Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 22
20
PRJALS VERZLUN
Með fiskinn til Bandaríkjanna.
Árið 1967 ákvað stjórn Eim-
skipafélags íslands að setja ald-
urshámark starfsmanna Vöru-
afgreiðslu Eimskipafélagsins.
Samkvæmt því skyldu verka-
menn láta af starfi sem hér
segir:
Hinn 1. júlí 1968 létu af störf-
um verkamenn fæddir á árinu
1895 eða fyrr og gilda þau ald-
ursmörk, þ.e. 72 ára aldurs-
mörkin til 1. júlí 1971. Eftir
þann tíma verða aldursmörk
verkamanna í lok þess alman-
aksárs, er þeir ná fullum 70
ára aldri.
Vinna við fermingu og af-
fermingu skipa getur á engan
hátt talist hættuiaus vinna,
enda voru vinnuslys mjög al-
geng. Margir verkamannanna
voru orðnir aldurhnignir og
þess voru dæmi, að sumir væru
komnir á níræðisaldur. Sumir
þessara manna höfðu starfað
hjá Eimskipafélaginu í nokkra
áratugi, en flestir þó ekki haf-
ið störf hjá félaginu fyrr en
þeir voru komnir til aldurs.
Eftir nákvæma athugun þótti
nauðsynlegt að setja aldurstak-
mörk fyrir verkamenn, enda
höfðu aldurstakmörk verið sett
fyrir meginþorra annarra starfs
manna, sem hættu 65 ára gaml-
ir. Hins vegar ákvað Eimskipa-
félagið jafnframt að stuðla að
því, að stofnaður yrði lífeyris-
sjóður fyrir verkamenn og eft-
ir því sem frekast væri auðið,
að hinir öldruðu, sem starfs-
þrek hefðu, fengju léttari verk
að vinna hluta úr degi, t.d. við
að hreinsa mótatimbur við hús-
byggingarframkvæmdir. — í
fram'haldi af þessu má geta
þess, að árið 1965 tók Eimskipa-
félagið þá ákvörðun að fastráða
verkamenn í um 8 vinnuflokka
(gengi). Bauð Eimskipafélagið
þetta fram án nokkurra kvaða.
Hefur einn af helztu forvígis-
mönnum Dagsbrúnar látið það
í ljósi við mig, að hann teldi
þetta beztu kjarabót, sem hafn-
arverkamenn hefðu nokkru
sinni fengið.
Sem betur fer má nú telja
að vinnuslys við hafnarvinnu
teljist til undantekninga og má
tvímælalaust þakka það þess-
um tveimur aðgerðum. Verka-
mennirnir fá greidda dagvinnu
þó ekkert skip sé til að ferma
eða afferma hér í höfninni. Þeir
lita á sig sem menn félagsins,
eru sérþjálfaðir, vinnuglaðari
og samskipti þeirra og verk-
stjóra eru árekstralaus að heita
má.
Fleiri uppsagnir hafa verið
umtalaðar, þ.e.a.s. uppsagnir
þeirra, sem gerzt hafa, sekir um
stórsmygl. Er dómsmeðferð
ekki nægileg refsing fyrir slík
brot?
Undanfarin ár hefur starfs-
mönnum á skipum félagsins,
sem fundnir hafa verið sekir
um stærri smygl, verið sagt
upp starfi. Ástæður fyrir þessu
eru þær, að viðkomandi aðilar
hafa ekki haldið settar reglur
og öðrum til viðvörunar hefur
þeim verið vikið úr starfi. En
fyrst og fremst er þetta vegna
þess að Eimskipafélag íslands
er, eins og flest önnur skipa-
félög í „P & I Clubb“, sem er
tryggingarfélag skipaeigenda
og tryggir það gegn stórtjónum,
meðal annars tjónum af á-
rekstrum við önnur skip, smygl-
sektum o. fl., sem félagið gæti
orðið fyrir og kynnu að vera
svo gífurlega háar, að félagið
risi ekki undir þeim. Skipa-
fyrirtæki, sem ekki bregðast
við af festu og einurð, til að
koma í veg fyrir slys og tjón,
verða ekki hlutgeng í slíkum
tryggingarkiúbbum.
Nú hefur félagið verið að
færa hafnarviðskipti sín frá að-
alhöfnum bæði í Bandaríkjun-
um og Englandi — og jafnvel
víðar. Hvað býr á bak við það?
Er það ekki til óhagræðis fyrir
viðskiptavinina og jafnvel
kostnaðarauka?
Ég leyfi mér að fullyrða að
þróunin, sem átt hefur sér stað
á síðustu misserum, fyrst í
Bandaríkjunum og síðar í Bret-
landi, að beina viðkomum skip-
anna frá stærstu hafnarborgun-
um til minni hafnarbæja verð
ur í reynd bæði viðskiptamönn-
um félagsins og Eimskipafélag-
inu til góðs. Hafnarviðskipti
bæði í New York og London
voru orðin gjörsamlega óviðun-
andi, þannig að í algert óefni
var komið. Lestunar- og losun-
arkostnaður á þessum stöðum
er orðinn slíkur, að farmgjöld
þau, sem í gildi eru hjá félag-
inu gátu með engu móti risið
undir honum. Farmgjöldin
hefðu ekki í sumum tilvikum
nægt til að greiða hafnargjöld,
lestunarkostnað og önnur við-
komugjöld skipanna.
Ef ekkert hefði verið aðhafzt
í þessum efnum og skipin siglt
áfram til þessara hafna, hefðu
afleiðingarnar óhjákvæmilega
hlotið að bitna m.a. á viðskipta-
mönnum félagsins í stórhækk-
uðum þjónustugjöldum.
Hvað New York snertir hef-
ur breytingin valdið nokkrum
óþægindum fyrir þá, sem kaupa
vörur í smærri stíl í New York
borg. Nú er í athugun hvort