Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 28
26 FRJALS VERZLUN Verzlun og þjónusta Lifandi kynning á vörum og þjónustu Rætt viö forráðamenn IVIódelsamtakanna „Auglýsingin er í nútíman- um leiðin að hjarta mannsins“, var haft eftir spökum manni. Og hvort sem svo er, eða leið- in liggur að einhverri annarri stöð í manninum, er það óum- deilanlget, að auglýsing og kynning tengja þræði viðskipta- lífsins nú á dögum, þræðina, sem liggja frá framleiðandan- um til viðskiptalífsins og öfugt og loks til neytandans... Alltaf er verið að finna upp eitthvað nýtt og betra, edtthvað ennþá sterkara í þessum efnum. í kjölfar þöglu myndanna komu talmyndirnar og sjón- varpið á eftir hljóðvarpinu, næst kemur myndsíminn í kjöl- far talsímans. Og nú er lifandi kjmning á vörum og þjónustu tekin í ríkum mæli við af upp- stillingum dauðra hluta og mynda. M.a. eru svokallaðar tízkusýningar orðnar daglegur viðburður, ef hægt er að kalla þær lengur viðburð. Þar er kynntur fatnaður og tilheyr- andi, eins og allir vita. Og sama fólkið, sem sýnir okkur nýjustu tízku í fatnaði, birtist svo jafn- framt á sjónvarpsskerminum í tannkremsauglýáingu eða til þess að minna á, að nú séu síðustu forvöð að tryggja sér möguleika á að fá þriggja millj- óna króna hús í happdrættinu — eða svo. Hér á landi hefur verið að komast skipulag á þjónustu af þessu tagi allra síðustu árin, og nú eigum við orðið talsverð- an hóp af fólki, sem stundar sýningar- og auglýsingastörf. Módelsamtökin. Módelsam- tökin er heiti fyrstu samtak- anna á þessu sviði, sem hér voru stofnuð. Að stofnoninni stóðu Pálína Jónmundsdóttir og Unnur Arngrímsdóttir. F.V. snéri sér til forráðamanna Mód- elsamtakanna í þeim tilgangi, að fá til birtingar ýmsar upp- lýsingar um starfsemina. Pál- ína Jónmundsdóttir var á sýn- ingarferðalagi í Bandaríkjun- um, og fyrir svörum urðu Unn- ur Arngrímsdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir. Mest um fatnaðarsýningar. Verkefni módelsamtakanna hafa til þessa mest verið fatn- aðarsýningar, ýmist sjálfstæð- ar sýningar eða sem atriði með öðru. Þessar sýningar eru mjög mismunandi, bæði opin- berar og lokaðar fyrir afmark- aða hópa, eins og innkaupa- stjóra verzlana, einvörðungu sölusýningar og svo skemmti- atriði. Það hefur færzt í vöxt, að halda sýningar á íslenzkum fatnaði fyrir ferðafólk, t. d. ráðstefnugesti. Og loks aukast nú mjög ferðalög til útlanda með íslenzkan fatnað og aðrar framleiðsluvörur. Hefur starfs- fólk Módelsamtakanna m. a. farið slíkar ferðir til Danmerk- ur og Bandaríkjanna. Auglýsingar í blöðum og sjónvarpi. Annað mikilvægt verkefni hefur verið þátttaka í gerð aug- lýsinga til birtingar í blöðum og sjónvarpi. Þetta verkefni vex nú ört, og fulltrúar Módel- samtakanna fóru því nýlega til Englands og kynntu sér gerð slíkra auglýsinga þar. Er nú í ráði, að forráðamenn samtak- Svipmyndir frá tízkusýningu Módelsamtakanna. . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.