Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1970, Blaðsíða 14
12 FRJAL5 VER2LUN blaðaviðtali, að endanlegt verð togarans verði sennilega um 188-198 milljónir króna, og kvað hann fyrirtæki sitt ekki ráða við það verð. Hafa Súlur hf. fallið frá samningunum við Slippstöðina. Samkvæmt ný- legri samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar bendir nú flest til þess, að Útgerðarfélag Akur- eyringa muni fá báða þessa tog- ara. Gunnar Ragnars, forstj. Slipp- stöðvarinnar hf., hefur gert grein fyrir þessum kostnaðar- hækkunum í blaðaviðtali. Hann segir endalaust vera unnið að því að endurskoða smíðalýs- ingu skipanna, sem togarnefnd- in lét frá sér fara í haust. Fyr- ir skömmu hafi komið fram önnur lýsing, sem orsakaði kostnaðarbreytingu. Sem dæmi nefndi hann, að í fyrri lýsingu var gert ráð fyrir ákveðnum styrkleika til siglinga í ís, — ísklassa 3. í síðari lýsingunni er því breytt í ísklassa 2, sem þýðir að til smíðinnar þarf bæði þykkara stál og meiri styrk- leika á stýri og skrúfu. í síðari lýsingunni kom einnig fram krafa um vélstýringu í brú, sem Gunnar segir að auki verð skipanna um milljónir. Hann segir ennfremur, að Slippstöð- in hf. geti ekki keppt t.d. við spænsku skipasmíðastöðina, sem hefur fast verð á skipum sínum. Spánverjar framleiða sjálfir allar vélar í skipin, og eiga þannig kost á ódýrari tækj- um, þar sem kaupgjald á Spáni er mjög lágt, eins og allir vita. SKUTTOGARAKAUP SIGLFIRÐINGA. Þá er komið að smærri skut- togurunum. Um miðjan ágúst sl. keypti hlutafélagið Togskip á Siglufirði hingað til lands 550 tonna skuttogara frá V- Þýzkalandi. Þetta er 3ja ára gamalt skip, og hlaut það nafn- ið Dagný SI-70. Þetta skip hef- ur þegar hafið veiðar, og afl- að sæmilega. Um sama leyti gekk Þormóður rammi hf. á Siglufirði frá samningum við skipasmíðastöðina Stálvík hf. um smíði á 560 tonna skut- togara. Hann er smíðaður eftir teikningu frá hollenska fyrir- tækinu Propulsion. Hljóðar samningurinn upp á 69.5 millj- ónir króna, og er gert ráð fyr- ir að skipið verði fullbúið á næsta ári.. Togarinn verður 46 metra langur og mesta breidd er 9 metrar. Hann verður með 1600 ha. dieselvél, sem er með skrúfuhlíf, er eykur togkraft skipsins verulega. Þess má geta hér, að Siglfirðingar urðu fyrst- ir til að fá skuttogara til lands- ins — Silgfirðing, sem kom til landsins fyrir 7 árum. FRÖNSKU TOGARARNIR. Þá hafa á tveimur sl. mán- uðum verið keyptir til landsins 3 franskir skuttogarar fyrir milligöngu Skipamiðlunar L.M. Jóhannsson og Co. í Reykjavík. Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, keypti einn þessara togara. Heitir hann Hólmatindur eftir samnefndu fjalli við Eskifjörð. Þetta er 500 tonna skip, og er kaupverð- ið milli 40 og 50 milljónir kr. Síldarvinnslan hf. á Norðfirði keypti systurskip Hólmatinds, og á hann að heita Barði NK- 120. Bæði þessi skip eru smíð- uð og teiknuð í Frakklandi, og hafa verið rekin þaðan í þrjú ár. Eiga þau bæði að koma til landsins nú í þessum mánuði. Þá hefur útgerðarfyrir- tækið Skjöldur hf. á Sauðár- króki fest kaup á þriðja tog- aranum. Eins og hinir tveir er hann frá La Rochelle í Frakk- landi, jafngamall hinum tveim- ur. Hins vegar er hann nokkru minni eða um 400 tonn, og er kaupverðið um 41 milljón króna. Hann verður afhentur um áramótin næstu. FarseÖlar til næsta vetur Só/arfri i skammdeginu Allar nánari upplýsingar veitir: FERDASKRIFSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVlK SlMI 2 69 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.