjálsri Verzlun á
þessu ári um byggingariðnað-
inn og húsnæðismálin hafa
vakið mig til sérstakrar um-
hugsunar um þessi mál og mik-
ilvægi þeirra fyrir hvern ein-
stakling og þjóðarbúskapinn.
Þær hafa verið þarft innlegg
og vonandi að þær hafi áhrif á
ráðamenn þessara mála.
„Einn, sem sleit sér út.il
Endurskoðun er nauðsynleg
Ég vil þakka ykkur sérstak-
lega fyrir að hafa fjallað ræki-
lega um húsnæðismál okkar ís-
lendinga að undanförnu og
þær ábendingar, sem þið hafið
komið með. Ég er ykkur sam-
mála um að endurskoðun þess-
ara mála er nauðsynleg og
gagnger endurskipulagning
varðandi ráðstöfun þeirra gíf-
urlegu fjármuna, sem varið er
í íbúðabyggingar. Ég er hins
vegar næstum jafn viss um, að
litlu fæst áorkað. Hér stefnir
allt í sælu sósialisma og meðal-
mennsku. Hannes.