Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 20
1B FRJÁL5 VERZLUN Einn Eossanna Kemur „tæranai varntngmn nenn". í sínar hendur. Eimskipafélag- ið leitaði þá á erlendan mark- að og tók að sér í 2 ár flutn- inga á frystu kjöti frá írlandi til Bandaríkjanna og frá Banda- ríkjunum til meginlands Evrópu. Vegna markaðssveiflna og efnahagsaðgerða á meginland- inu þraut þessi verkefni á ár- inu 1963. >á var um tvennt að velja fyrir Eimskipafél., ann- að hvort að selja frystiskipin m.s. „Brúarfoss“, m.s. „Selfoss“, m.s. ,,Dettifoss“, m.s. „Goða- foss“ og m.s. „Lagarfoss“, eða bjóða lægri flutningsgjöld en í gildi höfðu verið fyrir frysti- afurðir frá íslandi. Síðari leið- in var valin og samningur var undirritaður við S.H. Síðan hafa farmgjöldin aðeins hækk- að vegna almennra kostnaðar- hækkana og eru þau enn mun lægri en heimsmarkaðsverð á slíkum flutningum. Það er mikið talað um farin- gjöldin og einnig pakkhúsleig- una. Hvort tveggia hefur nú hækkað verulega. Hvað kom til og hvernig er samanhurður á þeim við sams konar gjöld t.d. skinafélaganna í Vestur- Evrópu? Farmgjöld á stykkjavöru til landsins eru háð verðlags- ákvæðum, sem mun vera, að því mér bezt er kunnugt — algjört einsdæmi í heiminum. Oft hefur verið svo naumt skammtað í askana að flutnings- gjöld t. d. á fóðurvörum frá Bandaríkjunum dugðu ekki til að greiða lestunarkostnað þar. Á þessu ári hafa átt sér stað nokkrar hækkanir, en þá höfðu flutningsgjöldin í erlendum gjaldeyri staðið óbreytt síðan 1966. Á sama tíma höfðu flutn- ingsgjöld hækkað í nágranna- löndunum um 25-40%. í sam- bandi við hækkun flutnings- gjalda ber að athuga, að um 65% af rekstrarkostnaði ís- lenzkra skipafélaga er erlendur kostnaður. í byrjun ársins 1970 hafði verðlags- og kaupgjaldsþróun bæði eTlendis og hér heima valdið því, að rekstrargrund- völlur skipa, sem annast milli- landasiglingar var orðinn mjög tæpur. Höfðu orðið stórfelldar hækkanir erlendis á þjónustu- og rekstrarvörum, svo sem kostnaði við losun og lestun skipanna, hafnargjöldum, við- gerðarkostnaði og varahlutum, tryggingariðgjöldum o. fl. að ógleymdri brennsluolíunni, en olíuverðið hækkaði á tímabil- inu um 60%. Hér heima varð á sama tíma veruleg hækkun bæði á verðlagi og kaupgjaldi. Eftir kaupgjaldssamningana við verkalýðsfélögin í júní s.l. og síðari kjarasamninga við félög farmanna var augljóst, að ekki yrði unnt að komast hjá nokkurri hækkun þjónustu- gjalda félagsins, bæði í Vöru- afgreiðslunni og á farmgjöld- um. Heimilaði Verðlagsnefnd, að lokinni ítarlegri rannsókn, nokkra hækkun þessara tekju- stofna félagsins. Ég fullyrði að þessari hækkun hafi verið stillt mjög í hóf. „Pakkhúsleiga" er raunveru- lega rangnefni, sem líkja má við það, ef álagning á vöru í smásöluverzlun væri kölluð „hilluleiga“. Vörueigendur greiða enga „pakkhúsleigu“ fyrsta hálfa mánuðinn sem varan liggur í vörzlu Eimskipafélagsins. Inni- faldir í „pakkhúsleigunni“ eru m.a. eftirtaldir kostnaðarþætt- ir: Leiga geymsluhúsnæðis Rafmagnskostnaður Hitakostnaður Launakostnaður afgreiðslu- manna Tækjakostnaður, m.a. vegna umstöflunar á vörum, sem lengi eru geymdar Næturvarzla Annar kostnaður tengdur starfseminni.. Eins og í verzlunarrekstrin- um þarf stöðugt að hafa til taks mannafla til að afgreiða viðskiptamenn hvenær sem ósk- að er eftir afgreiðslu. Hins vegar er mér Ijóst að Verðlagseftirlitið mun tak- marka mjög heimild innflytj- enda til að endurinnheimta „pakkhúsleiguna" í vöruverð- inu. Skiljanlegt er því að hér sé um viðkvæmt mál að ræða. Vöruafgreiðsla félagsins hef- ur yfirleitt verið rekin með tapi þrátt fyrir viðleitni til hag- ræðingar og sparnaðar 1 rekstr- inum. Þegar ég ræði hér um tap er algjörlega eftir að til- færa fyi'ningar af húsunum, vélakosti og öðrum tækjum Vöruafgreiðslunnar, svo og vexti af fé í þessum mannvirkj- um og tækiabúnaði, en rekstur Vöruafgreiðslunnar hefur aldr- ei getað staðið undir þessum kostnaði, sem nemur mörgum milljónum króna á ári. Þetta bendir allt til þess að þjónustugjöld í „pakkhúsleigu“ hafi ekki verið of há. Ef farmgjöld og önnur þjón- ustugjöld hjá félaginu væru gefin frjáls, yrði tækifæri til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.