Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 20

Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 20
1B FRJÁL5 VERZLUN Einn Eossanna Kemur „tæranai varntngmn nenn". í sínar hendur. Eimskipafélag- ið leitaði þá á erlendan mark- að og tók að sér í 2 ár flutn- inga á frystu kjöti frá írlandi til Bandaríkjanna og frá Banda- ríkjunum til meginlands Evrópu. Vegna markaðssveiflna og efnahagsaðgerða á meginland- inu þraut þessi verkefni á ár- inu 1963. >á var um tvennt að velja fyrir Eimskipafél., ann- að hvort að selja frystiskipin m.s. „Brúarfoss“, m.s. „Selfoss“, m.s. ,,Dettifoss“, m.s. „Goða- foss“ og m.s. „Lagarfoss“, eða bjóða lægri flutningsgjöld en í gildi höfðu verið fyrir frysti- afurðir frá íslandi. Síðari leið- in var valin og samningur var undirritaður við S.H. Síðan hafa farmgjöldin aðeins hækk- að vegna almennra kostnaðar- hækkana og eru þau enn mun lægri en heimsmarkaðsverð á slíkum flutningum. Það er mikið talað um farin- gjöldin og einnig pakkhúsleig- una. Hvort tveggia hefur nú hækkað verulega. Hvað kom til og hvernig er samanhurður á þeim við sams konar gjöld t.d. skinafélaganna í Vestur- Evrópu? Farmgjöld á stykkjavöru til landsins eru háð verðlags- ákvæðum, sem mun vera, að því mér bezt er kunnugt — algjört einsdæmi í heiminum. Oft hefur verið svo naumt skammtað í askana að flutnings- gjöld t. d. á fóðurvörum frá Bandaríkjunum dugðu ekki til að greiða lestunarkostnað þar. Á þessu ári hafa átt sér stað nokkrar hækkanir, en þá höfðu flutningsgjöldin í erlendum gjaldeyri staðið óbreytt síðan 1966. Á sama tíma höfðu flutn- ingsgjöld hækkað í nágranna- löndunum um 25-40%. í sam- bandi við hækkun flutnings- gjalda ber að athuga, að um 65% af rekstrarkostnaði ís- lenzkra skipafélaga er erlendur kostnaður. í byrjun ársins 1970 hafði verðlags- og kaupgjaldsþróun bæði eTlendis og hér heima valdið því, að rekstrargrund- völlur skipa, sem annast milli- landasiglingar var orðinn mjög tæpur. Höfðu orðið stórfelldar hækkanir erlendis á þjónustu- og rekstrarvörum, svo sem kostnaði við losun og lestun skipanna, hafnargjöldum, við- gerðarkostnaði og varahlutum, tryggingariðgjöldum o. fl. að ógleymdri brennsluolíunni, en olíuverðið hækkaði á tímabil- inu um 60%. Hér heima varð á sama tíma veruleg hækkun bæði á verðlagi og kaupgjaldi. Eftir kaupgjaldssamningana við verkalýðsfélögin í júní s.l. og síðari kjarasamninga við félög farmanna var augljóst, að ekki yrði unnt að komast hjá nokkurri hækkun þjónustu- gjalda félagsins, bæði í Vöru- afgreiðslunni og á farmgjöld- um. Heimilaði Verðlagsnefnd, að lokinni ítarlegri rannsókn, nokkra hækkun þessara tekju- stofna félagsins. Ég fullyrði að þessari hækkun hafi verið stillt mjög í hóf. „Pakkhúsleiga" er raunveru- lega rangnefni, sem líkja má við það, ef álagning á vöru í smásöluverzlun væri kölluð „hilluleiga“. Vörueigendur greiða enga „pakkhúsleigu“ fyrsta hálfa mánuðinn sem varan liggur í vörzlu Eimskipafélagsins. Inni- faldir í „pakkhúsleigunni“ eru m.a. eftirtaldir kostnaðarþætt- ir: Leiga geymsluhúsnæðis Rafmagnskostnaður Hitakostnaður Launakostnaður afgreiðslu- manna Tækjakostnaður, m.a. vegna umstöflunar á vörum, sem lengi eru geymdar Næturvarzla Annar kostnaður tengdur starfseminni.. Eins og í verzlunarrekstrin- um þarf stöðugt að hafa til taks mannafla til að afgreiða viðskiptamenn hvenær sem ósk- að er eftir afgreiðslu. Hins vegar er mér Ijóst að Verðlagseftirlitið mun tak- marka mjög heimild innflytj- enda til að endurinnheimta „pakkhúsleiguna" í vöruverð- inu. Skiljanlegt er því að hér sé um viðkvæmt mál að ræða. Vöruafgreiðsla félagsins hef- ur yfirleitt verið rekin með tapi þrátt fyrir viðleitni til hag- ræðingar og sparnaðar 1 rekstr- inum. Þegar ég ræði hér um tap er algjörlega eftir að til- færa fyi'ningar af húsunum, vélakosti og öðrum tækjum Vöruafgreiðslunnar, svo og vexti af fé í þessum mannvirkj- um og tækiabúnaði, en rekstur Vöruafgreiðslunnar hefur aldr- ei getað staðið undir þessum kostnaði, sem nemur mörgum milljónum króna á ári. Þetta bendir allt til þess að þjónustugjöld í „pakkhúsleigu“ hafi ekki verið of há. Ef farmgjöld og önnur þjón- ustugjöld hjá félaginu væru gefin frjáls, yrði tækifæri til

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.