Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Page 14

Frjáls verslun - 01.12.1970, Page 14
12 FRJAL5 VER2LUN blaðaviðtali, að endanlegt verð togarans verði sennilega um 188-198 milljónir króna, og kvað hann fyrirtæki sitt ekki ráða við það verð. Hafa Súlur hf. fallið frá samningunum við Slippstöðina. Samkvæmt ný- legri samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar bendir nú flest til þess, að Útgerðarfélag Akur- eyringa muni fá báða þessa tog- ara. Gunnar Ragnars, forstj. Slipp- stöðvarinnar hf., hefur gert grein fyrir þessum kostnaðar- hækkunum í blaðaviðtali. Hann segir endalaust vera unnið að því að endurskoða smíðalýs- ingu skipanna, sem togarnefnd- in lét frá sér fara í haust. Fyr- ir skömmu hafi komið fram önnur lýsing, sem orsakaði kostnaðarbreytingu. Sem dæmi nefndi hann, að í fyrri lýsingu var gert ráð fyrir ákveðnum styrkleika til siglinga í ís, — ísklassa 3. í síðari lýsingunni er því breytt í ísklassa 2, sem þýðir að til smíðinnar þarf bæði þykkara stál og meiri styrk- leika á stýri og skrúfu. í síðari lýsingunni kom einnig fram krafa um vélstýringu í brú, sem Gunnar segir að auki verð skipanna um milljónir. Hann segir ennfremur, að Slippstöð- in hf. geti ekki keppt t.d. við spænsku skipasmíðastöðina, sem hefur fast verð á skipum sínum. Spánverjar framleiða sjálfir allar vélar í skipin, og eiga þannig kost á ódýrari tækj- um, þar sem kaupgjald á Spáni er mjög lágt, eins og allir vita. SKUTTOGARAKAUP SIGLFIRÐINGA. Þá er komið að smærri skut- togurunum. Um miðjan ágúst sl. keypti hlutafélagið Togskip á Siglufirði hingað til lands 550 tonna skuttogara frá V- Þýzkalandi. Þetta er 3ja ára gamalt skip, og hlaut það nafn- ið Dagný SI-70. Þetta skip hef- ur þegar hafið veiðar, og afl- að sæmilega. Um sama leyti gekk Þormóður rammi hf. á Siglufirði frá samningum við skipasmíðastöðina Stálvík hf. um smíði á 560 tonna skut- togara. Hann er smíðaður eftir teikningu frá hollenska fyrir- tækinu Propulsion. Hljóðar samningurinn upp á 69.5 millj- ónir króna, og er gert ráð fyr- ir að skipið verði fullbúið á næsta ári.. Togarinn verður 46 metra langur og mesta breidd er 9 metrar. Hann verður með 1600 ha. dieselvél, sem er með skrúfuhlíf, er eykur togkraft skipsins verulega. Þess má geta hér, að Siglfirðingar urðu fyrst- ir til að fá skuttogara til lands- ins — Silgfirðing, sem kom til landsins fyrir 7 árum. FRÖNSKU TOGARARNIR. Þá hafa á tveimur sl. mán- uðum verið keyptir til landsins 3 franskir skuttogarar fyrir milligöngu Skipamiðlunar L.M. Jóhannsson og Co. í Reykjavík. Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, keypti einn þessara togara. Heitir hann Hólmatindur eftir samnefndu fjalli við Eskifjörð. Þetta er 500 tonna skip, og er kaupverð- ið milli 40 og 50 milljónir kr. Síldarvinnslan hf. á Norðfirði keypti systurskip Hólmatinds, og á hann að heita Barði NK- 120. Bæði þessi skip eru smíð- uð og teiknuð í Frakklandi, og hafa verið rekin þaðan í þrjú ár. Eiga þau bæði að koma til landsins nú í þessum mánuði. Þá hefur útgerðarfyrir- tækið Skjöldur hf. á Sauðár- króki fest kaup á þriðja tog- aranum. Eins og hinir tveir er hann frá La Rochelle í Frakk- landi, jafngamall hinum tveim- ur. Hins vegar er hann nokkru minni eða um 400 tonn, og er kaupverðið um 41 milljón króna. Hann verður afhentur um áramótin næstu. FarseÖlar til næsta vetur Só/arfri i skammdeginu Allar nánari upplýsingar veitir: FERDASKRIFSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVlK SlMI 2 69 00

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.