Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 25
FRJALS VERZLUN 23 ferðaskrifstofa samkeppni við skipafélögin og flugfélögin með leigu á farþegaskipum og flug- vélum. Eimskipafélagið ákvað þá að stofna ferðaskrifstofu til að tryggja hagsmuni sína. Síðar ákváðu Flugfélag íslands og Eimskipafélag íslands að stofna sameiginlega ferðaskrifstofuna „Úrval“, sem hóf rekstur snemma á árinu 1970, og hefur þegar sannað gildi sitt og til- verurétt. Öllum ferðaskrifstofum er heimilt að selja farseðla með flugvélum Flugfélags íslands og skipum Eimskipafélags íslands. Eimskipafélagið, Flugfélag íslands og ferðaskrifstofan „Úr- val“ hafa boðið öllum ferða- skrifstofunum upp á samvinnu og samstarf sem stuðlað geti að auknum ferðamannastraumi og fyrst og fremst betri þjón- ustu við erlenda ferðamenn er til landsins koma og íslending- um, sem ferðast vilja til ann- arra landa. Varðandi afskipti ríkisins af þessum atvinnugreinum, vil ég segja, að ég tel að ríkisstjórnir undanfarinna ára hafi sýnt þeim skilning og velvild. Hér er um að ræða víðtæka þjón- ustu við almenning og þó ég sé fylgjandi sem mestu frelsi og frjálsri samkeppni, þá tel ég ekki verði hjá því komizt að ríkisvaldið fylgist stöðugt með framvindu flutningaþjón- ustu, sem stundum er líkt við lífæð þjóðarinnar, enda mun svo vera í þeim löndum, sem ég þekki til. Eimskipafélag íslands hefur það á stefnuskrá sinni að ann- ast siglingar og stuðla að bætt- um samgöngum almennt og þjónustu við ferðamenn. Það forðast að blanda sér í inn- og útflutningsverzlun eða fram- leiðslu. Hvers er íslenzki verzlunar- skipaflotinnn í rauninni megn- ugur? Menn tala um of lítil skip — og of fá og óeðlilega háar leigugreiðslur til erlendra skipafélaga. Er uppbyggingin á eftir samtímanum? Því miður verð ég að taka undir það að íslenzki verzlun- arskipaflotinn er ekki eins stór og voldugur eins og æskilegt væri, og hefi ég hér á undan gert grein fyrir ástæðum, sem til þess liggja. Hins vegar er ég ekki sammála því að fjöldi eða stærð skipanna sé eitthvert aðalatriði. Of mörg skip á of litlum markaði geta orsakað taprekstur og hrörnun. Stór skip þurfa heldur ekki að leysa allan vanda. Aðalatriðið er, að skipin henti fyrir þau verkefni, sem þeim er ætlað að leysa og að nýting þeirra sé sem bezt. Uppbyggingin hjá okkur er á eftir tímanum. Fáist aukinn skilningur á því, að íslenzku skipafélögunum sé nauðsynlegt að njóta hagnaðar sem þeim tekst að afla í samkeppni inn- byrðis og við erlenda aðila, þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.