Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 28

Frjáls verslun - 01.12.1970, Side 28
26 FRJALS VERZLUN Verzlun og þjónusta Lifandi kynning á vörum og þjónustu Rætt viö forráðamenn IVIódelsamtakanna „Auglýsingin er í nútíman- um leiðin að hjarta mannsins“, var haft eftir spökum manni. Og hvort sem svo er, eða leið- in liggur að einhverri annarri stöð í manninum, er það óum- deilanlget, að auglýsing og kynning tengja þræði viðskipta- lífsins nú á dögum, þræðina, sem liggja frá framleiðandan- um til viðskiptalífsins og öfugt og loks til neytandans... Alltaf er verið að finna upp eitthvað nýtt og betra, edtthvað ennþá sterkara í þessum efnum. í kjölfar þöglu myndanna komu talmyndirnar og sjón- varpið á eftir hljóðvarpinu, næst kemur myndsíminn í kjöl- far talsímans. Og nú er lifandi kjmning á vörum og þjónustu tekin í ríkum mæli við af upp- stillingum dauðra hluta og mynda. M.a. eru svokallaðar tízkusýningar orðnar daglegur viðburður, ef hægt er að kalla þær lengur viðburð. Þar er kynntur fatnaður og tilheyr- andi, eins og allir vita. Og sama fólkið, sem sýnir okkur nýjustu tízku í fatnaði, birtist svo jafn- framt á sjónvarpsskerminum í tannkremsauglýáingu eða til þess að minna á, að nú séu síðustu forvöð að tryggja sér möguleika á að fá þriggja millj- óna króna hús í happdrættinu — eða svo. Hér á landi hefur verið að komast skipulag á þjónustu af þessu tagi allra síðustu árin, og nú eigum við orðið talsverð- an hóp af fólki, sem stundar sýningar- og auglýsingastörf. Módelsamtökin. Módelsam- tökin er heiti fyrstu samtak- anna á þessu sviði, sem hér voru stofnuð. Að stofnoninni stóðu Pálína Jónmundsdóttir og Unnur Arngrímsdóttir. F.V. snéri sér til forráðamanna Mód- elsamtakanna í þeim tilgangi, að fá til birtingar ýmsar upp- lýsingar um starfsemina. Pál- ína Jónmundsdóttir var á sýn- ingarferðalagi í Bandaríkjun- um, og fyrir svörum urðu Unn- ur Arngrímsdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir. Mest um fatnaðarsýningar. Verkefni módelsamtakanna hafa til þessa mest verið fatn- aðarsýningar, ýmist sjálfstæð- ar sýningar eða sem atriði með öðru. Þessar sýningar eru mjög mismunandi, bæði opin- berar og lokaðar fyrir afmark- aða hópa, eins og innkaupa- stjóra verzlana, einvörðungu sölusýningar og svo skemmti- atriði. Það hefur færzt í vöxt, að halda sýningar á íslenzkum fatnaði fyrir ferðafólk, t. d. ráðstefnugesti. Og loks aukast nú mjög ferðalög til útlanda með íslenzkan fatnað og aðrar framleiðsluvörur. Hefur starfs- fólk Módelsamtakanna m. a. farið slíkar ferðir til Danmerk- ur og Bandaríkjanna. Auglýsingar í blöðum og sjónvarpi. Annað mikilvægt verkefni hefur verið þátttaka í gerð aug- lýsinga til birtingar í blöðum og sjónvarpi. Þetta verkefni vex nú ört, og fulltrúar Módel- samtakanna fóru því nýlega til Englands og kynntu sér gerð slíkra auglýsinga þar. Er nú í ráði, að forráðamenn samtak- Svipmyndir frá tízkusýningu Módelsamtakanna. . . .

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.