Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 12
!□
FRJÁLS VERZLUN
Sjávarutvegur, fiskiðnaður
1970 — Skuttogaraárið
A *
I ársbyrjun var einn lítill skuttogari í eigu Islendinga, í árslok verða þeir
væntanlega fimm og einn í smíðum — og í smíðum verða þá átta þúsund
tonna skuttogarar, erlendis og hérlendis
Þegar sögurýnendur síðari
tíma taka að skyggnast um
öxl og leita að einkennum eða
stefnumarkandi framkvsemda-
málum iþessa árs, sem er að
líða, verður endurnýjun togara-
flotans vafalaust þung á metun-
um. Það er jafnvel sennilegt
að ársins 1970 verði minnzt
sem skuttogaraársins vegna
hins almenna endurmats á gildi
togaraútgerðar fyrir þjóðarbú-
skapinn, og vegna þess stórá-
taks sem fylgdi í kjölfarið.
Um þessar mundir eru 8 skut-
togarar yfir 1000 tonn í smíð-
um fyrir ríkisvaldið og einka-
aðila á íslandi. Tveir þeirra
verða smíðaðir í Póllandi, fjór-
ir á Spáni og tveir á Akureyri.
Pólsku togararnir eru smíðað-
ir fyrir Ögurvík hf., af spánsku
togurunum munum tveir fara
til Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
einn til Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar og einum er enn óráð-
stafað. Útgerðarfélag Akureyr-
inga hf. mun fá a.m.k. annan
togaranna, sem smíðaðir verða
hjá Slippstöðinni hf. á Akur-
eyri, en óljósara er með hinn
togarann. Upphaflega átti að
smíða hann fyrir útgerðarfyrir-
tækið Súlur hf., en forráða-
maður fyrirtækisins, Leó Sig-
urðsson, hefur lýst því yfir,
að hann verði að falla frá kaup-
um vegna síhækkandi kostnað-
ar við smíði togarans.
Auk þessa mega íslendingar
á næstunni eiga von á 5 skut-
togurum af stærðinni 400-600
tonn. Einn þeirra, Dagný, er
raunar þegar kominn til Siglu-
fjarðar og hefur hafið veiðar.
Stálvík hf. í Garðahrepni er
með annan 500 tonna togara í
smíðum fyrir Siglfirðinga, og
þegar hefur verið gengið frá
kaupum á þremur frönskum
togurum af svipaðri stærð, sem
munu fara til Eskifjarðar,
Norðfjarðar og Sauðárkróks.
ÖGURVÍK REIÐ Á VAÐIÐ.
Það var útgerðarfélagið Ög-
urvík hf. í Reykjavík, sem reið
á vaðið varðandi samninga um
smíði á skuttogurum fyrir ís-
lendinga. Hinn 13. maí var und-
irritaður hér á landi samningur
milli Ögurvíkur h.f. og pólska
skipasmíðafyrirtækisins Cmie
Centromor í Gdansk um smíði
á tveimur 1050 tonna skuttog-
urum. Mesta lengd er 59.45
metrar og breiddin er 11.30 m.
Aðalaflvélar verða um 2.600
hestöfl. Kaupverð hvors togara
er áætlað um 110 millj. króna
„Trollið er tekið inn að aftan.“
að því er fyrstu fregnir hermdu.
Afhenda á fyrri togarann í sept-
ember 1972 en hinn tveimur
mánuðum síðar.
SEX SKUTTOGARAR
Á VEGUM RÍKISINS.
Skömmu áður en til undirrit-
unar þessa samnings kom, voru
opnuð tilboð í sex skuttogara
(yfir 1000 tonn á stærð), sem
ríkisstjórnin hafði heimilað
togarnefnd að bjóða út smíði
á. Alls bárust átta tilboð —
frá Póllandi, Spáni, Bretlandi,
Frakklandi, Noregi, V-Þýzka-
landi og eitt innlent — frá
Slippstöðinni hf. á Akureyri.
Verðtilboð voru frá 114.488.000
kr. upp í 202.033.920 kr. Á
fundi sínum hinn 21. júlí sl.
samþykkti svo borgarráð
Reykjavíkur að heimila útgerð-
arráði Reykjavíkur að hefja
samninga um smíði á tveimur
skuttogurum. Áætlað verð
hvors togara er 140 milljónir
en framlag Bæjarútgerðarinnar
og Reykjavíkurborgar mun
nema um 42 millj. króna eða
um 15% af smíðakostnaði
þeirra. Upphæð þessa verður
að greiða á tímabilinu frá ágúst
1970 til ársloka 1972. Gert er
ráð fyrir, að smíði þessara tog-
ara njóti þeirra lánskjara, er
ákveðin voru í lögum um kaup
á sex skuttogurum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi 28. apríl
sl. Jafnframt var samþykkt á
þessum fundi borgarráðs að
lána Ögurvík h-f. 7y2 % af smíða
kostnaði skuttogaranna tveggja,
sem áður er á drepið. í lögum
þeim, sem til er vitnað hér að
frarnan, er gert ráð fyrir, að
ríkisstjórnin veiti kaupendum
skuttogaranna (yfir 1000 tonn)
frekari lánafyrirgreiðslu, þann-