Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 44

Frjáls verslun - 01.12.1970, Síða 44
42 FRJALS VERZLLÍN I Pétur Sigurósson og Olalur iViariusson, P & O. Innlendar fréttir IJr ýmsum átlum NÝ VERZLUN P & Ó Fyrir skömmu var opnuð þriðja verzlunin í eigu Herra- deildar P & Ó, en hún kemur þó í stað annarra þeirra verzl- ana, sem fyrir voru og sú verður lögð niður um áramótin. Þessi nýja verzlun er í P & Ó húsinu að Laugavegi 66, sem verið hef- ur í byggingu undanfarin ár. Þar verða ýmsar fleiri verzlan- ir. Þeir Pétur Sigurðsson og Ól- afur Maríusson, sem eiga og reka Herradeild P & Ó opnuðu fyrstu verzlun sína fyrir 11 ár- um, að Austurstraeti 14, og verzla þeir þar áfram. Nýja verzlunin að Laugavegi 66 er sniðin að enskum fyrir- myndum, en Ólafur Maríusson skipulagði innréttingar og teikn aði þær. 232 BÆKUR FRÁ AB Á 15 ára ferli Almenna bóka- félagsins hefur það gefið út 232 bækur, og eru margar þeirra uppseldar hjá félaginu. Um 170 útgáfubókanna eru enn fáanleg- ar. Félagsmenn AB fá bækur félagsins á 20-30% lægra verði en aðrir, en engar skuldbind- ingar fylgja því að vera í félag- inu, nema að kaupa 4 bækur á ári minnst. Þeir sem kaupa minnst 6 bækur fá gjafabók í kaupbæti. Nýjar AB bækur eru m.a.: „Hjartað og gæzla þess“, eftir dr. Lawrence, bandarískan hjartasérfræðing og geimfara- lækni, þýðingu gerði Þorsteinn Þorsteinsson dósent í lífefna- fræði við HÍ, en formáli er eft- ir Árna Kristinsson hjartasér- fræðing. „Jurtabók AB“ í sama flokki og „Fuglabók AB“ og „Fiskabók AB“, texti þessarar nýju bókar, sem ber undirtit- ilinn „íslenzk ferðaflóra“ er eftir Áskel Löve prófessor, en myndir eru eftir Dagny Tande Lid og Dórdísi Löve. „Tilraun um manninn“ eftir Þorstein Gylfason. „Anna (ég) Anna“, síðasta verðlaunabók Norður- landaráðs, eftir danska rithöf- undinn Klaus Rifbjerg. AB á og rekur Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og gef- ur það fyrirtæki einnig út bæk- ur. Meðal þeirra nýjustu eru „Mannkynssaga BSE“, fyrsta bindi, eftir Heimi Þorleifsson menntaskólakennara og Ólaf Hansson prófessor, og „Bílabók BSE“, þýdd úr dönsku og stað- færð af Bjarna Kristjánssyni skólastjóra. SILLI & VALBI CPNA FYRSTA ÁFANGANN í VERZLUNARMIÐSTÖÐINNI Tímamót voru mörkuð í sögu íslenzkrar verzlunar nú um mánaðamótin, er athafnamenn- irnir þjóðkunnu Sigurliði Kristjánsson og Valdemar Þórð- arson opnuðu fyrsta áfangann í hinni glæsilegu verzlunarmið- stöð sinni á mótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Áfang- inn sem opnaður var, er á um samtals 1500 fermetra gólfíleti. Verzluninni er skipt í deildir, nýlenduvörudeild, kjötvöru- deild, snyrtivörudeild, en auk þess er sérstakt kjötvinnslu- og pökkunarrými. Þá eru fyrir verzlunina stórir frysti- og kæliklefar. Er hin nýja verzlun stærsta matvöruverzlun lands- ins og þótt víðar væri leitað. Eins og fyrr segir er hér að- eins um að ræða fyrsta áfang- ann í stói-hýsinu, en það er 31.679 rúmmetrar að stærð og heildargólfflatarmál 8.130m2. Þegar allt húsnæðið verður tekið í notkun, verður hér um að ræða verzlunarmiðstöð (Shopping Center) á heims- mælikvarða, þar sem 30-40 fyr- irtæki, verzlanir og þjónustu- fyrirtæki verða undir einu og sama þaki við nýtízkulegustu og fullkomnustu aðstæður. Á vöruvögnunum eru sæti fyrir, litla fólkið.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.