Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 79

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 79
UM HEIMA OG GEIMA Til starfsfólks fyrirtækja Leikreglur fyrir skrif- stofur og verksiniðjur Vegna óþarfa fjar- vista starfsfólks frá skrifstofum og vinnu- stöðum, hafa eftirfar- andi reglur verið sett- ar 1/12 ’71: Veikindi Engin afsökun. — Vér munum ekki leng- ur viðurkenna læknis- vottorð sem sönnun, þar sem vér erum sannfærðir um, að þeg- ar þér eruð fær um að fara til læknis, séuð þér einnig fær til vinnu. Dauði (annarra en yðar) Það er engin afsök- un, það er ekkert, sem þér getið gert fyrir þá. Vér erum vissir um, að einhver annar með minni ábyrgð geti séð um málið. Samt sem áður, ef þér gætuð breytt útfarartíman- um þannig, að hann væri síðdegis, gætuð þér fengið að fara klukkutíma fyrr, ef öll vinna yðar er komin það langt, að hún geti haldið áfram hindrun- arlaust. Sjúkrahússlega (uppskurður) Vér erum ekki lengur fylgjandi þess- ari æfingu. Vér ósk- um að bæla hverja hugsun um, að þér gætuð orðið að gangast undir uppskurð, því þar sem þér eruð starfsmaður hér, mun- uð þér þurfa allt, sem þér hafið, og þér ætt- uð ekki að hugsa um að láta taka neitt. Vér tókum yður í vinnu eins og þér voruð, og væri eitthvað tekið í burtu, mynduð þér vissulega vera minna en það, sem vér sömd- um um. Dauði (yðar eigin) Þetta mun verða tek- ið til greina sem afsök- un, en oss þætti betra að vita það með tveggja vikna fyrir- vara, þar sem oss finnst það skylda vor, að kenna einhverjum öðrum starf yðar. Snyrting Að sjálfsögðu er of miklum tíma eytt á snyrtiherbergjum. — í framtíðinni mun verða farið eftir stafrófsröð. Til að mynda þeir, sem hafa nafn, er hefst á A, munu fara frá kl. 9.15 f. h. til 9.30 f. h. B munu fara frá kl. 9.30 til 9.45 f. h. og svo framvegis. Ef þér eruð ekki fær um að fara á yðar ákveðna tíma, er nauðsynlegt fyrir yður að bíða næsta dags, þegar þér fáið vðar ákveðna tíma. Eg er sá ... . . . sem fœr myndina af mér mólaða af abstraktmálara . . . . . . og sem hringi óvart í síma- . . . en þetta er Renate Larsen númer tengdamömmu . . . frá Þýzkalandi. FV 10 1971 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.