Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 51
49
FRJÁLS VERZLUN
Okkar á milli
sagt...
Þau voru nýgift og flutt í
litlu íbúðina sína. Ungu kon-
unni þótti aðeins eitt skyggja
á. Hann sagði alltaf „íbúðin
mín“, „bíllinn minn“ og „pen-
ingarnir mínir“.
— Kjánaprik, þú mátt ekki
alltaf tala um það, sem við eig-
um, eins og þú ættir það einn.
Þitt er líka mitt. Það er „íbúð-
in okkar“ og „bíllinn okkar“.
— Já, það er auðvitað alveg
satt. Ég skal líka muna eftir
því.
Daginn eftir fékk hann bréf,
sem kom honum eilítið úr jafn-
vægi.
— Hvað stóð í þessu bréfi,
kjánaprikið mitt?
— Við eigum von á barni
með gömlu kærustunni okkar
á Akureyri!
Leikstjórinn var að skýra
framkvæmdastjóra fjármála
hjá kvikmyndafélaginu frá
því, að þetta yrði mesta
stríðsmynd allra tíma.
—• Það stórkostlegasta, sem
sést hefur á hvíta tjaldinu
verða herirnir, í öðrum verða
9000 menn og í hinum 12000
menn, sem sagt alvöruherir.
— 21000 menn í aukahlut-
verkum. Hvernig í ósköpunum
eigum við að borga þessum
fjölda?
— Það verður ekki vanda-
mál. Við notum alvörukúlur!
Einhver verður að hafa lyk-
il að íbúðinni þinni meðan þú
ert í burtu.
— Nei, ég á hvorki hund né
kött, sem þarf að líta eftir, og
engin blóm, sem þarf að vökva.
— En það verður þó fjanda-
kornið einhver að rífa af daga-
talinu!
MAGNIDS KJAF^AN
-HAFNARSIRÆII 5 SÍMI 24140-
ÓDÝRASTA
Addo-X rafknúna reiknivélin,
model 154, er einkar henfug
fyrir minni fyrirtæki og ein-
staklinga. Falleg og slerk vél.
Ársábyrgð og eigin viðgerðar-
þjónusta. Kynnið yður þessa
vél áður en þér fesfið kaup
annarsstaðar.
JÁ5 AUÐVITAÐ
Spur . v
Cola )*■
HR ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON