Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 65

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 65
Vendo á íslandi Viðfangsefnið er að koma sjálfsalamenning- unni til vegs á Islandi Erlendis er það löngu al- þekkt fyrirbæri í verzlun, að notaðir séu sjálfsalar við sölu á margs konar matar- og drykkjarföngum, vindlingum ag fleiru, sem neytt er dags daglega. Hérlendis hafa sjálf- salar verið sjaldgæfir fram til þessa, en nú verður e. t. v. breyting þar á, þar sem stofn- að hefur verið fyrirtæki með bandarískt umboð, sem mun einbeita sér að sölu sjálfsala og viðhaldi þeirra. Fyrirtæki þetta heitir Vendo á íslandi, og eigendur þess eru feðgarnir Þorvaldur Steingrímsson og Halldór Þorvaldsson. Hefur fyrirtækið umboð fyrir banda- ríska fyrirtækið The Vendo Company, sem hefur aðalstöðv- ar sínar í aKnsas City. Vendo sjálfsalar eru nú þekktir um allan heim, enda er The Vendo Company með alstærstu fyrir- tækjum í þessari grein í ver- öldinni. Aðspurður sagði Halldór Þor- valdsson, að Vendo á íslandi hefði verið stofnað í febrúar í ár. Hann hefði farið til náms í umsjón sjálfsalanna til Belgíu, og nú væri sölustarf hafið af fullum krafti. Á boðstólum væru 40 tegundir af sjálfsölum, og sumir í mörgum afbrigðum. Unnt væri að stilla hvaða verð sem væri, svo framarlega sem viðeigandi mynt væri fyrir hendi, en þar gæti verið um flestar samsetningar að ræða, þar sem í sjáiisoiunum væru sjálfvirkir teijarar. Sáraiitiir moguieixar væru á þvi, að faisa gjaidmiðil í sjáiisaiana, væru þeir rétt og náKvæmiega stiiitir, eða nánast útiiokað. Er ársábyrgð á sjáli'söiunum og fimm ára ábyrgð á kælikerfum. Um verð á sjáiisöiunum nefndi Halldór, að flöskusjálf- salar kostuðu allt frá 48 þús. kr., gosdrykkjasjálfsalar með sjálfvirkri blöndun um 250 þús. kr. og vindlingasjálfsalar um 117 þús. kr. Annars væri unnt að nálgast mjög í vali þær gerðir, sem hentuðu hverjum markaði. Algengt væri orðið að nota röð af sjálfsölum, jafnvel væru reknar matstofur með sjálfsalaafgreiðslu einni saman. Sparaðist þá mikið starfslið, auk þess sem afköstin ykjust stórlega. Mætti t. d. hæglega afgreiða 500 manns á klukku- tíma í slíkri matstofu. Annars taldi Halldór, að sjálfsalar hentuðu hérlendis sérstaklega á fjölmennari vinnustöðum, í ýmsum af- greiðslum og við sölu á ýms- um síneyzluvörum í verzlun- um og jafnvel utandyra. Halldór Þorvaldsson. INSIDE ICELAND ICELANDIC EXPORTS & TOURISM er væntanlegt á markaðinn innan skamms. Ritið verður á ensku og mun fjalla um ísland, viðskipta- og athafna- líf, út- og innflutning, samgöngur, ferðamál, ráðstefnur og hótelhald, fiskveiðar og fisk- iðnað, íslenzka útflytjendur og þær vörur, sem út eru fluttar. Birt verður skrá yfir alla íslenzka útflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Dreifing mun fara fram á þann hátt, að ritið verður m. a. sent sérstaklega til er- lendra aðila, fyrirtækja, félagasamtaka, verzlunarráða, sam- vinnufélaga, opinberra aðila og stofnana. Þeir aðilar, sem áhuga hefðu á að auglýsa eða fá eintök keypt, vinsamlega hafið samband. FRJÁLST FRAMTAK HF., Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Sími 82300. FV 10 1971 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.