Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 40

Frjáls verslun - 01.06.1971, Síða 40
40 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 6 1971 P.vlsurnar pakkaðar. . . . haft mjög jákvæð áhrif í kjöt- iðnaðinum og á kjötneyzlu í landinu. Aðstaðan og öll tilhög- un við vinnsluna, hafa gert okk- ur sterka í samkeppni á kjöt- markaðnum, og stóraukin sam- keppni hefur að sjálfsögðu haft víðtæk áhrif, kjötvörurnar eru betri og fjölbreyttari, og fram- boðið traustara, neytendur geta nú treyst á kjötmarkaðinn í aðalatriðum og þeir venjast um leið á að nota sér úrvalið. Það er staðreynd, að á allra síðustu árum hefur neyzla á unnum kjötvörum farið stórvaxandi. Áður lá mikið magn af hráefni óhreyft og hundruð tonna voru flutt út árlega. Þetta er gjör- breytt, og helzt útlit fyrir að okkur fari að skorta hráefni, þótt við sækjum það nú þegar um allan fjórðunginn og jafn- vel austur á land. Við erum á- nægðir með árangurinn, og vilj- um þó ná lengra.“ VÖRUVÖNDUN OG ÖRYGGI. „Við einsettum okkur það í upphafi, að meðferð og vinnsla hráefnisins sæti fyrir öllu öðru, og að héðan færi ekki gramm af öðru en því, sem kaupendur ættu von á frá kjötiðnaðarstöð og við sögðumst bjóða þeim,“ sagði Rögnvaldur Gíslason sölu- stjóri KEA-verksmiðjanna. „Jafnframt var sérstaklega vandað til umbúða og kynning- ar, og þá tekið sérstakt tillit til sjálfsafgreiðslu i verzlunum. Á vöruvöndun og öryggi höf- Valur Arnþórsson kaupfélags stjóri: „Það hefur verið mesta gæfa þessa fyrirtækis, að slaka aldrei á vöruvöndun og miða fram- leiðsluna við bað bezta, sem hér er hægt að gera í kjötiðn- aði.“ Rögnvaldur Gíslason sölustjóri: „Það hefur ekki reynzt erfitt að selja framleiðsluna, hún hef- ur farið eftir hendinni.“ . . . og áleggið. um við lagt svo mikla áherzlu, að frekar höfum við látið vör- una vanta en að rýra gæðin.“ „Framleiðslan er mjög fjöl- breytt, bæði í almennum kjöt- vörum fyrir hótel, veitingahús og heimili, og í niðursuðuvör- um, en af þeim erum við með 10 kjöttegundir og 3 grænmetis- tegundir. Markaðurinn fyrir al- mennar kjötvörur er frá Pat- reksfirði til Hornafjarðar, og fyrir niðursuðuvörurnar allt landið.“ „Það hefur ekki reynzt erfitt að selja framleiðsluna, hún hef- ur farið eftir hendinni, og frem- ur borið á því, að hráefni skorti af og til, og það vandamál fer auðvitað vaxandi, þar sem eft- irspurnin vex mjög ört, en kjöt- Óli Valdimarsson verksmiðju- stjóri: „Tæknin er orðin það mikil, að það er jafnvel hægt að búa til svínakótilettur úr sojabauna- mjöli. Hingað inn kemur ekk- ert, sem gæti gefið tilcfni til misskilnings um eðli framleiðsl- unnar, ekki einu sinni hrossa- kjöt.“

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.