Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 44
42 FRJALS VERZLLÍN I Pétur Sigurósson og Olalur iViariusson, P & O. Innlendar fréttir IJr ýmsum átlum NÝ VERZLUN P & Ó Fyrir skömmu var opnuð þriðja verzlunin í eigu Herra- deildar P & Ó, en hún kemur þó í stað annarra þeirra verzl- ana, sem fyrir voru og sú verður lögð niður um áramótin. Þessi nýja verzlun er í P & Ó húsinu að Laugavegi 66, sem verið hef- ur í byggingu undanfarin ár. Þar verða ýmsar fleiri verzlan- ir. Þeir Pétur Sigurðsson og Ól- afur Maríusson, sem eiga og reka Herradeild P & Ó opnuðu fyrstu verzlun sína fyrir 11 ár- um, að Austurstraeti 14, og verzla þeir þar áfram. Nýja verzlunin að Laugavegi 66 er sniðin að enskum fyrir- myndum, en Ólafur Maríusson skipulagði innréttingar og teikn aði þær. 232 BÆKUR FRÁ AB Á 15 ára ferli Almenna bóka- félagsins hefur það gefið út 232 bækur, og eru margar þeirra uppseldar hjá félaginu. Um 170 útgáfubókanna eru enn fáanleg- ar. Félagsmenn AB fá bækur félagsins á 20-30% lægra verði en aðrir, en engar skuldbind- ingar fylgja því að vera í félag- inu, nema að kaupa 4 bækur á ári minnst. Þeir sem kaupa minnst 6 bækur fá gjafabók í kaupbæti. Nýjar AB bækur eru m.a.: „Hjartað og gæzla þess“, eftir dr. Lawrence, bandarískan hjartasérfræðing og geimfara- lækni, þýðingu gerði Þorsteinn Þorsteinsson dósent í lífefna- fræði við HÍ, en formáli er eft- ir Árna Kristinsson hjartasér- fræðing. „Jurtabók AB“ í sama flokki og „Fuglabók AB“ og „Fiskabók AB“, texti þessarar nýju bókar, sem ber undirtit- ilinn „íslenzk ferðaflóra“ er eftir Áskel Löve prófessor, en myndir eru eftir Dagny Tande Lid og Dórdísi Löve. „Tilraun um manninn“ eftir Þorstein Gylfason. „Anna (ég) Anna“, síðasta verðlaunabók Norður- landaráðs, eftir danska rithöf- undinn Klaus Rifbjerg. AB á og rekur Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og gef- ur það fyrirtæki einnig út bæk- ur. Meðal þeirra nýjustu eru „Mannkynssaga BSE“, fyrsta bindi, eftir Heimi Þorleifsson menntaskólakennara og Ólaf Hansson prófessor, og „Bílabók BSE“, þýdd úr dönsku og stað- færð af Bjarna Kristjánssyni skólastjóra. SILLI & VALBI CPNA FYRSTA ÁFANGANN í VERZLUNARMIÐSTÖÐINNI Tímamót voru mörkuð í sögu íslenzkrar verzlunar nú um mánaðamótin, er athafnamenn- irnir þjóðkunnu Sigurliði Kristjánsson og Valdemar Þórð- arson opnuðu fyrsta áfangann í hinni glæsilegu verzlunarmið- stöð sinni á mótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Áfang- inn sem opnaður var, er á um samtals 1500 fermetra gólfíleti. Verzluninni er skipt í deildir, nýlenduvörudeild, kjötvöru- deild, snyrtivörudeild, en auk þess er sérstakt kjötvinnslu- og pökkunarrými. Þá eru fyrir verzlunina stórir frysti- og kæliklefar. Er hin nýja verzlun stærsta matvöruverzlun lands- ins og þótt víðar væri leitað. Eins og fyrr segir er hér að- eins um að ræða fyrsta áfang- ann í stói-hýsinu, en það er 31.679 rúmmetrar að stærð og heildargólfflatarmál 8.130m2. Þegar allt húsnæðið verður tekið í notkun, verður hér um að ræða verzlunarmiðstöð (Shopping Center) á heims- mælikvarða, þar sem 30-40 fyr- irtæki, verzlanir og þjónustu- fyrirtæki verða undir einu og sama þaki við nýtízkulegustu og fullkomnustu aðstæður. Á vöruvögnunum eru sæti fyrir, litla fólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.